Orkuverð til bænda hafi allt að tvöfaldast Árni Sæberg skrifar 16. desember 2024 09:11 Gunnlaugur Karlsson er forstjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Vísir Gunnlaugur Karlsson, forstjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir raforkuverð til garðyrkjubænda hafa hækkað um allt að hundrað prósent á örfáum árum. Haldi þróunin áfram gætu bændur lagt upp laupana. Þetta sagði Gunnlaugur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan: Hann segir verðhækkanir á raforku hafa komið aftan að öllum fyrirtækjum landsins og raunar öllum sem nota raforku. Þær séu til komnar vegna breytts fyrirkomulags á sölu Landsvirkjunar og skorts á orku. „Nú er kominn svo mikill skortur að þessir smásölusamningar, það vantar orku inn í þá, þá rýkur verðið upp. Í stað þess að hækka sína gjaldskrá, gera einhverjar breytingar á henni eins og verið hefur, vísitöluþróun eða eitthvað slíkt, þá fóru þeir þá leið að búa til eitthvað skrifborð úti í bæ, sem einhver fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins situr við. Ég kalla það nú gullslegið skrifborð. Þar fer orkan í gegn og þetta heitir orðið uppboðsmarkaður.“ Hækkar að meðaltali um fjórðung Gunnlaugur segir að áhrif á garðyrkjubændur sé að meðaltali 25 prósent hækkun raforkuverðs nú um áramótin. Ýmsar plöntur þurfi ljós á daginn þegar verðið sé miklu hærra og fari enn hækkandi. „Þetta er þá í rauninni á örfáum árum, þessi hluti af orkunni, um hundrað prósent hækkun. Og þetta er ekki það versta. Nú erum við að tala um 2025 og það er bara 2025. Menn hafa enga framtíðarsýn, svo mun þetta bara hækka enn meira. Það er verið að bjóða þjóðinni upp á það að við vitum ekkert hvað rafmagnið kostar árið 2026 og svo framvegis.“ Ekki endalaust hægt að velta hækkunum út í verðlagið Gunnlaugur segir áhrif verðhækkana á raforku birtast fyrst hjá heimilunum. Þau þurfi að greiða hærra verð fyrir raforkuna sjálfa og allt sem framleitt er með notkun rafmagns. Þá segir hann að ekki sé endilega hægt að hækka verð á framleiddum vörum til þess að mæta hækkandi raforkuverði. „Þetta getur haft þau áhrif að einhverjir verði ekki samkeppnishæfir og verði bara að hætta. Við erum í rauninni að sópa út einhverjum greinum. Þetta hefur auðvitað áhrif á kostnað við reksturinn og þó að menn hafi verið útsjónarsamir, aukið framleiðni, náð meiri árangri, verið með betri lýsingu og aukið framleiðni í sínum gróðurhúsum, til dæmis, þá eru auðvitað einhver takmörk á því hversu lengi þetta getur haldið áfram svona.“ Landbúnaður Verðlag Orkumál Bítið Garðyrkja Tengdar fréttir Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Samtök iðnaðarins segja að lausnin við hækkandi raforkuverði heimilanna skýr: auka þurfi framboð á orku með frekari virkjanaframkvæmdum en Landvernd segir málið ekki vera svo einfalt. Framkvæmdastjórar samtakanna tveggja tókust á um orkumálin í Sprengisandi í dag. 15. desember 2024 13:07 Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Starfshópur um endurskoðun á rammaáætlun um orkumál leggur til að tímafestir verði innleiddir til þess að ekki þurfi að líða meira en 24 mánuðir frá því virkjunarhugmynd er send Orkustofnun og þar til ráðherra leggur þingsályktunartillögu fyrir þingið. 12. desember 2024 13:30 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Þetta sagði Gunnlaugur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan: Hann segir verðhækkanir á raforku hafa komið aftan að öllum fyrirtækjum landsins og raunar öllum sem nota raforku. Þær séu til komnar vegna breytts fyrirkomulags á sölu Landsvirkjunar og skorts á orku. „Nú er kominn svo mikill skortur að þessir smásölusamningar, það vantar orku inn í þá, þá rýkur verðið upp. Í stað þess að hækka sína gjaldskrá, gera einhverjar breytingar á henni eins og verið hefur, vísitöluþróun eða eitthvað slíkt, þá fóru þeir þá leið að búa til eitthvað skrifborð úti í bæ, sem einhver fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins situr við. Ég kalla það nú gullslegið skrifborð. Þar fer orkan í gegn og þetta heitir orðið uppboðsmarkaður.“ Hækkar að meðaltali um fjórðung Gunnlaugur segir að áhrif á garðyrkjubændur sé að meðaltali 25 prósent hækkun raforkuverðs nú um áramótin. Ýmsar plöntur þurfi ljós á daginn þegar verðið sé miklu hærra og fari enn hækkandi. „Þetta er þá í rauninni á örfáum árum, þessi hluti af orkunni, um hundrað prósent hækkun. Og þetta er ekki það versta. Nú erum við að tala um 2025 og það er bara 2025. Menn hafa enga framtíðarsýn, svo mun þetta bara hækka enn meira. Það er verið að bjóða þjóðinni upp á það að við vitum ekkert hvað rafmagnið kostar árið 2026 og svo framvegis.“ Ekki endalaust hægt að velta hækkunum út í verðlagið Gunnlaugur segir áhrif verðhækkana á raforku birtast fyrst hjá heimilunum. Þau þurfi að greiða hærra verð fyrir raforkuna sjálfa og allt sem framleitt er með notkun rafmagns. Þá segir hann að ekki sé endilega hægt að hækka verð á framleiddum vörum til þess að mæta hækkandi raforkuverði. „Þetta getur haft þau áhrif að einhverjir verði ekki samkeppnishæfir og verði bara að hætta. Við erum í rauninni að sópa út einhverjum greinum. Þetta hefur auðvitað áhrif á kostnað við reksturinn og þó að menn hafi verið útsjónarsamir, aukið framleiðni, náð meiri árangri, verið með betri lýsingu og aukið framleiðni í sínum gróðurhúsum, til dæmis, þá eru auðvitað einhver takmörk á því hversu lengi þetta getur haldið áfram svona.“
Landbúnaður Verðlag Orkumál Bítið Garðyrkja Tengdar fréttir Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Samtök iðnaðarins segja að lausnin við hækkandi raforkuverði heimilanna skýr: auka þurfi framboð á orku með frekari virkjanaframkvæmdum en Landvernd segir málið ekki vera svo einfalt. Framkvæmdastjórar samtakanna tveggja tókust á um orkumálin í Sprengisandi í dag. 15. desember 2024 13:07 Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Starfshópur um endurskoðun á rammaáætlun um orkumál leggur til að tímafestir verði innleiddir til þess að ekki þurfi að líða meira en 24 mánuðir frá því virkjunarhugmynd er send Orkustofnun og þar til ráðherra leggur þingsályktunartillögu fyrir þingið. 12. desember 2024 13:30 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Samtök iðnaðarins segja að lausnin við hækkandi raforkuverði heimilanna skýr: auka þurfi framboð á orku með frekari virkjanaframkvæmdum en Landvernd segir málið ekki vera svo einfalt. Framkvæmdastjórar samtakanna tveggja tókust á um orkumálin í Sprengisandi í dag. 15. desember 2024 13:07
Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Starfshópur um endurskoðun á rammaáætlun um orkumál leggur til að tímafestir verði innleiddir til þess að ekki þurfi að líða meira en 24 mánuðir frá því virkjunarhugmynd er send Orkustofnun og þar til ráðherra leggur þingsályktunartillögu fyrir þingið. 12. desember 2024 13:30