Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2024 14:12 Ísraelar hafa varpað þó nokkrum sprengjum á Beirút í dag. Getty/Houssam Shbaro Ísraelski herinn tilkynnti í dag umfangsmiklar loftárásir í Beirút, höfuðborg Líbanon. Þær voru tilkynntar skömmu áður en Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, mun funda með ráðherrum sínum um mögulegt vopnahlé milli Ísraela og Hezbollah-samtakanna. Fjölmiðlar í Ísrael segja líklegt að vopnahléstillaga sem liggur fyrir verði samþykkt. Times of Israel sagði frá því að ísraelski herinn hefði varað íbúa um tuttugu bygginga í úthverfi í sunnanverðri Beirút, þar sem ítök Hezbollah hafa verið mikil í gegnum tíðina. Ísraelski herinn sagði svo í kjölfarið að árásir hefðu verið gerðar með átta orrustuþotum á sjö byggingar þar sem vígamenn Hezbollah eiga að hafa geymt og sýslað með peninga. Þrettán hús sem sprengjum var einnig varpað á eiga að hafa verið notuð sem vopnageymslur, stjórnstöðvar og annað. Herinn birti meðfylgjandi drónamyndband af árásunum í dag. Myndbandið sýnir hvernig sprengjum var varpað á tuttugu skotmörk á um tveimur mínútum. Í stuttu og einföldu máli sagt snýr tillagan að því að Ísraelar hörfi frá suðurhluta Líbanon og að vígamenn Hezbollah geri það einnig á allt að sextíu dögum. Sá hluti landsins er markaður af Litaniá. Sjá einnig: Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ísraelar hafa lengi kvartað yfir því að ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006, sem meinaði vígamönnum Hezbollah eða öðrum vígamönnum að halda til suður af Litaniá í Líbanon, hafi ekki verið framfylgt. Eingöngu líbanski herinn og friðargæsluliðar áttu að mega vera á svæðinu samkvæmt ályktuninni en meðlimir Hezbollah hafa lengi byggt göng og neðanjarðarbyrgi á svæðinu og hafa skotið eldflaugum að Ísrael þaðan. Í suðurhluta Líbanon eru ísraelskir hermenn nú komnir að Litaniá og er það í fyrsta sinn, síðan hermenn réðust fyrst inn í Líbanon fyrr í haust. The IDF's 91st Division has reached the Litani River in the eastern sector of southern Lebanon, as well as the Wadi Saluki area, where the military says troops located dozens of Hezbollah weapons and sites.In Wadi Saluki, troops of the Commando Brigade raided several Hezbollah… pic.twitter.com/btQ7goBPbS— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) November 26, 2024 Varnarmálaráðherra hótar árásum Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, hét því í dag að verði vopnahlé samþykkt muni Ísraelar ekki veigra sér við því að grípa til aðgerða, verði þeir varir við Hezbollah-liða suður af Litaniá. Þetta sagði hann við erindreka Sameinuðu þjóðanna. Katz sagði að hvert hús sem hýsti hryðjuverkamenn yrði jafnað við jörðu og loftárásir yrðu gerðar á Hezbollah-liða á svæðinu. Hann sagði að Ísraelar myndu hafa enga þolinmæði fyrir brotum gegn vopnahléinu. Þá krafðist hann frekari aðgerða friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna á svæðinu, sem kallast UNIFIL. Þeir hefðu engan veginn komið í veg fyrir að Hezbollah-liðar starfi í suðurhluta Líbanon. Forsvarsmenn UNIFIL segja þá ekki eiga að koma í veg fyrir Það sé verkefni hersins að gera það. Her Líbanon er hins vegar langt frá því að vera jafn öflugur og Hezbollah-samtökin. Þúsundir liggja í valnum og rúm milljón á vergangi Ísraelar og Hezbollah, sem njóta stuðnings klerkastjórnar Íran, hafa lengi eldað grátt silfur saman. Átökin þeirra á milli náðu nýjum hæðum þegar Hezbollah-liðar hófu eldflaugaárásir sínar á Ísrael þann 8. október, eftir að Ísraelar hófu árásir á Gasaströndina. Um sextíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín vegna þessara árása. Ísraelar hafa gert umfangsmiklar og mannskæðar loftárásir í Líbanon og gerðu innrás í ríkið fyrr í haust, með því yfirlýsta markmiði að reka Hezbollah-liða frá suðurhluta Líbanon. Að minnsta kosti 3.500 manns liggja í valnum eftir árásir Ísraela í Líbanon, samkvæmt yfirvöldum þar, og rúm milljón manna hafa þurft að flýja heimili sín. Líbanon Ísrael Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Sjö særðust í umfangsmikilli árás Hezbollah á Ísrael í gær en samtökin eru talin hafa skotið um 250 eldflaugum og drónum yfir landamærin. Sumar eldflauganna náðu til Tel Aviv. 25. nóvember 2024 07:08 Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Umfangsmikil loftárás Ísraela í Beirút í Líbanon í nótt jafnaði fjölbýlishús við jörðu. Að minnsta kosti ellefu eru látnir og rúmlega tuttugu særðir en talið er að báðar tölur muni hækka. 23. nóvember 2024 08:34 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Fjölmiðlar í Ísrael segja líklegt að vopnahléstillaga sem liggur fyrir verði samþykkt. Times of Israel sagði frá því að ísraelski herinn hefði varað íbúa um tuttugu bygginga í úthverfi í sunnanverðri Beirút, þar sem ítök Hezbollah hafa verið mikil í gegnum tíðina. Ísraelski herinn sagði svo í kjölfarið að árásir hefðu verið gerðar með átta orrustuþotum á sjö byggingar þar sem vígamenn Hezbollah eiga að hafa geymt og sýslað með peninga. Þrettán hús sem sprengjum var einnig varpað á eiga að hafa verið notuð sem vopnageymslur, stjórnstöðvar og annað. Herinn birti meðfylgjandi drónamyndband af árásunum í dag. Myndbandið sýnir hvernig sprengjum var varpað á tuttugu skotmörk á um tveimur mínútum. Í stuttu og einföldu máli sagt snýr tillagan að því að Ísraelar hörfi frá suðurhluta Líbanon og að vígamenn Hezbollah geri það einnig á allt að sextíu dögum. Sá hluti landsins er markaður af Litaniá. Sjá einnig: Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ísraelar hafa lengi kvartað yfir því að ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006, sem meinaði vígamönnum Hezbollah eða öðrum vígamönnum að halda til suður af Litaniá í Líbanon, hafi ekki verið framfylgt. Eingöngu líbanski herinn og friðargæsluliðar áttu að mega vera á svæðinu samkvæmt ályktuninni en meðlimir Hezbollah hafa lengi byggt göng og neðanjarðarbyrgi á svæðinu og hafa skotið eldflaugum að Ísrael þaðan. Í suðurhluta Líbanon eru ísraelskir hermenn nú komnir að Litaniá og er það í fyrsta sinn, síðan hermenn réðust fyrst inn í Líbanon fyrr í haust. The IDF's 91st Division has reached the Litani River in the eastern sector of southern Lebanon, as well as the Wadi Saluki area, where the military says troops located dozens of Hezbollah weapons and sites.In Wadi Saluki, troops of the Commando Brigade raided several Hezbollah… pic.twitter.com/btQ7goBPbS— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) November 26, 2024 Varnarmálaráðherra hótar árásum Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, hét því í dag að verði vopnahlé samþykkt muni Ísraelar ekki veigra sér við því að grípa til aðgerða, verði þeir varir við Hezbollah-liða suður af Litaniá. Þetta sagði hann við erindreka Sameinuðu þjóðanna. Katz sagði að hvert hús sem hýsti hryðjuverkamenn yrði jafnað við jörðu og loftárásir yrðu gerðar á Hezbollah-liða á svæðinu. Hann sagði að Ísraelar myndu hafa enga þolinmæði fyrir brotum gegn vopnahléinu. Þá krafðist hann frekari aðgerða friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna á svæðinu, sem kallast UNIFIL. Þeir hefðu engan veginn komið í veg fyrir að Hezbollah-liðar starfi í suðurhluta Líbanon. Forsvarsmenn UNIFIL segja þá ekki eiga að koma í veg fyrir Það sé verkefni hersins að gera það. Her Líbanon er hins vegar langt frá því að vera jafn öflugur og Hezbollah-samtökin. Þúsundir liggja í valnum og rúm milljón á vergangi Ísraelar og Hezbollah, sem njóta stuðnings klerkastjórnar Íran, hafa lengi eldað grátt silfur saman. Átökin þeirra á milli náðu nýjum hæðum þegar Hezbollah-liðar hófu eldflaugaárásir sínar á Ísrael þann 8. október, eftir að Ísraelar hófu árásir á Gasaströndina. Um sextíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín vegna þessara árása. Ísraelar hafa gert umfangsmiklar og mannskæðar loftárásir í Líbanon og gerðu innrás í ríkið fyrr í haust, með því yfirlýsta markmiði að reka Hezbollah-liða frá suðurhluta Líbanon. Að minnsta kosti 3.500 manns liggja í valnum eftir árásir Ísraela í Líbanon, samkvæmt yfirvöldum þar, og rúm milljón manna hafa þurft að flýja heimili sín.
Líbanon Ísrael Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Sjö særðust í umfangsmikilli árás Hezbollah á Ísrael í gær en samtökin eru talin hafa skotið um 250 eldflaugum og drónum yfir landamærin. Sumar eldflauganna náðu til Tel Aviv. 25. nóvember 2024 07:08 Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Umfangsmikil loftárás Ísraela í Beirút í Líbanon í nótt jafnaði fjölbýlishús við jörðu. Að minnsta kosti ellefu eru látnir og rúmlega tuttugu særðir en talið er að báðar tölur muni hækka. 23. nóvember 2024 08:34 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Sjö særðust í umfangsmikilli árás Hezbollah á Ísrael í gær en samtökin eru talin hafa skotið um 250 eldflaugum og drónum yfir landamærin. Sumar eldflauganna náðu til Tel Aviv. 25. nóvember 2024 07:08
Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Umfangsmikil loftárás Ísraela í Beirút í Líbanon í nótt jafnaði fjölbýlishús við jörðu. Að minnsta kosti ellefu eru látnir og rúmlega tuttugu særðir en talið er að báðar tölur muni hækka. 23. nóvember 2024 08:34
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“