Talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. desember 2024 23:00 Þessar myndir af manninum voru teknar á gistiheimili þar sem hann er talinn hafa gist í aðdraganda morðsins. LÖGREGLAN Í NEW YORK Maður sem er grunaður um að hafa skotið forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York á miðvikudaginn er nú talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu á leið til Atlanta-borgar. Fréttastofa BBC greinir frá. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare var skotinn til bana fyrir utan hótel á Manhattan-eyju í New York borg á miðvikudaginn þar sem Thompson var að halda árlega fjárfestaráðstefnu. Svo virðist sem voðaverkið hafi verið þaulskipulagt en á myndskeiði af atvikinu má sjá manninn bíða eftir Thompson áður en hann skýtur hann í bakið með skammbyssu með hljóðdeyfi. Svo virðist sem maðurinn hafi flúið vettvang á hjóli í Central Park-almenningsgarð þar sem honum tókst að hylja slóð sína. Talið er að maðurinn hafi losað sig við bakpokann sinn í garðinum. Lögreglan í New York leitar nú að bakpoka mannsins í garðinum með hjálp fjölda dróna. Nú er talið að maðurinn hafi farið í rútu skammt frá Times Square skömmu eftir að hann huldi slóð sína í Central Park. Lögreglan í Atlanta hefur boðið fram aðstoð sína. Rútuferð á milli borganna tekur um átján klukkustundir en talið er að árásamaðurinn hafi einnig komið til New York með rútu frá Atlanta þann 24. nóvember eða tíu dögum fyrir voðaverkið. Athygli vekur að ekki sé enn búið að finna árásamanninn en um fimmtán þúsund öryggismyndavélar eru í New York-borg og því erfitt að hverfa sporlaust. Sagt var frá því í gær að morðinginn hefði skrifað á patrónur sem urðu eftir á vettvangi morðsins. Á meðal þess sem hann hafði skrifað voru orðin „Defend“, „delay“ og „deny“ eða „Verja“, „tefja“ og „neita“. Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Launmorð á götum New York Umfangsmikil leit stendur yfir í New York í Bandaríkjunum að manni sem skaut mann til bana fyrir utan hótel á Manhattan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. 4. desember 2024 17:50 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Fréttastofa BBC greinir frá. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare var skotinn til bana fyrir utan hótel á Manhattan-eyju í New York borg á miðvikudaginn þar sem Thompson var að halda árlega fjárfestaráðstefnu. Svo virðist sem voðaverkið hafi verið þaulskipulagt en á myndskeiði af atvikinu má sjá manninn bíða eftir Thompson áður en hann skýtur hann í bakið með skammbyssu með hljóðdeyfi. Svo virðist sem maðurinn hafi flúið vettvang á hjóli í Central Park-almenningsgarð þar sem honum tókst að hylja slóð sína. Talið er að maðurinn hafi losað sig við bakpokann sinn í garðinum. Lögreglan í New York leitar nú að bakpoka mannsins í garðinum með hjálp fjölda dróna. Nú er talið að maðurinn hafi farið í rútu skammt frá Times Square skömmu eftir að hann huldi slóð sína í Central Park. Lögreglan í Atlanta hefur boðið fram aðstoð sína. Rútuferð á milli borganna tekur um átján klukkustundir en talið er að árásamaðurinn hafi einnig komið til New York með rútu frá Atlanta þann 24. nóvember eða tíu dögum fyrir voðaverkið. Athygli vekur að ekki sé enn búið að finna árásamanninn en um fimmtán þúsund öryggismyndavélar eru í New York-borg og því erfitt að hverfa sporlaust. Sagt var frá því í gær að morðinginn hefði skrifað á patrónur sem urðu eftir á vettvangi morðsins. Á meðal þess sem hann hafði skrifað voru orðin „Defend“, „delay“ og „deny“ eða „Verja“, „tefja“ og „neita“.
Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Launmorð á götum New York Umfangsmikil leit stendur yfir í New York í Bandaríkjunum að manni sem skaut mann til bana fyrir utan hótel á Manhattan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. 4. desember 2024 17:50 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Launmorð á götum New York Umfangsmikil leit stendur yfir í New York í Bandaríkjunum að manni sem skaut mann til bana fyrir utan hótel á Manhattan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. 4. desember 2024 17:50