„Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2024 23:53 Tony Radakin, aðmíráll og æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands. AP/Henry Nicholls Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. Tony Radakin, aðmíráll, sagði á ráðstefnu í Lundúnum í dag að í þessum breytta heimi stæðu Vesturlönd frammi fyrir margvíslegum erfiðleikum og vandamálum og að verulega hefði verið grafið undan þeim stoðum sem haldið hafa aftur af ógnum síðustu svokölluðu kjarnorkualda. Þetta er meðal þess sem Radakin sagði í ræðu á ráðstefnu bresku hugveitunnar Royal United Services Institute (RUSI) sem er elsta hugveita heims sem fjallar um hernað og varnarmál. Hugveitan var stofnuð árið 1831 af Arthur Wellesley, hertoganum af Wellington, sem barðist gegn Napóleon á sínum tíma. Margvísleg og samtengd vandamál Radakin lýsti fyrstu kjarnorkuöldinni sem baráttu tveggja ofurvelda, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, en annarri öldinni sem öld afvopnunar og tilrauna til að sporna gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum og hún einkennist af margvíslegum og samtengdum vandamálum,“ sagði Radakin samkvæmt AP fréttaveitunni. Vísaði hann til útbreiðslu kjarnorkuvopna og breyttrar tækni sem gerði óhefðbundnar árásir mögulegar, eins og tölvuárásir. Vilhjálmur Bretaprins fór nýverið á æfingu með breskum hermönnum.AP/Aaron Chown Meðal þeirra ógna sem Vesturlönd standa frammi fyrir að mati Radakin er möguleg notkun Rússa á svokölluðum „taktískum kjarnorkuvopnum“ í Úkraínu, kjarnorkuvopnauppbygging Kínverja, möguleg þróun kjarnorkuvopna í Íran og „reikul“ hegðun Norður-Kóreu. Samhliða þessu hefði tölvuárásum, skemmdarverkum og áróðursherferðum sem ætlað væri að grafa undan stöðugleika á Vesturlöndum fjölgað verulega. Sjá einnig: Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Radakin sagði aukna óreiðu vera að skipta ríkjum heims í þrjá mismunandi hópa. Í einum hópi væru að mestu alræðisríki sem hefðu það markmið að grafa undan alþjóðasamþykktum og stofnunum. Nefndi hann sérstaklega Rússland, Kína, Norður-Kóreu og Íran í þeim hópi. Í öðrum hópnum sagði Radakin að væru „ábyrgar“ þjóðir. Þar væri að mestu um að ræða lýðræðisríki og nokkur alræðisríki, eins og í Mið-Austurlöndum, sem vildu vinna með öðrum til að viðhalda stöðugleika og öryggi í heiminum. Þriðji hópurinn er svo myndaður ríkjum sem reyndu að feta eigin slóðir milli hinna tveggja hópanna. Sagði aukin fjárútlát nauðsynleg Aðmírállinn sagði að ríki Atlantshafsbandalagsins þyrftu að viðhalda yfirburðum sínum á sviði hernaðar til að tryggja fælingarmátt þeirra og til að sigra óvini sína, ef það reynist nauðsynlegt. BBC hefur eftir Radakin að hann hafi kallað eftir auknum fjárútlátum til varnarmála og endurbóta með tilliti til varnarmála í Bretlandi. Ítrekaði hann að kostnaðurinn við varnir og aukinn fælingarmátt væri ávallt minni en kostnaður vegna óstöðugleika og mögulegra átaka. Ráðamenn í Bretlandi hafa heitið því að auka fjárútlát til varnarmála í 2,5 prósent af vergri landsframleiðslu en vilja ekki segja hvenær til standi að ná því markmiði. Slíkt fæli í sér minni peninga til annarra málaflokka eins og menntunar og heilbrigðisþjónustu og þyrfti mikinn pólitískan stuðning, eins og fram kemur í frétt BBC. Þess vegna sagðist Radakin vilja gera bresku þjóðinni grein fyrir þeim ógnum sem hún stendur frammi fyrir. „Skiljum við hvað er í húfi? Erum við nægilega staðföst til að bregðast við?