Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2024 10:35 Fjöldi fólks hefur reynt að finna fjölskyldumeðlimi sína eða upplýsingar um þá í Saydnaya fangelsinu. AP/Hussein Malla Þegar ríkisstjórn Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, féll streymdu þúsundir manna til hins alræmda fangelsis Saydnaya norður af Damaskus, höfuðborg landsins. Þar reyndi fólkið að finna fjölskyldumeðlimi sína sem hafa horfið á undanförnum áratugum eða upplýsingar um örlög þeirra. Saydnaya hefur um árabil gengið undir nafninu „Sláturhúsið“ en þar er talið að Assad-liðar hafi látið tugi þúsunda manna „hverfa“. Aðgerðasinnar og andstæðingar Assad-fjölskyldunnar hafa verið fluttir þangað, og til annarra alræmdra fangelsa í Sýrlandi, í massavís í gegnum árin þar sem þeir hafa verið pyntaðir og myrtir í dýflissum, sem grafnar voru djúpt í jörðu. Mannréttindasamtökin Amnesty International telja að allt að þrettán þúsund manns hafi verið hengdir í Saydnaya frá árunum 2011 til 2015. Fréttakona CNN ræddi við Maysoon Labut sem fór til Saydnaya á mánudaginn í leit að þremur bræðrum sínum og tengdasyni. Orðrómur var þá á kreiki um að enn væri ekki búið að opna dýpstu kima fangelsisins og þar mætti finna fjölda fólks sem hefði verið handtekið af Assad-liðum í gegnum árin. Ekkert slíkt svæði hefur fundist og hefur öllum föngum verið sleppt. Einn aðgerðasinni sagði í samtali við CNN að áætlað væri að um þrjú þúsund manns hafi verið sleppt úr fangelsinu. Margra er þó enn saknað og leitar fólk í von og óvon að upplýsingum um þá í gagnasöfnum fangelsisins. Fólk hefur einnig lesið veggjakrot í klefum fangelsisins í leit að nöfnum fjölskyldumeðlima. CNN's @clarissaward reports from inside Syria's Saydnaya prison, dubbed the 'human slaughterhouse' by Amnesty International, as family members desperately search for records of loved ones.Watch her full report here https://t.co/KfwOqDmaso pic.twitter.com/TXYgjxdDUS— Lauren Cone (@LConeCNN) December 10, 2024 Tugir þúsunda hafa horfið Ríkisstjórn Assads stundaði það lengi að láta fólk hverfa en slíkum tilfellum fjölgaði mjög um 2011, þegar andóf gegn ríkisstjórninni jókst. Pyntingar voru tíðar og eins og áður hefur komið fram hefur mikið af þessu fólki horfið alfarið. Wall Street Journal hefur eftir mannréttindasamtökunum Syrian Network for Human Rights að frá 2011 sé talið að rúmlega 96 þúsund manns hafi horfið í fangelsakerfi Sýrlands. Þar af margir í Saydnaya. Fólk hefur gramsað í skjölum í fangelsinu og lesið veggjakrot, í leit að upplýsingum.AP/Hussein Malla Þá hefur mörgum verið sleppt úr fangelsum á undanförnum dögum og hafa nokkrir þeirra verið áratugi í fangelsi. Í minnst einu tilfelli hafði maður setið í fangelsi í 43 ár en hann var handtekinn þegar Hafez al-Assad, faðir Bashar, var við völd. BBC segir frá tveimur mönnum sem fundust í Saydnaya sem gátu ekki svarað spurningum fólks um hvað þeir hétu né hversu lengi þeir hefðu verið í haldi. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Al Jazeera frá því gærkvöldi um leit fólks að fjölskyldumeðlimum í Saydnaya og öðrum fangelsum. 🚨🚨🚨🚨One of the Syrian detainees released in recent days spent 40 years in prison. He has lost his memory and suffers from mental issues due to the extreme and horrific torture he endured. Share this tweet and let the world know why we have not backed down an inch in… pic.twitter.com/VCyRFj3z3o— Omar Abu Layla (@OALD24) December 9, 2024 Sýrland Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Sjá meira
Saydnaya hefur um árabil gengið undir nafninu „Sláturhúsið“ en þar er talið að Assad-liðar hafi látið tugi þúsunda manna „hverfa“. Aðgerðasinnar og andstæðingar Assad-fjölskyldunnar hafa verið fluttir þangað, og til annarra alræmdra fangelsa í Sýrlandi, í massavís í gegnum árin þar sem þeir hafa verið pyntaðir og myrtir í dýflissum, sem grafnar voru djúpt í jörðu. Mannréttindasamtökin Amnesty International telja að allt að þrettán þúsund manns hafi verið hengdir í Saydnaya frá árunum 2011 til 2015. Fréttakona CNN ræddi við Maysoon Labut sem fór til Saydnaya á mánudaginn í leit að þremur bræðrum sínum og tengdasyni. Orðrómur var þá á kreiki um að enn væri ekki búið að opna dýpstu kima fangelsisins og þar mætti finna fjölda fólks sem hefði verið handtekið af Assad-liðum í gegnum árin. Ekkert slíkt svæði hefur fundist og hefur öllum föngum verið sleppt. Einn aðgerðasinni sagði í samtali við CNN að áætlað væri að um þrjú þúsund manns hafi verið sleppt úr fangelsinu. Margra er þó enn saknað og leitar fólk í von og óvon að upplýsingum um þá í gagnasöfnum fangelsisins. Fólk hefur einnig lesið veggjakrot í klefum fangelsisins í leit að nöfnum fjölskyldumeðlima. CNN's @clarissaward reports from inside Syria's Saydnaya prison, dubbed the 'human slaughterhouse' by Amnesty International, as family members desperately search for records of loved ones.Watch her full report here https://t.co/KfwOqDmaso pic.twitter.com/TXYgjxdDUS— Lauren Cone (@LConeCNN) December 10, 2024 Tugir þúsunda hafa horfið Ríkisstjórn Assads stundaði það lengi að láta fólk hverfa en slíkum tilfellum fjölgaði mjög um 2011, þegar andóf gegn ríkisstjórninni jókst. Pyntingar voru tíðar og eins og áður hefur komið fram hefur mikið af þessu fólki horfið alfarið. Wall Street Journal hefur eftir mannréttindasamtökunum Syrian Network for Human Rights að frá 2011 sé talið að rúmlega 96 þúsund manns hafi horfið í fangelsakerfi Sýrlands. Þar af margir í Saydnaya. Fólk hefur gramsað í skjölum í fangelsinu og lesið veggjakrot, í leit að upplýsingum.AP/Hussein Malla Þá hefur mörgum verið sleppt úr fangelsum á undanförnum dögum og hafa nokkrir þeirra verið áratugi í fangelsi. Í minnst einu tilfelli hafði maður setið í fangelsi í 43 ár en hann var handtekinn þegar Hafez al-Assad, faðir Bashar, var við völd. BBC segir frá tveimur mönnum sem fundust í Saydnaya sem gátu ekki svarað spurningum fólks um hvað þeir hétu né hversu lengi þeir hefðu verið í haldi. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Al Jazeera frá því gærkvöldi um leit fólks að fjölskyldumeðlimum í Saydnaya og öðrum fangelsum. 🚨🚨🚨🚨One of the Syrian detainees released in recent days spent 40 years in prison. He has lost his memory and suffers from mental issues due to the extreme and horrific torture he endured. Share this tweet and let the world know why we have not backed down an inch in… pic.twitter.com/VCyRFj3z3o— Omar Abu Layla (@OALD24) December 9, 2024
Sýrland Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Sjá meira