Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Jakob Bjarnar skrifar 21. nóvember 2024 15:20 Ása Berglind óttast að íbúar í Ölfusi hafi ekki traustar og hlutlægar upplýsingar á að byggja þegar gengið verður til kosninga um hvort samþykkt verði að veita Heidelberg rekstrarleyfi í bæjarfélaginu. Hér má sjá Ásu og teikningu af svæðinu eins og gert er ráð fyrir að það líti út. Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. Samhliða kosningum fara fram íbúakosningar í Ölfusi og eru þær á tímabilinu 25. nóvember til 9. desember. Þessum kosningum var á sínum tíma frestað vegna þess að of margir óvissuþættir voru ókannaðir. Boðað hefur verið til íbúafundar vegna málsins í kvöld. Rannsókn COWI beinst að öðru en umkvörtunum First Water Ása Berglind hefur barist gegn þessum áformum frá upphafi og stóð á sínum tíma í vegi fyrir því ásamt fámennum hópi gegn því að fyrirætlanirnar rynnu smurt í gegn. Ása Berglind segir nú í grein sinni að verkfræðifyrirtækið COWI hafi skilaði skýrslu í byrjun nóvember þar sem reynt var að svara þeim alvarlegu ásökunum sem First Water gerði við fyrirhugaða mölunarverksmiðju sem á að staðsetja nánast við hlið fyrirtækisins við Laxabraut í Þorlákshöfn. Ása vekur athygli á því að skýrslan sé stíluð á Heidelberg á Íslandi. Og þar sé í engu tekið mið af stöðugum titringi sem hefur áhrif á vöxt og viðgang eldisfiska heldur miðast skýrslan við áhrif á íbúa í Þorlákshafnar. Er þetta eitthvað dúbíus? Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segist hafa nákvæmlega ekkert um þetta að segja. Hans hlutverk sé það eitt að íbúakosningar fari fram í samræmi við þau lög sem um þau gilda. „Þar eftir byrja ég að vinna eftir þeim vilja íbúa sem kemur fram í þessum kosningum. Ég hef ekki hugmynd um hvernig íbúakosningin fer og hef sjálfur hvergi gefið upp mína afstöðu. Slíku sama gegnir um 6 af 7 bæjarfulltrúum.“ Allsherjar samsæri helstu verkfræðistofa landsins? En eru upplýsingarnar sem fyrir liggja fullnægjandi? Elliði segist ekki átta sig almennilega á spurningunni, hvort COWI hafi logið fyrir Heidelberg og Elva svo logið að bæjaryfirvöldum þegar þau fólu þeim að fara yfir fagleg gæði útttektar COWI? „Nú liggur fyrir að verkfræðistofan Cowi hefur lokið rannsóknum sínum og lagt fram gögn er varðar þann varhug sem FirstWater galt varðandi ryk, hávaða og titring frá mölunarverksmiðju í Keflavík. Í samræmi við fyrri samþykktir fól Sveitarfélagið Ölfus verkfræðistofunni Eflu að yfirfara þessi gögn og leggja mat á fagleg gæði þeirra. Það hefur sem sagt þurft til allsherjarsamsæri helstu verkfræðistofa landsins ef þetta er „dúbíus“,“ segir Elliði. Elliði Vignisson lýsir sig fullkomlega hlutlausan í málinu.Vísir/Egill Elliði segist ekki hafa formlega aðkomu að fundinum í kvöld og veit ekki hvort hann verði viðstaddur. „Ég er önnum kafinn og hef ekki enn tekið ákvörðun um hvort að ég mæti á fundinn. Hann verður í beinu streymi og ef til vill hlusta ég bara hann þar,“ segir Elliði. Landvernd finnur þessu flest til foráttu Málið er gríðarlega umdeilt eins og komið hefur fram. Fyrir liggur til að mynda athugasemd sem Landvernd hefur sent til bæjarstjórnar Ölfuss þar sem þessum áformum er harðlega mótmælt. Björg Eva Erlendsdóttir ritar undir athugasemdina en hún er ómyrk í máli. Niðurlag þeirrar athugasemdar lýsir eindreginni von Landverndar að bæði sveitarfélagið Ölfus sem og Skipulagsstofnun hafni alfarið öllum þeim áformum sem fyrirtækið Heidelberg og fulltrúar þeirra hafa uppi. Björg Eva Erlendsdóttir ritar undir ályktun Landverndar sem mælir eindregið gegn því að Heidelberg fái að gera Þorlákshöfn að námubæ. „Málið hefur nú þegar fengið svo neikvæða umfjöllun og ásýnd að sveitarfélagið hljóti einfaldlega á grunni heilbrigðrar skynsemi að taka sjálfstæða ákvörðun um það að draga þau skipulagsáform til baka sem sett hafa verið í auglýsingu vegna þessa verkefnis og það óháð niðurstöðu íbúakosningar. Brotalamirnar eru slíkar við allan undirbúning og samráð vegna þessa verkefnis og umhverfisáhrifin slík að bæjarstjórn Ölfus ætti einfaldlega frumkvæði í því að taka þetta verkefni af dagskrá ekki síðar en strax,“ segir þar. Efast um jákvæð umhverfisáhrif Í raun er sama hvar drepið er niður fæti í athugasemd Landverndar, þar eru fyrirhugaðar framkvæmdir fordæmdar. Meðal annars eru þær fullyrðingar sem Þorsteinn Víglundsson