Góð hjartaðir hljómsveitastrákar í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. desember 2024 20:05 Góð hjörtuðu hljómsveitastrákarnir í Hveragerði í hljómsveitinni Slysh. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir eru góð hjartaðir fimmtán og sextán ára strákarnir í Hveragerði, sem hafa ákveðið að halda styrktartónleika fyrir „Sjóðinn góða“ á Suðurlandi, sem er fyrir þá sem minna mega sín í jólamánuðinum og yfir jólin. Nafn hljómsveitarinnar vekur sérstaka athygli. Í kjallara í Hveragerði er æfing hjá hljómsveitinni Slysh, sem skipuð er sex strákum á aldrinum 15 og 16 ára. Hljómsveitin hefur verið að gera það gott, unnið einhverjar hljómsveitakeppnir og varð í þriðja sæti í síðustu Músíktilraunum. Nú er verið að æfa jólalögin á fullu fyrir styrktartónleikana, sem haldnir verða síðdegis fimmtudaginn 12. desember klukkan 18:00 í húsnæði Leikfélags Hveragerðis. „Við byrjuðum fyrir tveimur árum en það var í grunnskólanum en þá vorum við fengnir til að spila á balli í grunnskólum og við höfum ekki snúið aftur eftir það,“ segja þeir þrír úr hljómsveitinni eða þeir Björgvin Svan, Gísli Freyr og Eyvindur Sveinn. Strákarnir segja mikla tilhlökkun fyrir styrktarjólatónleikunum enda rjúki miðarnir út. „Þetta er til styrktar „Sjóðsins góða” því okkur finnst gott að getað gefið aðeins frá okkur. Þetta eru samtök, sem styrkja þá sem eiga minna á jólunum þannig að fólk geti haldið heilög jól eins og hver annar maður,” segir Eyvindur Sveinn. Tónleikarnir fara fram í húsnæði leikfélagsins í Hveragerði en allur ágóði af miðasölu rennur til „Sjóðsins góða“. Miðasala jólatónleikanna fer fram í Shellskálanum í HveragerðiMagnús Hlynur Hreiðarsson En nafnið á hljómsveitinni, Slysh, það vekur nokkra athygli. „Við erum allir slysabörn og þá ákváðum við að skýra okkur slysabörnin en svo ætluðum við að stytta það niður í slys og bættum þá bara einu H-i í endann því það er svo töff,” segir Björgvin Svan hlæjandi. Hveragerði Jól Krakkar Góðverk Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Í kjallara í Hveragerði er æfing hjá hljómsveitinni Slysh, sem skipuð er sex strákum á aldrinum 15 og 16 ára. Hljómsveitin hefur verið að gera það gott, unnið einhverjar hljómsveitakeppnir og varð í þriðja sæti í síðustu Músíktilraunum. Nú er verið að æfa jólalögin á fullu fyrir styrktartónleikana, sem haldnir verða síðdegis fimmtudaginn 12. desember klukkan 18:00 í húsnæði Leikfélags Hveragerðis. „Við byrjuðum fyrir tveimur árum en það var í grunnskólanum en þá vorum við fengnir til að spila á balli í grunnskólum og við höfum ekki snúið aftur eftir það,“ segja þeir þrír úr hljómsveitinni eða þeir Björgvin Svan, Gísli Freyr og Eyvindur Sveinn. Strákarnir segja mikla tilhlökkun fyrir styrktarjólatónleikunum enda rjúki miðarnir út. „Þetta er til styrktar „Sjóðsins góða” því okkur finnst gott að getað gefið aðeins frá okkur. Þetta eru samtök, sem styrkja þá sem eiga minna á jólunum þannig að fólk geti haldið heilög jól eins og hver annar maður,” segir Eyvindur Sveinn. Tónleikarnir fara fram í húsnæði leikfélagsins í Hveragerði en allur ágóði af miðasölu rennur til „Sjóðsins góða“. Miðasala jólatónleikanna fer fram í Shellskálanum í HveragerðiMagnús Hlynur Hreiðarsson En nafnið á hljómsveitinni, Slysh, það vekur nokkra athygli. „Við erum allir slysabörn og þá ákváðum við að skýra okkur slysabörnin en svo ætluðum við að stytta það niður í slys og bættum þá bara einu H-i í endann því það er svo töff,” segir Björgvin Svan hlæjandi.
Hveragerði Jól Krakkar Góðverk Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira