Mangione er sagður hafa skrifað um það hvernig hann gæti farið á ráðstefnu „baunateljara“ og myrt þar forstjóra. Hann er grunaður um að hafa skotið Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthCare á árlegri fjárfestaráðstefnu í New York í síðustu viku.
„Hvað gerir þú? Þú kálar forstjóranum á hinni árlegu ráðstefnu sníkjudýra baunateljara. Það er hnitmiðað, nákvæmt og setur ekki saklausa í hættu.“
Þetta er meðal þess sem hann skrifaði í bókin, samkvæmt heimildarmönnum New York Times.
Mangione, sem er 26 ára gamall, hefur verið ákærður í Pennsylvaníu, þar sem hann var handtekinn, fyrir skjalafals og brot á vopnalögum, svo eitthvað sé nefnt, en hann var handtekinn með þrívíddarprentaða byssu, hljóðdeyfi og fölsuð skilríki sem hann reyndi að framvísa.
Þá var hann einnig með handskrifaða yfirlýsingu þar sem hann er sagður hafa skrifað hvað honum gekk til þegar hann myrti forstjórann. Þar á hann að hafa skrifað að „þessi sníkjudýr“ ættu þetta skilið.
Hann hefur einnig verið ákærður fyrir morðið í New York. Til stendur að framselja hann til New York en hann er að reyna að stöðva það.