Carragher segir Salah vera eigingjarnan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 07:32 Mohamed Salah fagnar einu af mörgum mörkum sínum fyrir Liverpool á tímabilinu. Getty/ John Powell Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi sjónvarpsmaður, er allt annað en sáttur með viðtalið sem Mohamed Salah gaf eftir leik helgarinnar. Salah bjargaði Liverpool með því að skora tvö mörk í seinni hálfleik í 3-2 endurkomusigri á Southampton. Hann gaf stutt viðtal eftir leik þar sem hann sagðist telja að það væru meiri líkur en minni að hann væri á förum frá Liverpool. Það væri vegna þess að hann hefði ekki fengið neitt tilboð um að framlengja samninginn sinn. „Ég hef verið hérna í langan tíma og það er ekkert félag eins og Liverpool. Það eru vonbrigði að fá ekkert tilboð en við skulum bíða og sjá,“ var haft eftir Salah. Carragher er sannfærður um að viðræður hafi farið fram en vandamálið sé að Salah vilji fá miklu meira en Liverpool er tilbúið að bjóða, hvort sem það eru laun eða lengd samningsins. Hann vonast eftir því að félagið og leikmaðurinn geti mæst á miðri leið. „Ég er mjög vonsvikinn með Salah og þetta viðtal sem hann gaf eftir leikinn og kom út í dag. Liverpool er að fara að mæta Real Madrid í Meistaradeildinni í miðri viku og svo bíður leikur á móti Manchester City um komandi helgi,“ sagði Carragher á Sky Sports. Carragher benti á það að Salah hafi aðeins tvisvar sinnum gefið viðtal eftir leik á öllum ferli sínum með Liverpool fyrir leikinn um helgina. Hann hafi síðan allt í einu ákveðið að gefa viðtal eftir útileik á móti Southampton. „Það mikilvægasta fyrir Liverpool á þessu tímabili er ekki framtíð Salah, framtíð Van Dijk eða framtíð Alexander-Arnold. Það mikilvægasta er að Liverpool vinni ensku deildina. Það er miklu mikilvægara en þessir leikmenn,“ sagði Carragher. „Ef hann heldur áfram að koma með svona yfirlýsingar eða umboðsmaður hann reynir að senda út fleiri dulbúin skilaboð á samfélagsmiðlum þá tel ég hann vera mjög eigingjarnan. Hann er að hugsa um sjálfan sig en ekki um fótboltafélagið,“ sagði Carragher eins og sjá má hér fyrir neðan. Liverpool er með átta stiga forystu á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og hefur unnið alla fjóra leiki sína í Meistaradeildinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=fmZnuEurFr8">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjá meira
Salah bjargaði Liverpool með því að skora tvö mörk í seinni hálfleik í 3-2 endurkomusigri á Southampton. Hann gaf stutt viðtal eftir leik þar sem hann sagðist telja að það væru meiri líkur en minni að hann væri á förum frá Liverpool. Það væri vegna þess að hann hefði ekki fengið neitt tilboð um að framlengja samninginn sinn. „Ég hef verið hérna í langan tíma og það er ekkert félag eins og Liverpool. Það eru vonbrigði að fá ekkert tilboð en við skulum bíða og sjá,“ var haft eftir Salah. Carragher er sannfærður um að viðræður hafi farið fram en vandamálið sé að Salah vilji fá miklu meira en Liverpool er tilbúið að bjóða, hvort sem það eru laun eða lengd samningsins. Hann vonast eftir því að félagið og leikmaðurinn geti mæst á miðri leið. „Ég er mjög vonsvikinn með Salah og þetta viðtal sem hann gaf eftir leikinn og kom út í dag. Liverpool er að fara að mæta Real Madrid í Meistaradeildinni í miðri viku og svo bíður leikur á móti Manchester City um komandi helgi,“ sagði Carragher á Sky Sports. Carragher benti á það að Salah hafi aðeins tvisvar sinnum gefið viðtal eftir leik á öllum ferli sínum með Liverpool fyrir leikinn um helgina. Hann hafi síðan allt í einu ákveðið að gefa viðtal eftir útileik á móti Southampton. „Það mikilvægasta fyrir Liverpool á þessu tímabili er ekki framtíð Salah, framtíð Van Dijk eða framtíð Alexander-Arnold. Það mikilvægasta er að Liverpool vinni ensku deildina. Það er miklu mikilvægara en þessir leikmenn,“ sagði Carragher. „Ef hann heldur áfram að koma með svona yfirlýsingar eða umboðsmaður hann reynir að senda út fleiri dulbúin skilaboð á samfélagsmiðlum þá tel ég hann vera mjög eigingjarnan. Hann er að hugsa um sjálfan sig en ekki um fótboltafélagið,“ sagði Carragher eins og sjá má hér fyrir neðan. Liverpool er með átta stiga forystu á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og hefur unnið alla fjóra leiki sína í Meistaradeildinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=fmZnuEurFr8">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjá meira