Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Jón Þór Stefánsson skrifar 9. desember 2024 22:06 Konan var ekin niður á bílastæði skólans. Myndin er úr safni. Getty Tryggingafélagið VÍS, Vátryggingafélag Íslands, hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu konu sem fór fram á að félagið myndi greiða henni tæplega 6,5 milljónir króna, auk vaxta, vegna slyss sem hún varð fyrir. Konan vildi raunar fá tæplega ellefu milljónir, en hafði þegar fengið 4,6 milljónir greiddar. Slysið sem málið varðar átti sér stað í byrjun marsmánaðar 2019 á bílastæði skóla þar sem konan stundaði nám í bílamálun og bifreiðasmíði. Bíl skólafélaga hennar var ekið á hana. Hún fór upp á vélarhlíf bílsins og féll síðan af honum á götuna. Konan fékk högg á hné og áverka á mjóbaki og mjöðm. Óumdeilt var í málinu að hún hafði hlotið áverka í slysinu sem hafa valdið varanlegu líkamstjóni og það hafi skert getu hennar til að afla tekna til framtíðar. En samkvæmt matsgerð var varanleg örorka hennar sjö prósent. Í matsgerðinni var lagt til grundvallar að hefði konan ekki lent í slysinu hefði hún lokið náminu og nýtt sér þá menntun til að afla tekna. Þegar matgerðin var gerð hafði konan ekki komist á samning eftir að hafa lokið bóklegu námi. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykajvíkur.Vísir/Vilhelm Matsmenn komust að þeirri niðurstöðu að vegna skerðingar á álagsgetu og úthaldsþoli gæti starf við bílamálun og bifreiðasmíði verið erfitt þar sem það getur verið líkamlega krefjandi. Í stefnu konunnar vildi hún fá greiðslur bóta fyrir varanlega örorku en útreikningur bótafjárhæðarinnar var miðaður við meðaltekjur iðnmenntaðra við blikksmíði og plötusmíði árið 2019. Hún sagði rétt að taka mið af þessu þar sem námslök hennar í faginu voru fyrirsjáanleg. VÍS taldi svo ekki vera. Fram kemur í dómi héraðsdóms að konan hafi verið búin með 118 einingar af 129 í bóklegum hluta námsins í bifreiðasímiði, en hún hafði ekki hafið starfsþjálfun sem telur níutíu einingar. Hún var því í heildina búin með 54 prósent tilskilinna eininga. Það var niðurstaða héraðsdóms að námslok konunnar hefðu ekki verið fyrirsjáanleg á slysdegi. Því var VÍS sýknað af kröfum konunnar. Dómsmál Tryggingar Skóla- og menntamál Bílar Bílastæði Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Slysið sem málið varðar átti sér stað í byrjun marsmánaðar 2019 á bílastæði skóla þar sem konan stundaði nám í bílamálun og bifreiðasmíði. Bíl skólafélaga hennar var ekið á hana. Hún fór upp á vélarhlíf bílsins og féll síðan af honum á götuna. Konan fékk högg á hné og áverka á mjóbaki og mjöðm. Óumdeilt var í málinu að hún hafði hlotið áverka í slysinu sem hafa valdið varanlegu líkamstjóni og það hafi skert getu hennar til að afla tekna til framtíðar. En samkvæmt matsgerð var varanleg örorka hennar sjö prósent. Í matsgerðinni var lagt til grundvallar að hefði konan ekki lent í slysinu hefði hún lokið náminu og nýtt sér þá menntun til að afla tekna. Þegar matgerðin var gerð hafði konan ekki komist á samning eftir að hafa lokið bóklegu námi. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykajvíkur.Vísir/Vilhelm Matsmenn komust að þeirri niðurstöðu að vegna skerðingar á álagsgetu og úthaldsþoli gæti starf við bílamálun og bifreiðasmíði verið erfitt þar sem það getur verið líkamlega krefjandi. Í stefnu konunnar vildi hún fá greiðslur bóta fyrir varanlega örorku en útreikningur bótafjárhæðarinnar var miðaður við meðaltekjur iðnmenntaðra við blikksmíði og plötusmíði árið 2019. Hún sagði rétt að taka mið af þessu þar sem námslök hennar í faginu voru fyrirsjáanleg. VÍS taldi svo ekki vera. Fram kemur í dómi héraðsdóms að konan hafi verið búin með 118 einingar af 129 í bóklegum hluta námsins í bifreiðasímiði, en hún hafði ekki hafið starfsþjálfun sem telur níutíu einingar. Hún var því í heildina búin með 54 prósent tilskilinna eininga. Það var niðurstaða héraðsdóms að námslok konunnar hefðu ekki verið fyrirsjáanleg á slysdegi. Því var VÍS sýknað af kröfum konunnar.
Dómsmál Tryggingar Skóla- og menntamál Bílar Bílastæði Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira