Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Tómas Arnar Þorláksson og Bjarki Sigurðsson skrifa 27. nóvember 2024 20:19 Börn leika hér lausum hala í Ráðhúsi Reykjavíkur. Móðir segir verkfallið bitna hvað mest á þeim. vísir/vilhelm „Þetta er auðvitað erfiðast og leiðinlegast fyrir blessuð börnin, sem að sakna sinna frábæru kennara og leikskólastarfs og vina sinna. Síðan er þetta almennt séð bara álag, púsl og vesen fyrir barnafjölskyldur sem er örugglega alveg nóg að gera hjá. Maður veit að fólk er virkilega að lenda í vandræðum. Það er fólk að missa vinnu og annað slíkt.“ Þetta segir María Ólafsdóttir, móðir barns sem hefur verið frá leikskóla vegna verkfallsaðgerða leikskóla í fjórar vikur. Kennarar eru á fimmtu viku í verkfalli í kjarabaráttu sinni en eins og sakir standa hefur Kennarasamband Íslands samþykkt aðgerðir í 27 leik- grunn- og menntaskólum um land allt. Sum verkföllin eru tímabundin og önnur ekki. Fjölmiðlabann var lagt á í deilunni á laugardaginn. Samninganefnd kennara og ríkis- og sveitarfélaga funduðu klukkan eitt ásamt ríkissáttasemjara í Karphúsinu í dag. Svo virðist sem að hægur gangur sé í kjaraviðræðum kennara þó að Ástráður Haraldsson hafi lýst því yfir á sunnudaginn að nýr taktur væri í deilunni. Ólafur Hauksson, afi barns á Leikskólanum á Seltjarnarnesi, tekur undir orð Maríu og segir ástandið vera skelfilegt. „Það er ofboðslegt frumhlaup af kennaraforystunni að hafa farið út í þessi verkföll, vitandi það að það var ekki einu sinni umræðugrundvöllur fyrir þessum samningaviðræðum. Núna fyrst eftir fjórar vikur er kominn grundvöllur en það gengur ekkert, gengur hægt og á meðan er þetta bara gífurlegt álag á foreldra, börnin og afa og ömmur, systkini og aðstandendur.“ Hann hvetur Kennarasamband Íslands til að falla frá verkfallinu. María samsynnist því og gagnrýnir aðferðarfræðina og segir verkfallsaðgerðirnar ekki ganga upp. „Hvers vegna að taka ekki eitt skref til baka og bakka aðeins. Hvers vegna má ekki bakka og endurskoða?“ Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Þetta segir María Ólafsdóttir, móðir barns sem hefur verið frá leikskóla vegna verkfallsaðgerða leikskóla í fjórar vikur. Kennarar eru á fimmtu viku í verkfalli í kjarabaráttu sinni en eins og sakir standa hefur Kennarasamband Íslands samþykkt aðgerðir í 27 leik- grunn- og menntaskólum um land allt. Sum verkföllin eru tímabundin og önnur ekki. Fjölmiðlabann var lagt á í deilunni á laugardaginn. Samninganefnd kennara og ríkis- og sveitarfélaga funduðu klukkan eitt ásamt ríkissáttasemjara í Karphúsinu í dag. Svo virðist sem að hægur gangur sé í kjaraviðræðum kennara þó að Ástráður Haraldsson hafi lýst því yfir á sunnudaginn að nýr taktur væri í deilunni. Ólafur Hauksson, afi barns á Leikskólanum á Seltjarnarnesi, tekur undir orð Maríu og segir ástandið vera skelfilegt. „Það er ofboðslegt frumhlaup af kennaraforystunni að hafa farið út í þessi verkföll, vitandi það að það var ekki einu sinni umræðugrundvöllur fyrir þessum samningaviðræðum. Núna fyrst eftir fjórar vikur er kominn grundvöllur en það gengur ekkert, gengur hægt og á meðan er þetta bara gífurlegt álag á foreldra, börnin og afa og ömmur, systkini og aðstandendur.“ Hann hvetur Kennarasamband Íslands til að falla frá verkfallinu. María samsynnist því og gagnrýnir aðferðarfræðina og segir verkfallsaðgerðirnar ekki ganga upp. „Hvers vegna að taka ekki eitt skref til baka og bakka aðeins. Hvers vegna má ekki bakka og endurskoða?“
Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira