Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. desember 2024 21:00 Þessi mynd er tekin yfir Randolph í New Jersey miðvikudaginn 4. desember. Flygildi sést bera við himininn ofarlega til vinstri. TMX/AP Íbúar í New Jersey furða sig á dularfullum flygildum sem lýst hafa upp næturhimininn yfir ríkinu undanfarnar vikur. Stjórnvöld segja ekkert benda til þess að hætta sé á ferðum - en hafa ekki náð að stöðva samsæriskenningar, sem náð hafa miklu flugi. Nær mánuður er síðan fregnir hófu að berast af flygildunum, sem gjarnan birtast nokkur saman og úr fjarska virðast þau helst líkjast fjarstýrðum drónum. Þau sáust fyrst yfir Raritan-ánni í New Jersey, á sem rennur í eitt stærsta vatnsból ríkisins. Flygildin skutu svo upp kollinum víðar, meðal annars í grennd við rannsóknarstöð Bandaríkjahers og nálægt golfvelli í eigu Donalds Trump. Sjá má myndskeið sem almenningur hefur tekið af hinum meintu drónum í fréttinni hér fyrir neðan. Skilja hvorki upp né niður í flygildunum Íbúar sem fylgst hafa með flygildunum urðu fljótt forviða. „Þetta olli mér engum áhyggjum í fyrstu. Ég pældi ekkert í þessu þangað til þeir fóru að birtast á hverju kvöldi, á sama tíma, á sama stað. Ég hugsaði því með mér að þarna hlyti að vera í gangi einhvers konar heræfing,“ segir Trisha Bushey frá Clinton í New Jersey. Christopher Stadulis, nágranni hennar í Clinton og sérlegur sérfræðingur í drónum að sögn AP-fréttaveitunnar sem ræðir við þau bæði, telur ljóst að ekki sé allt með felldu. „Það blasir við að þetta eru ekki venjulegar flugvélar. Hér á þessu svæði er ekki svona mikil flugumferð. Þannig að það lítur út fyrir að sum þessar flygilda séu loftför sem ekki er hægt að gera grein fyrir,“ segir Stadulis. Samsæriskenningar fá byr undir báða vængi Alvara færðist svo í leikinn í vikunni þegar stjórnvöld staðfestu að þau væru með málið á sínu borði og tækju það föstum tökum. John Kirby talsmaður þjóðaröryggisráðs sagði á blaðamannafundi í vikunni að ýmislegt benti til þess að mörg flygildanna væru mönnuð loftför í fullum rétti í bandarískri lofthelgi. „Ef upplýsingar berast sem breyta þeirri skilgreiningu, þá, almáttugur minn, verðið þið [fréttamenn] þau fyrstu sem við hnippum í. En eins og staðan er núna bendir ekkert til þess að hér séu á ferðinni hættuleg, erlend afskipti, eða nokkuð glæpsamlegt yfir höfuð,“ sagði Kirby. Íbúum, sem og ráðamönnum, í New Jersey þykir þó enn mörgum spurningum ósvarað í málinu, sem alríkislögreglan og heimavarnaráðuneytið eru með til rannsóknar. Og fjölbreyttar samsæriskenningar hafa náð flugi þó að stjórnvöld vísi þeim öllum á bug, enginn fótur sé fyrir þeim. Sumir telja drónana á vegum íransks móðurskips á Atlantshafi (ekkert slíkt skip er á þeim slóðum) og aðrir telja að flygildin séu á vegum leyniþjónustunnar til að gæta áðurnefnds golfvallar Trumps. Hann gaf sjálfur samsæriskenningum byr undir báða vængi á samfélagsmiðlum í gær. „Upplýsið almenning, tafarlaust. Að öðrum kosti, skjótið drónana niður!!!“, skrifaði hinn verðandi forseti á Truth Social. Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Sjá meira
Nær mánuður er síðan fregnir hófu að berast af flygildunum, sem gjarnan birtast nokkur saman og úr fjarska virðast þau helst líkjast fjarstýrðum drónum. Þau sáust fyrst yfir Raritan-ánni í New Jersey, á sem rennur í eitt stærsta vatnsból ríkisins. Flygildin skutu svo upp kollinum víðar, meðal annars í grennd við rannsóknarstöð Bandaríkjahers og nálægt golfvelli í eigu Donalds Trump. Sjá má myndskeið sem almenningur hefur tekið af hinum meintu drónum í fréttinni hér fyrir neðan. Skilja hvorki upp né niður í flygildunum Íbúar sem fylgst hafa með flygildunum urðu fljótt forviða. „Þetta olli mér engum áhyggjum í fyrstu. Ég pældi ekkert í þessu þangað til þeir fóru að birtast á hverju kvöldi, á sama tíma, á sama stað. Ég hugsaði því með mér að þarna hlyti að vera í gangi einhvers konar heræfing,“ segir Trisha Bushey frá Clinton í New Jersey. Christopher Stadulis, nágranni hennar í Clinton og sérlegur sérfræðingur í drónum að sögn AP-fréttaveitunnar sem ræðir við þau bæði, telur ljóst að ekki sé allt með felldu. „Það blasir við að þetta eru ekki venjulegar flugvélar. Hér á þessu svæði er ekki svona mikil flugumferð. Þannig að það lítur út fyrir að sum þessar flygilda séu loftför sem ekki er hægt að gera grein fyrir,“ segir Stadulis. Samsæriskenningar fá byr undir báða vængi Alvara færðist svo í leikinn í vikunni þegar stjórnvöld staðfestu að þau væru með málið á sínu borði og tækju það föstum tökum. John Kirby talsmaður þjóðaröryggisráðs sagði á blaðamannafundi í vikunni að ýmislegt benti til þess að mörg flygildanna væru mönnuð loftför í fullum rétti í bandarískri lofthelgi. „Ef upplýsingar berast sem breyta þeirri skilgreiningu, þá, almáttugur minn, verðið þið [fréttamenn] þau fyrstu sem við hnippum í. En eins og staðan er núna bendir ekkert til þess að hér séu á ferðinni hættuleg, erlend afskipti, eða nokkuð glæpsamlegt yfir höfuð,“ sagði Kirby. Íbúum, sem og ráðamönnum, í New Jersey þykir þó enn mörgum spurningum ósvarað í málinu, sem alríkislögreglan og heimavarnaráðuneytið eru með til rannsóknar. Og fjölbreyttar samsæriskenningar hafa náð flugi þó að stjórnvöld vísi þeim öllum á bug, enginn fótur sé fyrir þeim. Sumir telja drónana á vegum íransks móðurskips á Atlantshafi (ekkert slíkt skip er á þeim slóðum) og aðrir telja að flygildin séu á vegum leyniþjónustunnar til að gæta áðurnefnds golfvallar Trumps. Hann gaf sjálfur samsæriskenningum byr undir báða vængi á samfélagsmiðlum í gær. „Upplýsið almenning, tafarlaust. Að öðrum kosti, skjótið drónana niður!!!“, skrifaði hinn verðandi forseti á Truth Social.
Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Sjá meira