“ Bretland Hernaður NATO Bandaríkin Rússland Kína Íran Norður-Kórea Kjarnorka Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Tony Radakin, aðmíráll, sagði á ráðstefnu í Lundúnum í dag að í þessum breytta heimi stæðu Vesturlönd frammi fyrir margvíslegum erfiðleikum og vandamálum og að verulega hefði verið grafið undan þeim stoðum sem haldið hafa aftur af ógnum síðustu svokölluðu kjarnorkualda. Þetta er meðal þess sem Radakin sagði í ræðu á ráðstefnu bresku hugveitunnar Royal United Services Institute (RUSI) sem er elsta hugveita heims sem fjallar um hernað og varnarmál. Hugveitan var stofnuð árið 1831 af Arthur Wellesley, hertoganum af Wellington, sem barðist gegn Napóleon á sínum tíma. Margvísleg og samtengd vandamál Radakin lýsti fyrstu kjarnorkuöldinni sem baráttu tveggja ofurvelda, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, en annarri öldinni sem öld afvopnunar og tilrauna til að sporna gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum og hún einkennist af margvíslegum og samtengdum vandamálum,“ sagði Radakin samkvæmt AP fréttaveitunni. Vísaði hann til útbreiðslu kjarnorkuvopna og breyttrar tækni sem gerði óhefðbundnar árásir mögulegar, eins og tölvuárásir. Vilhjálmur Bretaprins fór nýverið á æfingu með breskum hermönnum.AP/Aaron Chown Meðal þeirra ógna sem Vesturlönd standa frammi fyrir að mati Radakin er möguleg notkun Rússa á svokölluðum „taktískum kjarnorkuvopnum“ í Úkraínu, kjarnorkuvopnauppbygging Kínverja, möguleg þróun kjarnorkuvopna í Íran og „reikul“ hegðun Norður-Kóreu. Samhliða þessu hefði tölvuárásum, skemmdarverkum og áróðursherferðum sem ætlað væri að grafa undan stöðugleika á Vesturlöndum fjölgað verulega. Sjá einnig: Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Radakin sagði aukna óreiðu vera að skipta ríkjum heims í þrjá mismunandi hópa. Í einum hópi væru að mestu alræðisríki sem hefðu það markmið að grafa undan alþjóðasamþykktum og stofnunum. Nefndi hann sérstaklega Rússland, Kína, Norður-Kóreu og Íran í þeim hópi. Í öðrum hópnum sagði Radakin að væru „ábyrgar“ þjóðir. Þar væri að mestu um að ræða lýðræðisríki og nokkur alræðisríki, eins og í Mið-Austurlöndum, sem vildu vinna með öðrum til að viðhalda stöðugleika og öryggi í heiminum. Þriðji hópurinn er svo myndaður ríkjum sem reyndu að feta eigin slóðir milli hinna tveggja hópanna. Sagði aukin fjárútlát nauðsynleg Aðmírállinn sagði að ríki Atlantshafsbandalagsins þyrftu að viðhalda yfirburðum sínum á sviði hernaðar til að tryggja fælingarmátt þeirra og til að sigra óvini sína, ef það reynist nauðsynlegt. BBC hefur eftir Radakin að hann hafi kallað eftir auknum fjárútlátum til varnarmála og endurbóta með tilliti til varnarmála í Bretlandi. Ítrekaði hann að kostnaðurinn við varnir og aukinn fælingarmátt væri ávallt minni en kostnaður vegna óstöðugleika og mögulegra átaka. Ráðamenn í Bretlandi hafa heitið því að auka fjárútlát til varnarmála í 2,5 prósent af vergri landsframleiðslu en vilja ekki segja hvenær til standi að ná því markmiði. Slíkt fæli í sér minni peninga til annarra málaflokka eins og menntunar og heilbrigðisþjónustu og þyrfti mikinn pólitískan stuðning, eins og fram kemur í frétt BBC. Þess vegna sagðist Radakin vilja gera bresku þjóðinni grein fyrir þeim ógnum sem hún stendur frammi fyrir. „Skiljum við hvað er í húfi? Erum við nægilega staðföst til að bregðast við?“
Bretland Hernaður NATO Bandaríkin Rússland Kína Íran Norður-Kórea Kjarnorka Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent