Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Árni Sæberg skrifar 10. desember 2024 17:01 Kristrún segir stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir segir liggja fyrir að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. Við stjórnarmyndunarviðræður nú sé mikil áhersla lögð á efnahagsmálin. Búið sé að setja fram nokkuð stífan afkomuramma í viðræðunum. Kristrún bauð upp á viðtöl í lok vinnudags í þinginu í dag þar sem stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins héldu áfram. Þrír vinnuhópar voru að störfum í dag. „Við erum allar að vinna með það markmið að ná að klára þetta. Við höfum sett mikla vinnu í þetta, við erum að skella fram frekar stífum afkomuramma, vegna þess að við erum meðvitaðar um stöðu efnahagsmála. Vinnuhópar fóru af stað í dag,“ segir Kristrún. Heimir Már Pétursson ræddi við hana. Ræddu afkomuhorfurnar Kristrún segir að vinnuhópar ræði aðallega stóru málin þar sem vitað sé að framþróun og breytingar séu nauðsynlegar. Í dag hafi afkomuhorfurnar, húsnæðismálin og heilbrigðismálin verið rædd. „Þetta eru risastórir málaflokka og við ætlum ekki að fá útfærslu út í einhver algjör smáatriði en stóru línurnar verða að liggja fyrir.“ Í dag greindi fjármála- og efnahagsráðuneytið frá því að afkomuhorfur þjóðarbúsins hefði versnað. Einhver muni þurfa að gefa eftir Kristrún segir ljóst að einhver muni þurfa að gefa eftir einhvers staðar þegar þrír flokkar reyna að mynda ríkisstjórn. Nú sé unnið að því að finna hvar svigrúmið sé, hvar flokkarnir séu sammála, hvar þurfi að liðka til. „Við erum að reyna að fara inn í þetta lausnamiðaðar, finna sameiginlega fleti og einbeita okkur að því sem skiptir mestu máli. En það er útgangspunkturinn í þessum vinnuhópum, að finna hvernig við getum unnið okkur áfram þar sem eru álitamál. Við viljum gjarnan gera það.“ Þurfi að passa sig Kristrún segir að það liggi alveg fyrir að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. „Fyrst og fremst er það vegna þess efnahagsstaðan er lakari, það eru hægari umsvif í hagkerfinu, meðal annars vegna þess að vextir hafa verið svo gríðarlega háir að þeir hafa haldið niðri fjárfestingu og umsvifum. Þetta þýðir að við þurfum að passa okkur betur hvernig við högum stöðu ríkisfjármála og vali aðgerða. En við tökum þessu mjög alvarlega. Við erum tilbúnar í þetta verkefni og ég held að það megi líka horfa á það með ákveðnum bjartsýnisaugum á að mögulega sé nýtt fólk að fara að taka við sem er tilbúið að taka ákvarðanir sem fyrri ríkisstjórn treysti sér ekki í.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Tengdar fréttir Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01 Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. 6. desember 2024 09:44 Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn. 5. desember 2024 11:38 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Kristrún bauð upp á viðtöl í lok vinnudags í þinginu í dag þar sem stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins héldu áfram. Þrír vinnuhópar voru að störfum í dag. „Við erum allar að vinna með það markmið að ná að klára þetta. Við höfum sett mikla vinnu í þetta, við erum að skella fram frekar stífum afkomuramma, vegna þess að við erum meðvitaðar um stöðu efnahagsmála. Vinnuhópar fóru af stað í dag,“ segir Kristrún. Heimir Már Pétursson ræddi við hana. Ræddu afkomuhorfurnar Kristrún segir að vinnuhópar ræði aðallega stóru málin þar sem vitað sé að framþróun og breytingar séu nauðsynlegar. Í dag hafi afkomuhorfurnar, húsnæðismálin og heilbrigðismálin verið rædd. „Þetta eru risastórir málaflokka og við ætlum ekki að fá útfærslu út í einhver algjör smáatriði en stóru línurnar verða að liggja fyrir.“ Í dag greindi fjármála- og efnahagsráðuneytið frá því að afkomuhorfur þjóðarbúsins hefði versnað. Einhver muni þurfa að gefa eftir Kristrún segir ljóst að einhver muni þurfa að gefa eftir einhvers staðar þegar þrír flokkar reyna að mynda ríkisstjórn. Nú sé unnið að því að finna hvar svigrúmið sé, hvar flokkarnir séu sammála, hvar þurfi að liðka til. „Við erum að reyna að fara inn í þetta lausnamiðaðar, finna sameiginlega fleti og einbeita okkur að því sem skiptir mestu máli. En það er útgangspunkturinn í þessum vinnuhópum, að finna hvernig við getum unnið okkur áfram þar sem eru álitamál. Við viljum gjarnan gera það.“ Þurfi að passa sig Kristrún segir að það liggi alveg fyrir að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. „Fyrst og fremst er það vegna þess efnahagsstaðan er lakari, það eru hægari umsvif í hagkerfinu, meðal annars vegna þess að vextir hafa verið svo gríðarlega háir að þeir hafa haldið niðri fjárfestingu og umsvifum. Þetta þýðir að við þurfum að passa okkur betur hvernig við högum stöðu ríkisfjármála og vali aðgerða. En við tökum þessu mjög alvarlega. Við erum tilbúnar í þetta verkefni og ég held að það megi líka horfa á það með ákveðnum bjartsýnisaugum á að mögulega sé nýtt fólk að fara að taka við sem er tilbúið að taka ákvarðanir sem fyrri ríkisstjórn treysti sér ekki í.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Tengdar fréttir Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01 Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. 6. desember 2024 09:44 Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn. 5. desember 2024 11:38 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01
Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. 6. desember 2024 09:44
Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn. 5. desember 2024 11:38