Vargöldin á Haítí versnar hratt Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2024 08:47 Íbúar Port-au-Prince vinna að því að reisa vegartálma til að halda aftur af þungvopnuðum glæpamönnum. AP/Odelyn Joseph Þegar lögregluþjónar frá Kenía mættu til Haítí fyrr á þessu ári voru íbúar ríkisins nokkuð vongóðir um að nú gæti dregið úr gífurlega umfangsmiklu ofbeldi glæpagengja þar. Þær vonir hafa ekki raungerst enn og búa íbúar Haítí enn og aftur við mikla óvissu. Ofbeldið hefur einungis aukist og árásir glæpagengja á fangelsi, lögreglustöðvar og stærsta flugvöll landsins hafa lamað Port-au-Prince, höfuðborg Haítí og hefur krísan þar í landi eingöngu náð nýjum hæðum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Mikil óreiða hefur ríkt á Haítí frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur árið 2021. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu. Ariel Henry, síðasti forsætisráðherrann sem Moise skipaði, sat lengi í embætti forseta en steig til hliðar fyrr á þessu ári. Nýr bráðabirgðaforseti var skipaður af stjórnarráði og hefur hann skipað tvo forsætisráðherra síðan þá. Sá síðasti tók við fyrr í þessum mánuði og hefur hann fengið það erfiða verkefni að reyna að koma skikki á hlutina. Hömlulaus glæpagengi Staðan á Haítí er einstaklega alvarleg og eru hömlulaus glæpagengi orðin gífurlega öflug. Gengi stjórna nærri því allri höfuðborg landsins og mörgum öðrum byggðum þess. Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum. Áætlað er að um sjö hundruð þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín á undanförnum árum vegna ofbeldis glæpamanna og er hungur að verða sífellt meira vandamál meðal ellefu milljóna íbúa Haítí. Lokun flugvallarins í Port-au-Prince hefur verulega dregið úr flæði hjálpargagna. Fyrr í haust myrtu glæpamenn úr einu gengi að minnsta kosti sjötíu manns þegar þeir gengu berserksgang á götum Pont-Sonde og skutu fólk af handahófi. Sérfræðingar sem ræddu við AP fréttaveituna segja ástandið á Haítí, sem hefur séð tímana tvenna, hafi aldrei verið jafn slæmt. Stjórnvöld landsins geti litlu sem engu áorkað og verkefni Sameinuðu þjóðanna sem styður fámenn og vanbúin lögregluembætti á Haítí hafi engan veginn nægt fjármagn. Sameinuðu þjóðirnar segja að í annarri viku nóvember hafi tuttugu þúsund manns þurft að flýja heimili sín í höfuðborginni og að minnsta kosti 150 létu lífið vegna ofbeldisins þar. Vitað er til þess að 4.500 manns hafi verið myrtir á Haítí á þessu ári. Þá tilkynntu Læknar án landamæra (MSF) á dögunum að þeir væru að draga úr starfsemi sinni í Port-au-Prince vegna ógnana frá lögreglunni gegn starfsfólki og sjúklingum samtakanna. Er það í fyrsta sinn í rúm þrjátíu ár sem samtökin grípa til slíkra aðgerða á Haítí. Áætlað er að að minnsta kosti 4.500 manns hafi verið myrtir á Haítí á þessu ári.AP/Odelyn Joseph Í einu tilfelli, þegar sjálfboðaliðar MSF voru að flytja særða menn sem taldir voru vera meðlimir glæpagengis til aðhlynningar, réðst æstur múgur á þá, sprautaði táragasi á þá og voru særðu mennirnir myrtir. AP hefur eftir yfirmanni MSF að um harmleik sé að ræða. Íbúar Haítí hafi verulega takmarkaðan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Fáir lögregluþjónar frá Kenía komnir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti seint í fyrra að senda fjölþjóðlegt lið lögregluþjóna, sem leitt verður af Kenía, til Haítí. Þessi hópur á að hjálpa til við að binda enda á óöldina í landinu og eru á fjórða hundruð lögreglumanna komnir til Haítí. Um 2.500 manns eiga að taka þátt í verkefninu þegar og ef það kemst á fullt skrið. Sjá einnig: Senda fjölþjóðlegt herlið til að kveða niður óöldina á Haítí Sendiherra Kanada á Haítí sagði í samtali við AP að þetta fámenna lið hefði „gert kraftaverk“ á skömmum tíma og þá sérstaklega miðað við umfang vandans sem þeir standa frammi fyrir og hversu fámennt liðið er, enn sem komið er. Lögregluþjónarnir eru sagðir hafa farið í eftirlitsferðir í Port-au-Prince og hefur nýmynduð ríkisstjórn forsætisráðherrans Alix Didier Fils-Aimé gefið út að áhersla verði lögð á að tryggja öryggi með helstu vegum höfuðborgarinnar. Alix Didier Fils-Aime, nýr forsætisráðherra Haítí.AP/Odelyn Joseph Sú yfirlýsing var gefin út á fimmtudaginn, nokkrum dögum eftir að hópur glæpamanna réðst á hverfi þar sem auðugri íbúar höfuðborgarinnar búa. Þá tóku íbúar höndum saman með lögregluþjónum og börðust gegn glæpamönnunum með byssum og sveðjum. Að minnsta kosti 28 glæpamenn voru felldir. Haítí Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu biljóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Ofbeldið hefur einungis aukist og árásir glæpagengja á fangelsi, lögreglustöðvar og stærsta flugvöll landsins hafa lamað Port-au-Prince, höfuðborg Haítí og hefur krísan þar í landi eingöngu náð nýjum hæðum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Mikil óreiða hefur ríkt á Haítí frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur árið 2021. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu. Ariel Henry, síðasti forsætisráðherrann sem Moise skipaði, sat lengi í embætti forseta en steig til hliðar fyrr á þessu ári. Nýr bráðabirgðaforseti var skipaður af stjórnarráði og hefur hann skipað tvo forsætisráðherra síðan þá. Sá síðasti tók við fyrr í þessum mánuði og hefur hann fengið það erfiða verkefni að reyna að koma skikki á hlutina. Hömlulaus glæpagengi Staðan á Haítí er einstaklega alvarleg og eru hömlulaus glæpagengi orðin gífurlega öflug. Gengi stjórna nærri því allri höfuðborg landsins og mörgum öðrum byggðum þess. Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum. Áætlað er að um sjö hundruð þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín á undanförnum árum vegna ofbeldis glæpamanna og er hungur að verða sífellt meira vandamál meðal ellefu milljóna íbúa Haítí. Lokun flugvallarins í Port-au-Prince hefur verulega dregið úr flæði hjálpargagna. Fyrr í haust myrtu glæpamenn úr einu gengi að minnsta kosti sjötíu manns þegar þeir gengu berserksgang á götum Pont-Sonde og skutu fólk af handahófi. Sérfræðingar sem ræddu við AP fréttaveituna segja ástandið á Haítí, sem hefur séð tímana tvenna, hafi aldrei verið jafn slæmt. Stjórnvöld landsins geti litlu sem engu áorkað og verkefni Sameinuðu þjóðanna sem styður fámenn og vanbúin lögregluembætti á Haítí hafi engan veginn nægt fjármagn. Sameinuðu þjóðirnar segja að í annarri viku nóvember hafi tuttugu þúsund manns þurft að flýja heimili sín í höfuðborginni og að minnsta kosti 150 létu lífið vegna ofbeldisins þar. Vitað er til þess að 4.500 manns hafi verið myrtir á Haítí á þessu ári. Þá tilkynntu Læknar án landamæra (MSF) á dögunum að þeir væru að draga úr starfsemi sinni í Port-au-Prince vegna ógnana frá lögreglunni gegn starfsfólki og sjúklingum samtakanna. Er það í fyrsta sinn í rúm þrjátíu ár sem samtökin grípa til slíkra aðgerða á Haítí. Áætlað er að að minnsta kosti 4.500 manns hafi verið myrtir á Haítí á þessu ári.AP/Odelyn Joseph Í einu tilfelli, þegar sjálfboðaliðar MSF voru að flytja særða menn sem taldir voru vera meðlimir glæpagengis til aðhlynningar, réðst æstur múgur á þá, sprautaði táragasi á þá og voru særðu mennirnir myrtir. AP hefur eftir yfirmanni MSF að um harmleik sé að ræða. Íbúar Haítí hafi verulega takmarkaðan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Fáir lögregluþjónar frá Kenía komnir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti seint í fyrra að senda fjölþjóðlegt lið lögregluþjóna, sem leitt verður af Kenía, til Haítí. Þessi hópur á að hjálpa til við að binda enda á óöldina í landinu og eru á fjórða hundruð lögreglumanna komnir til Haítí. Um 2.500 manns eiga að taka þátt í verkefninu þegar og ef það kemst á fullt skrið. Sjá einnig: Senda fjölþjóðlegt herlið til að kveða niður óöldina á Haítí Sendiherra Kanada á Haítí sagði í samtali við AP að þetta fámenna lið hefði „gert kraftaverk“ á skömmum tíma og þá sérstaklega miðað við umfang vandans sem þeir standa frammi fyrir og hversu fámennt liðið er, enn sem komið er. Lögregluþjónarnir eru sagðir hafa farið í eftirlitsferðir í Port-au-Prince og hefur nýmynduð ríkisstjórn forsætisráðherrans Alix Didier Fils-Aimé gefið út að áhersla verði lögð á að tryggja öryggi með helstu vegum höfuðborgarinnar. Alix Didier Fils-Aime, nýr forsætisráðherra Haítí.AP/Odelyn Joseph Sú yfirlýsing var gefin út á fimmtudaginn, nokkrum dögum eftir að hópur glæpamanna réðst á hverfi þar sem auðugri íbúar höfuðborgarinnar búa. Þá tóku íbúar höndum saman með lögregluþjónum og börðust gegn glæpamönnunum með byssum og sveðjum. Að minnsta kosti 28 glæpamenn voru felldir.
Haítí Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu biljóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira