Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. desember 2024 13:07 Framkvæmdastjórar Samtaka iðnaðarins og Landverndar tókust á um framtíð orkumála í Sprengisandi. Vísir/Samsett Samtök iðnaðarins segja að lausnin við hækkandi raforkuverði heimilanna skýr: auka þurfi framboð á orku með frekari virkjanaframkvæmdum en Landvernd segir málið ekki vera svo einfalt. Framkvæmdastjórar samtakanna tveggja tókust á um orkumálin í Sprengisandi í dag. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir kyrrstöðuna í orkumálunum hafa loksins rofna á því kjörtímabili sem var að ljúka og að nú bíði næstu ríkisstjórn aðeins það að hrinda áætlunum í framkvæmd. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segist harma það að umræða um orkumál sé ekki á hærra plani og að málið sé ekki svo einfalt. „Það er verkefni stjórnvalda að búa þannig um hnútana að orkuinnviðir nýtist samfélaginu, nýtist almenningi og þetta sé ekki þessi ofboðlsega virkjanapressa sem á að leysa allt mögulegt. Dæmið er miklu, miklu flóknara en það og það vitum við öll,“ segir Björg. Stórnotendur eigi ekki heima á almennum markaði Hún segir hættu á því að stórnotendur komi inn á þann orkumarkað heimilanna og smærri fyrirtækja og tekur til dæmis gagnaver og rafmyntaframleiðslu. Sigurður segir þó umsvif orkunotkunar gagnavera hafa dregist saman um 40 prósent á síðastliðnum sjö árum og að rafmyntaframleiðsla sé á útleið á Íslandi. Björg segir nauðsynlegt að orkuöryggi almennings sé tryggt og að það sé ekki gert nema að hemil verði komið á verðlagið. Sigurður segir Samtök iðnaðarins hafa áhyggjur af því að lagasetning komi til með að hafa ófyrirséð áhrif. „Við höfum í sjálfu sér ekki tekið afstöðu til þess nákvæmlega hvaða leið eigi að fara en við höfum auðvitað bent á að sú leið sem verði farin má ekki leiða til þess að það komist á einhver skonar ójafnvægi á markaðinn,“ segir Sigurður. Skerðingar á orkunotkun viðameiri með hverju árinu Sigurður segir það liggja fyrir að virkja þurfi meira. „Það er of lítið framleitt. Það er sannarlega þannig. Við erum ekki að sjá nýja stórnotendur að koma inn á markaðinn. Framboðið hefur bara ekki fylgt veksti og viðgangi samfélagsins,“ segir hann. Minnst tvö ár séu í að orkuframleiðsla hefjist í Búrfellslundi og enn lengur í að Hvammsvirkjun verði tekin í gagnið. „Þannig við verðum því miður í erfiðri stöðu þangað til,“ segir Sigurður. Skerðingar á orkunotkun verða viðameiri með hverju árinu sem framleiðsla sé ekki aukin, að sögn Sigurðar, og mikilvægt sé að bregðast tímanlega við. „Skerðingar voru fyrir 3 eða 4 árum fyrst fyrir alvöru. Þá var talað um það að þetta væri tilfallandi út af lélegum vatnsárum. En einhverra hluta vegna hafa þessar skerðingar verið á hverju einasta ári og þær verða viðameiri með tímanum. Kostnaðurinn við þetta er mikill. Við mátum það að síðasta vetur hefðu tapaðar útflutningstekjur numið 14 til 17 milljörðum. Gætu orðið meiri núna í vetur. Þetta skiptir okkur máli. Svo er það sú staðreynd að verð til almennings er að hækka,“ segir hann. Stóriðjan stundi hræðsluáróður Björg segir auðvelt fyrir stóriðjuna að hræða almenning með umræðu um yfirvofandi orkuskort. „Það getur alveg verið að það séu hagsmunir þeirra sem vilja virkja endalaust að hræða almenning með þessum orkuskorti vegna þess að virkjanavilji almennings hlýtur að vaxa í jöfnu hlutfalli við það að manni sé sagt að maður fái bara ekki orku,“ segir hún. Sigurður segir að lausnin liggi augum uppi. „Lausnin við því hlýtur að vera sú að virkja meira. Við erum ekki að finna upp á því í þessum þætti hvernig lögmál framboðs og eftirspurnar virki,“ segir hann. „Við þurfum einstöku sinnum að standa skil á fleiri hlutum en bara því,“ segir Björg þá. Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir kyrrstöðuna í orkumálunum hafa loksins rofna á því kjörtímabili sem var að ljúka og að nú bíði næstu ríkisstjórn aðeins það að hrinda áætlunum í framkvæmd. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segist harma það að umræða um orkumál sé ekki á hærra plani og að málið sé ekki svo einfalt. „Það er verkefni stjórnvalda að búa þannig um hnútana að orkuinnviðir nýtist samfélaginu, nýtist almenningi og þetta sé ekki þessi ofboðlsega virkjanapressa sem á að leysa allt mögulegt. Dæmið er miklu, miklu flóknara en það og það vitum við öll,“ segir Björg. Stórnotendur eigi ekki heima á almennum markaði Hún segir hættu á því að stórnotendur komi inn á þann orkumarkað heimilanna og smærri fyrirtækja og tekur til dæmis gagnaver og rafmyntaframleiðslu. Sigurður segir þó umsvif orkunotkunar gagnavera hafa dregist saman um 40 prósent á síðastliðnum sjö árum og að rafmyntaframleiðsla sé á útleið á Íslandi. Björg segir nauðsynlegt að orkuöryggi almennings sé tryggt og að það sé ekki gert nema að hemil verði komið á verðlagið. Sigurður segir Samtök iðnaðarins hafa áhyggjur af því að lagasetning komi til með að hafa ófyrirséð áhrif. „Við höfum í sjálfu sér ekki tekið afstöðu til þess nákvæmlega hvaða leið eigi að fara en við höfum auðvitað bent á að sú leið sem verði farin má ekki leiða til þess að það komist á einhver skonar ójafnvægi á markaðinn,“ segir Sigurður. Skerðingar á orkunotkun viðameiri með hverju árinu Sigurður segir það liggja fyrir að virkja þurfi meira. „Það er of lítið framleitt. Það er sannarlega þannig. Við erum ekki að sjá nýja stórnotendur að koma inn á markaðinn. Framboðið hefur bara ekki fylgt veksti og viðgangi samfélagsins,“ segir hann. Minnst tvö ár séu í að orkuframleiðsla hefjist í Búrfellslundi og enn lengur í að Hvammsvirkjun verði tekin í gagnið. „Þannig við verðum því miður í erfiðri stöðu þangað til,“ segir Sigurður. Skerðingar á orkunotkun verða viðameiri með hverju árinu sem framleiðsla sé ekki aukin, að sögn Sigurðar, og mikilvægt sé að bregðast tímanlega við. „Skerðingar voru fyrir 3 eða 4 árum fyrst fyrir alvöru. Þá var talað um það að þetta væri tilfallandi út af lélegum vatnsárum. En einhverra hluta vegna hafa þessar skerðingar verið á hverju einasta ári og þær verða viðameiri með tímanum. Kostnaðurinn við þetta er mikill. Við mátum það að síðasta vetur hefðu tapaðar útflutningstekjur numið 14 til 17 milljörðum. Gætu orðið meiri núna í vetur. Þetta skiptir okkur máli. Svo er það sú staðreynd að verð til almennings er að hækka,“ segir hann. Stóriðjan stundi hræðsluáróður Björg segir auðvelt fyrir stóriðjuna að hræða almenning með umræðu um yfirvofandi orkuskort. „Það getur alveg verið að það séu hagsmunir þeirra sem vilja virkja endalaust að hræða almenning með þessum orkuskorti vegna þess að virkjanavilji almennings hlýtur að vaxa í jöfnu hlutfalli við það að manni sé sagt að maður fái bara ekki orku,“ segir hún. Sigurður segir að lausnin liggi augum uppi. „Lausnin við því hlýtur að vera sú að virkja meira. Við erum ekki að finna upp á því í þessum þætti hvernig lögmál framboðs og eftirspurnar virki,“ segir hann. „Við þurfum einstöku sinnum að standa skil á fleiri hlutum en bara því,“ segir Björg þá.
Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira