Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2024 15:30 Vargöld hefur leikið íbúa Haítí grátt um árabil. AP/Odelyn Joseph Að minnsta kosti 110 manns voru myrtir í einhverju fátækasta hverfi Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, í nýlegu ódæði. Glæpamenn eru sagðir hafa myrt fólkið eftir að leiðtogi glæpagengis varð sannfærður um að galdrar hefðu valdið banvænum veikindum sonar hans. Mannréttindasamtök segja ódæðið hafa byrjað í hverfinu á föstudaginn og mun það hafa beinst sérstaklega að eldra fólki sem grunað er um að hafa stundað vúdú. New York Times hefur þetta eftir forsvarsmönnum nokkurra mannréttindasamtaka frá Haítí. Íbúar Haítí hafa staðið fyrir mikilli vargöld á undanförnum árum og hafa hömlulausir glæpamenn myrt fjölmarga og framið fjölda ofbeldisbrota. Gengi stjórna til að mynda nær allri höfuðborginni. Sjá einnig: Vargöldin á Haítí versnar hratt Forsvarsmenn áðurnefndra mannréttindasamtaka segja Monel Felix, sem leiðir eitt af glæpagengjum Haítí, hafa skipað mönnum sínum að finna nornir og galdrakarla og myrða þau. Var það eftir að prestur sagði honum að veikindi sonar hans væru göldrum að kenna. Barnið dó á laugardagskvöldið. Að minnsta kosti sextíu manns voru myrtir með sveðjum og hnífum á föstudaginn. Á laugardaginn voru svo fimmtíu myrtir til viðbótar. Langflest fórnarlömbin voru eldri en sextíu ára. Ungt fólk var líka myrt og í þeim tilfellum voru flestir að reyna að aðstoða eldra fólk sem myrt var af glæpamönnunum. Mörg lík voru brennd út á götu og þykir líklegt að tala látinna muni hækka. Blaðamaður NYT ræddi við íbúa í hverfinu sem staðfesti að morðin hefðu byrjað á föstudagskvöld og beinst að fólki sem átti að leggja stund á vúdú. Í einhverjum tilfellum voru fimm til sex myrtir á heimili. Vúdú er í raun trúarbrögð sem fylgdi þrælum frá Afríku til Haítí. Nánar má lesa um vúdú hér á Vísindavefnum. Talið er að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Felix skipar glæpamönnum undi hans stjórn að myrða eldra fólk sem talið er stunda vúdú. Haítí Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira
Mannréttindasamtök segja ódæðið hafa byrjað í hverfinu á föstudaginn og mun það hafa beinst sérstaklega að eldra fólki sem grunað er um að hafa stundað vúdú. New York Times hefur þetta eftir forsvarsmönnum nokkurra mannréttindasamtaka frá Haítí. Íbúar Haítí hafa staðið fyrir mikilli vargöld á undanförnum árum og hafa hömlulausir glæpamenn myrt fjölmarga og framið fjölda ofbeldisbrota. Gengi stjórna til að mynda nær allri höfuðborginni. Sjá einnig: Vargöldin á Haítí versnar hratt Forsvarsmenn áðurnefndra mannréttindasamtaka segja Monel Felix, sem leiðir eitt af glæpagengjum Haítí, hafa skipað mönnum sínum að finna nornir og galdrakarla og myrða þau. Var það eftir að prestur sagði honum að veikindi sonar hans væru göldrum að kenna. Barnið dó á laugardagskvöldið. Að minnsta kosti sextíu manns voru myrtir með sveðjum og hnífum á föstudaginn. Á laugardaginn voru svo fimmtíu myrtir til viðbótar. Langflest fórnarlömbin voru eldri en sextíu ára. Ungt fólk var líka myrt og í þeim tilfellum voru flestir að reyna að aðstoða eldra fólk sem myrt var af glæpamönnunum. Mörg lík voru brennd út á götu og þykir líklegt að tala látinna muni hækka. Blaðamaður NYT ræddi við íbúa í hverfinu sem staðfesti að morðin hefðu byrjað á föstudagskvöld og beinst að fólki sem átti að leggja stund á vúdú. Í einhverjum tilfellum voru fimm til sex myrtir á heimili. Vúdú er í raun trúarbrögð sem fylgdi þrælum frá Afríku til Haítí. Nánar má lesa um vúdú hér á Vísindavefnum. Talið er að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Felix skipar glæpamönnum undi hans stjórn að myrða eldra fólk sem talið er stunda vúdú.
Haítí Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira