Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. desember 2024 13:07 Framkvæmdastjórar Samtaka iðnaðarins og Landverndar tókust á um framtíð orkumála í Sprengisandi. Vísir/Samsett Samtök iðnaðarins segja að lausnin við hækkandi raforkuverði heimilanna skýr: auka þurfi framboð á orku með frekari virkjanaframkvæmdum en Landvernd segir málið ekki vera svo einfalt. Framkvæmdastjórar samtakanna tveggja tókust á um orkumálin í Sprengisandi í dag. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir kyrrstöðuna í orkumálunum hafa loksins rofna á því kjörtímabili sem var að ljúka og að nú bíði næstu ríkisstjórn aðeins það að hrinda áætlunum í framkvæmd. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segist harma það að umræða um orkumál sé ekki á hærra plani og að málið sé ekki svo einfalt. „Það er verkefni stjórnvalda að búa þannig um hnútana að orkuinnviðir nýtist samfélaginu, nýtist almenningi og þetta sé ekki þessi ofboðlsega virkjanapressa sem á að leysa allt mögulegt. Dæmið er miklu, miklu flóknara en það og það vitum við öll,“ segir Björg. Stórnotendur eigi ekki heima á almennum markaði Hún segir hættu á því að stórnotendur komi inn á þann orkumarkað heimilanna og smærri fyrirtækja og tekur til dæmis gagnaver og rafmyntaframleiðslu. Sigurður segir þó umsvif orkunotkunar gagnavera hafa dregist saman um 40 prósent á síðastliðnum sjö árum og að rafmyntaframleiðsla sé á útleið á Íslandi. Björg segir nauðsynlegt að orkuöryggi almennings sé tryggt og að það sé ekki gert nema að hemil verði komið á verðlagið. Sigurður segir Samtök iðnaðarins hafa áhyggjur af því að lagasetning komi til með að hafa ófyrirséð áhrif. „Við höfum í sjálfu sér ekki tekið afstöðu til þess nákvæmlega hvaða leið eigi að fara en við höfum auðvitað bent á að sú leið sem verði farin má ekki leiða til þess að það komist á einhver skonar ójafnvægi á markaðinn,“ segir Sigurður. Skerðingar á orkunotkun viðameiri með hverju árinu Sigurður segir það liggja fyrir að virkja þurfi meira. „Það er of lítið framleitt. Það er sannarlega þannig. Við erum ekki að sjá nýja stórnotendur að koma inn á markaðinn. Framboðið hefur bara ekki fylgt veksti og viðgangi samfélagsins,“ segir hann. Minnst tvö ár séu í að orkuframleiðsla hefjist í Búrfellslundi og enn lengur í að Hvammsvirkjun verði tekin í gagnið. „Þannig við verðum því miður í erfiðri stöðu þangað til,“ segir Sigurður. Skerðingar á orkunotkun verða viðameiri með hverju árinu sem framleiðsla sé ekki aukin, að sögn Sigurðar, og mikilvægt sé að bregðast tímanlega við. „Skerðingar voru fyrir 3 eða 4 árum fyrst fyrir alvöru. Þá var talað um það að þetta væri tilfallandi út af lélegum vatnsárum. En einhverra hluta vegna hafa þessar skerðingar verið á hverju einasta ári og þær verða viðameiri með tímanum. Kostnaðurinn við þetta er mikill. Við mátum það að síðasta vetur hefðu tapaðar útflutningstekjur numið 14 til 17 milljörðum. Gætu orðið meiri núna í vetur. Þetta skiptir okkur máli. Svo er það sú staðreynd að verð til almennings er að hækka,“ segir hann. Stóriðjan stundi hræðsluáróður Björg segir auðvelt fyrir stóriðjuna að hræða almenning með umræðu um yfirvofandi orkuskort. „Það getur alveg verið að það séu hagsmunir þeirra sem vilja virkja endalaust að hræða almenning með þessum orkuskorti vegna þess að virkjanavilji almennings hlýtur að vaxa í jöfnu hlutfalli við það að manni sé sagt að maður fái bara ekki orku,“ segir hún. Sigurður segir að lausnin liggi augum uppi. „Lausnin við því hlýtur að vera sú að virkja meira. Við erum ekki að finna upp á því í þessum þætti hvernig lögmál framboðs og eftirspurnar virki,“ segir hann. „Við þurfum einstöku sinnum að standa skil á fleiri hlutum en bara því,“ segir Björg þá. Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir kyrrstöðuna í orkumálunum hafa loksins rofna á því kjörtímabili sem var að ljúka og að nú bíði næstu ríkisstjórn aðeins það að hrinda áætlunum í framkvæmd. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segist harma það að umræða um orkumál sé ekki á hærra plani og að málið sé ekki svo einfalt. „Það er verkefni stjórnvalda að búa þannig um hnútana að orkuinnviðir nýtist samfélaginu, nýtist almenningi og þetta sé ekki þessi ofboðlsega virkjanapressa sem á að leysa allt mögulegt. Dæmið er miklu, miklu flóknara en það og það vitum við öll,“ segir Björg. Stórnotendur eigi ekki heima á almennum markaði Hún segir hættu á því að stórnotendur komi inn á þann orkumarkað heimilanna og smærri fyrirtækja og tekur til dæmis gagnaver og rafmyntaframleiðslu. Sigurður segir þó umsvif orkunotkunar gagnavera hafa dregist saman um 40 prósent á síðastliðnum sjö árum og að rafmyntaframleiðsla sé á útleið á Íslandi. Björg segir nauðsynlegt að orkuöryggi almennings sé tryggt og að það sé ekki gert nema að hemil verði komið á verðlagið. Sigurður segir Samtök iðnaðarins hafa áhyggjur af því að lagasetning komi til með að hafa ófyrirséð áhrif. „Við höfum í sjálfu sér ekki tekið afstöðu til þess nákvæmlega hvaða leið eigi að fara en við höfum auðvitað bent á að sú leið sem verði farin má ekki leiða til þess að það komist á einhver skonar ójafnvægi á markaðinn,“ segir Sigurður. Skerðingar á orkunotkun viðameiri með hverju árinu Sigurður segir það liggja fyrir að virkja þurfi meira. „Það er of lítið framleitt. Það er sannarlega þannig. Við erum ekki að sjá nýja stórnotendur að koma inn á markaðinn. Framboðið hefur bara ekki fylgt veksti og viðgangi samfélagsins,“ segir hann. Minnst tvö ár séu í að orkuframleiðsla hefjist í Búrfellslundi og enn lengur í að Hvammsvirkjun verði tekin í gagnið. „Þannig við verðum því miður í erfiðri stöðu þangað til,“ segir Sigurður. Skerðingar á orkunotkun verða viðameiri með hverju árinu sem framleiðsla sé ekki aukin, að sögn Sigurðar, og mikilvægt sé að bregðast tímanlega við. „Skerðingar voru fyrir 3 eða 4 árum fyrst fyrir alvöru. Þá var talað um það að þetta væri tilfallandi út af lélegum vatnsárum. En einhverra hluta vegna hafa þessar skerðingar verið á hverju einasta ári og þær verða viðameiri með tímanum. Kostnaðurinn við þetta er mikill. Við mátum það að síðasta vetur hefðu tapaðar útflutningstekjur numið 14 til 17 milljörðum. Gætu orðið meiri núna í vetur. Þetta skiptir okkur máli. Svo er það sú staðreynd að verð til almennings er að hækka,“ segir hann. Stóriðjan stundi hræðsluáróður Björg segir auðvelt fyrir stóriðjuna að hræða almenning með umræðu um yfirvofandi orkuskort. „Það getur alveg verið að það séu hagsmunir þeirra sem vilja virkja endalaust að hræða almenning með þessum orkuskorti vegna þess að virkjanavilji almennings hlýtur að vaxa í jöfnu hlutfalli við það að manni sé sagt að maður fái bara ekki orku,“ segir hún. Sigurður segir að lausnin liggi augum uppi. „Lausnin við því hlýtur að vera sú að virkja meira. Við erum ekki að finna upp á því í þessum þætti hvernig lögmál framboðs og eftirspurnar virki,“ segir hann. „Við þurfum einstöku sinnum að standa skil á fleiri hlutum en bara því,“ segir Björg þá.
Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira