Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. nóvember 2024 23:01 Amorim er mættur til leiks. Ash Donelon/Getty Images Rúben Amorim sagði alla réttu hlutina og sjálfstraustið hreinlega lak af hinum 39 ára gamla Portúgala þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir leik Manchester United og Ipswich Town í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Amorim tók eins og flest sem fylgjast með knattspyrnu vita við stjórnartaumunum á Old Trafford nú í landsleikjahléinu sem er nýlokið. Eftir að Erik ten Hag var látinn taka poka sinn tók Ruud van Nistelrooy við tímabundið og stóð sig með prýði. Framherjinn fyrrverandi er hins vegar horfinn á braut og nú er komið að Amorim. Á hann að reyna snúa gengi liðsins við, eitthvað sem David Moyes, Ryan Giggs, Louis van Gaal, José Mourinho, Ole Gunnar Solskjær, Michael Carrick, Ralf Rangnick og Erik ten Hag tókst ekki. „Það hafa verið mismunandi þjálfarar en sama niðurstaðan. Við munum reyna að fara Ineos-leiðina (eigendur félagsins), mína leið,“ sagði Amorim meðal annars á blaðamannafundinum. Portúgalinn er mikill aðdáandi José Mourinho og var spurður út í hvað þeir ættu sameiginlegt. Þjálfarinn hrósaði Mourinho en tók fram að „ég er annar maður.“ Jafnframt benti hann á hversu ungur hann væri og það gæti hjálpað honum að tengja við nýja kynslóð leikmanna. Amorim var þó ekki eingöngu jákvæðnin uppmáluð og benti á að leikmenn liðsins þyrftu að vera duglegri að hlaupa til baka. „Ég vil taka smá áhættu. Ég trúi á leikstílinn og hvernig við viljum spila. Leikmennirnir munu trúa leika, það er engin önnur leið. Við munum aðlaga leikmenn að því sem við viljum. Á sunnudag munuð þið ekki sjá mikla breytingu á byrjunarliðinu en þið munuð sjá mun í leiknum. Hvernig leikmenn staðsetja sig og hvernig þeir taka við boltanum.“ Amorim náði hins vegar ekki að tjá sig um meidda leikmenn Rauðu djöflanna en Kobbie Mainoo sást á fyrstu æfingum Portúgalans en enski miðjumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli. Leikur nýliða Ipswich Town og Man Utd fer fram klukkan 16.30 á sunnudaginn kemur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Körfubolti Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Leik lokið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfubolti Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Amorim skoraði hjá Nuno í bikarúrslitaleik Mourinho svaraði Guardiola: Ég vann mína þrjá titla drengilega United fjölskyldan syrgir Kath Phipps en hún þjónaði félaginu í 55 ár Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Þriðji stóri heimasigur Bournemouth á tímabilinu Fulham upp í sjötta sætið Fær Úlfaleikinn til bjarga starfinu Verið meiddur í fjögur og hálft ár Spilaði tímamótaleik en endaði í óvinsælum hóp með Carra og Faes Nicolas Jover er nýja hetjan hjá Arsenal Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ „Aldrei verið nein vandamál hjá okkur Pep“ „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Sjá meira
Amorim tók eins og flest sem fylgjast með knattspyrnu vita við stjórnartaumunum á Old Trafford nú í landsleikjahléinu sem er nýlokið. Eftir að Erik ten Hag var látinn taka poka sinn tók Ruud van Nistelrooy við tímabundið og stóð sig með prýði. Framherjinn fyrrverandi er hins vegar horfinn á braut og nú er komið að Amorim. Á hann að reyna snúa gengi liðsins við, eitthvað sem David Moyes, Ryan Giggs, Louis van Gaal, José Mourinho, Ole Gunnar Solskjær, Michael Carrick, Ralf Rangnick og Erik ten Hag tókst ekki. „Það hafa verið mismunandi þjálfarar en sama niðurstaðan. Við munum reyna að fara Ineos-leiðina (eigendur félagsins), mína leið,“ sagði Amorim meðal annars á blaðamannafundinum. Portúgalinn er mikill aðdáandi José Mourinho og var spurður út í hvað þeir ættu sameiginlegt. Þjálfarinn hrósaði Mourinho en tók fram að „ég er annar maður.“ Jafnframt benti hann á hversu ungur hann væri og það gæti hjálpað honum að tengja við nýja kynslóð leikmanna. Amorim var þó ekki eingöngu jákvæðnin uppmáluð og benti á að leikmenn liðsins þyrftu að vera duglegri að hlaupa til baka. „Ég vil taka smá áhættu. Ég trúi á leikstílinn og hvernig við viljum spila. Leikmennirnir munu trúa leika, það er engin önnur leið. Við munum aðlaga leikmenn að því sem við viljum. Á sunnudag munuð þið ekki sjá mikla breytingu á byrjunarliðinu en þið munuð sjá mun í leiknum. Hvernig leikmenn staðsetja sig og hvernig þeir taka við boltanum.“ Amorim náði hins vegar ekki að tjá sig um meidda leikmenn Rauðu djöflanna en Kobbie Mainoo sást á fyrstu æfingum Portúgalans en enski miðjumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli. Leikur nýliða Ipswich Town og Man Utd fer fram klukkan 16.30 á sunnudaginn kemur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Körfubolti Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Leik lokið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfubolti Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Amorim skoraði hjá Nuno í bikarúrslitaleik Mourinho svaraði Guardiola: Ég vann mína þrjá titla drengilega United fjölskyldan syrgir Kath Phipps en hún þjónaði félaginu í 55 ár Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Þriðji stóri heimasigur Bournemouth á tímabilinu Fulham upp í sjötta sætið Fær Úlfaleikinn til bjarga starfinu Verið meiddur í fjögur og hálft ár Spilaði tímamótaleik en endaði í óvinsælum hóp með Carra og Faes Nicolas Jover er nýja hetjan hjá Arsenal Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ „Aldrei verið nein vandamál hjá okkur Pep“ „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Sjá meira
Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Körfubolti
Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Körfubolti