Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2024 07:00 Conor McGregor og Cristiano Ronaldo horfðu saman á hnefaleikabardaga í Sádi-Arabíu á síðasta ári. Richard Pelham/Getty Images Nick Miller, íþróttablaðamaður The Athletic, segir að fótboltamenn ættu að halda sig fjarri Conor McGregor eftir að hann var dæmdur til að greiða konu sem sakaði hann um kynferðisofbeldi tugi milljóna í miskabætur. Nikita Hand sagði McGregor og annan mann hafa nauðgað sér árið 2018. Þar sem málið var fyrnt var ekki hægt að dæma McGregor í fangelsi en Hand höfðaði skaðabótamál á hendur bardagakappanum málglaða. Vann hún málið og þurfti McGregor að greiða rúmlega 36 milljónir íslenskar krónur í skaðabætur. Miller skrifar um málið fyrir The Athletic og hvernig McGregor hefur reynt að troða sér inn í knattspyrnuheiminn við hvert tilefni. Bendir hann á það þegar Írinn mætti á Emirates-völlinn í Lundúnum og heilsaði upp á Declan Rice og Bukayo Saka, leikmenn enska landsliðsins og Arsenal. View this post on Instagram A post shared by 1 ACCESS (@1access.co.uk) Arsenal bað McGregor um að yfirgefa völlinn sjálfan og gaf félagið út yfirlýsingu þess efnis að það ætlaði að fara yfir verkferla þar sem McGregor hefði aldrei átt að komast á gras vallarins. McGregor var sömuleiðis í stúkunni þegar Arsenal sótti Newcastle United heim. Írinn hefur einnig sést á myndum með Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo ásamt því að tala reglulega við Sergio Ramos á samfélagsmiðlum. Miller segir að McGregor hafi lengi vel haft það orðspor að vera erfiður í glasi og dansa á línunni með hina ýmsu hluti. Nú hafi hins vegar dómur fallið og því séu engar afsakanir löglegar lengur. Nú séu engar afsakanir leyfðar og enginn innan knattspyrnunnar ætti að hafa neitt með McGregor að gera. Fótbolti MMA Kynferðisofbeldi Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Nikita Hand sagði McGregor og annan mann hafa nauðgað sér árið 2018. Þar sem málið var fyrnt var ekki hægt að dæma McGregor í fangelsi en Hand höfðaði skaðabótamál á hendur bardagakappanum málglaða. Vann hún málið og þurfti McGregor að greiða rúmlega 36 milljónir íslenskar krónur í skaðabætur. Miller skrifar um málið fyrir The Athletic og hvernig McGregor hefur reynt að troða sér inn í knattspyrnuheiminn við hvert tilefni. Bendir hann á það þegar Írinn mætti á Emirates-völlinn í Lundúnum og heilsaði upp á Declan Rice og Bukayo Saka, leikmenn enska landsliðsins og Arsenal. View this post on Instagram A post shared by 1 ACCESS (@1access.co.uk) Arsenal bað McGregor um að yfirgefa völlinn sjálfan og gaf félagið út yfirlýsingu þess efnis að það ætlaði að fara yfir verkferla þar sem McGregor hefði aldrei átt að komast á gras vallarins. McGregor var sömuleiðis í stúkunni þegar Arsenal sótti Newcastle United heim. Írinn hefur einnig sést á myndum með Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo ásamt því að tala reglulega við Sergio Ramos á samfélagsmiðlum. Miller segir að McGregor hafi lengi vel haft það orðspor að vera erfiður í glasi og dansa á línunni með hina ýmsu hluti. Nú hafi hins vegar dómur fallið og því séu engar afsakanir löglegar lengur. Nú séu engar afsakanir leyfðar og enginn innan knattspyrnunnar ætti að hafa neitt með McGregor að gera.
Fótbolti MMA Kynferðisofbeldi Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira