Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. desember 2024 13:30 Hilmar, formaður starfshópsins, Björt sem var hluti af starfshópnum og Guðlaugur ráðherra. stjórnarráðið Starfshópur um endurskoðun á rammaáætlun um orkumál leggur til að tímafestir verði innleiddir til þess að ekki þurfi að líða meira en 24 mánuðir frá því virkjunarhugmynd er send Orkustofnun og þar til ráðherra leggur þingsályktunartillögu fyrir þingið. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, stofnaði hópinn sem samanstendur af þeim Hilmari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni, Björtu Ólafsdóttur, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra og Kolbeini Óttarssyni Proppé, fyrrverandi þingmanni VG. Hópurinn hóf störf í byrjun árs og fór meðal annars til Noregs til að kanna til hlítar hvernig Norðmenn hafa borið sig að. Björt segir að starfshópurinn hafi fengið mjög opið og vítt skipunarbréf; honum hafi verið ætlað að efla ferla, draga úr flækjum í orku og náttúruverndarmálum. „Við skoðuðum alla möguleika, þar á meðal hvort ætti að leggja rammaáætlun af, eins og sumir tala fyrir eða hvort eitthvað annað kerfi væri betur til þess falli að vinna úr þessum málum. Niðurstaða okkar var að halda okkur við rammaáætlun út af því að hún hefur reynst farsæl hvað faglega þætti varðar en að auka skilvirkni hennar svo um munar.“ Tillögur til úrbóta eru fjölmargar. „Við leggjum til að stytta frest og samnýta tímaramma þannig að það þurfi ekki að líða lengra en 24 mánuðir frá því að virkjanahugmynd er send til Orkustofnunar og þar til ráðherra leggur fram sína þingsályktunartillögu. Auk þess leggjum við til að frestir sveitarfélaga til að setja niðurstöðu Alþingis inn á sitt skipulag verði styttir allverulega og svo leggjum við líka til, því við höfum verið að miða okkur við Norðmenn - að sett verði fram heildræn kortlagning á landinu, með tilliti til verndunar fyrir orkuvinnslu; verndunar á sérstökum svæðum og við leggjum til að þetta sé unnið samhliða því að við styttum ferla í grænorkumálum,“ sagði Björt Ólafsdóttir, fulltrúi í starfshópnum. Það verður undir nýrri ríkisstjórn komið hvort hún ákveður að nýta sér tillögur starfshópsins. Orkumál Tengdar fréttir Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Starfshópur um endurskoðun rammaáætlunar mun kynna stöðu orkumála og skýrslu sína á fundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. 12. desember 2024 09:01 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, stofnaði hópinn sem samanstendur af þeim Hilmari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni, Björtu Ólafsdóttur, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra og Kolbeini Óttarssyni Proppé, fyrrverandi þingmanni VG. Hópurinn hóf störf í byrjun árs og fór meðal annars til Noregs til að kanna til hlítar hvernig Norðmenn hafa borið sig að. Björt segir að starfshópurinn hafi fengið mjög opið og vítt skipunarbréf; honum hafi verið ætlað að efla ferla, draga úr flækjum í orku og náttúruverndarmálum. „Við skoðuðum alla möguleika, þar á meðal hvort ætti að leggja rammaáætlun af, eins og sumir tala fyrir eða hvort eitthvað annað kerfi væri betur til þess falli að vinna úr þessum málum. Niðurstaða okkar var að halda okkur við rammaáætlun út af því að hún hefur reynst farsæl hvað faglega þætti varðar en að auka skilvirkni hennar svo um munar.“ Tillögur til úrbóta eru fjölmargar. „Við leggjum til að stytta frest og samnýta tímaramma þannig að það þurfi ekki að líða lengra en 24 mánuðir frá því að virkjanahugmynd er send til Orkustofnunar og þar til ráðherra leggur fram sína þingsályktunartillögu. Auk þess leggjum við til að frestir sveitarfélaga til að setja niðurstöðu Alþingis inn á sitt skipulag verði styttir allverulega og svo leggjum við líka til, því við höfum verið að miða okkur við Norðmenn - að sett verði fram heildræn kortlagning á landinu, með tilliti til verndunar fyrir orkuvinnslu; verndunar á sérstökum svæðum og við leggjum til að þetta sé unnið samhliða því að við styttum ferla í grænorkumálum,“ sagði Björt Ólafsdóttir, fulltrúi í starfshópnum. Það verður undir nýrri ríkisstjórn komið hvort hún ákveður að nýta sér tillögur starfshópsins.
Orkumál Tengdar fréttir Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Starfshópur um endurskoðun rammaáætlunar mun kynna stöðu orkumála og skýrslu sína á fundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. 12. desember 2024 09:01 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira
Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Starfshópur um endurskoðun rammaáætlunar mun kynna stöðu orkumála og skýrslu sína á fundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. 12. desember 2024 09:01