setti fram í samtali við Vísi dregnar í efa. Útflutningur á 1,5 milljón tonna af efni á ári, samsvarar þá sparnaði í losun uppá milljón tonn á ári, sem er á pari við fimmtung losunar Íslands. Samkvæmt okkar samningi eru þau áhrif jákvæð, og það þarf að vega þetta og meta,“ sagði Þorsteinn. Landvernd leyfir sér að efast um þetta. Ofmetið er, sem fram kemur í umhverfismatsskýrslu Heidelbergs, að móberg geti dregið úr losun sem íblöndunarefni í sementi. „Aðgerðin mætir því ekki þeim gríðarlegu áskorunum sem eru uppi í loftslagsmálum og rökstuðningur með aðferðarfræði Heidelberg með gríðarlegum námugreftri og flutningi innan lands og frá Íslandi á erlendan markað stenst því enga skoðun.“ Þá er nefnt að með viðbættum framkvæmdum og flutningum bæði á sjó og landi með tilheyrandi CO2 losun er ljóst að fyrirtækinu hefur ekki tekist í útreikningum sínum að varpa ljósi á ávinninginn að teknu tilliti til neikvæðra jaðaráhrifa. „Betra væri að fyrirtækið einbeitti sér að slíkri tilraunavinnslu og rannsóknarstarfi í samstarfi við byggingariðnað hér innanlands," segir í ályktuninni. Sveitarfélagið getur fengið hundruð milljóna á ári hverju Víst er að það stefnir í æsispennandi kosningar í Ölfusi því þeir eru vissulega til sem eru fylgjandi verkefninu. Einn þeirra sem er er Ólafur Hannesson sem er framkvæmdastjóri Hafnarness Vers hf. Hann ritaði nýverið grein í Hafnarfréttir – fréttir úr Ölfusi, og lýsir því yfir að hann hafi engan fjárhagslega hagsmuni af þessu verkefni. Hannes telur til að mynda að umferðin sem fylgir verksmiðjunni sé ekkert til að hafa áhyggjur af og Litla-Sandfell sem til stendur að nota í efnistökuna sé fremur ofvaxinn hóll en að um sé að ræða fjall. Ekkert sé óeðlilegt við að hann sé nýttur í annað eins og þetta. Þá segir Hannes að ekkert hafi komið fram um að mengun sem af hljótist sé alvarleg. „Það skiptir máli að fara aðeins inn á hina jákvæðu punkta sem fylgja Heidelberg verkefninu. Hér koma peningar að sjálfsögðu inn í myndina,“ skrifar Hannes og heldur áfram: „Til að byggja upp gott samfélag þarf stöðugt og gott atvinnulíf. Það er grundvöllur í öllum samfélögum að hafa vinnu fyrir fólk. Ekki skemmir ef að vinnan getur verið í fjölbreyttum geirum og samfélagið dreift eggjunum í fleiri körfur. Því fleiri fyrirtæki því sterkari grunnur fyrir meiri þjónustu í bænum fyrir alla.“ Hannes segir að ekki aðeins fylgi verkefninu störf, sveitarfélagið ætti að fá háar upphæðir á ári hverju sem geta hlaupið á hundruðum milljóna á ári hverju. Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Námuvinnsla Umhverfismál Samgöngur Stóriðja Tengdar fréttir Óttast að breyta eigi Þorlákshöfn í ruslakistu fyrir iðnað sem enginn annar vill Ef fram fer sem horfir á Þorlákshöfn eftir að taka stakkaskiptum á allra næstu árum; stórfelld flutningsstarfsemi og vinnsla jarðefna af áður óþekktri stærðargráðu sem til stendur að nota sem íblöndunarefni í sement úti í Evrópu, mun breyta Þorlákshöfn til frambúðar. Úr friðsælu sjávarþorpi í annasaman verksmiðjubæ. 19. ágúst 2022 07:01 Bréf First Water veldur ringulreið í bæjarstjórn Ölfuss Elliði Vignisson bæjarstjóri kom með hraði til landsins eftir að spurðist fyrir lá að Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water, hafði sent bréf þar sem hann vildi gjalda varhug við uppbyggingu malarverksmiðju Heidelberg á svæðinu. 17. maí 2024 11:30 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira
Samhliða kosningum fara fram íbúakosningar í Ölfusi og eru þær á tímabilinu 25. nóvember til 9. desember. Þessum kosningum var á sínum tíma frestað vegna þess að of margir óvissuþættir voru ókannaðir. Boðað hefur verið til íbúafundar vegna málsins í kvöld. Rannsókn COWI beinst að öðru en umkvörtunum First Water Ása Berglind hefur barist gegn þessum áformum frá upphafi og stóð á sínum tíma í vegi fyrir því ásamt fámennum hópi gegn því að fyrirætlanirnar rynnu smurt í gegn. Ása Berglind segir nú í grein sinni að verkfræðifyrirtækið COWI hafi skilaði skýrslu í byrjun nóvember þar sem reynt var að svara þeim alvarlegu ásökunum sem First Water gerði við fyrirhugaða mölunarverksmiðju sem á að staðsetja nánast við hlið fyrirtækisins við Laxabraut í Þorlákshöfn. Ása vekur athygli á því að skýrslan sé stíluð á Heidelberg á Íslandi. Og þar sé í engu tekið mið af stöðugum titringi sem hefur áhrif á vöxt og viðgang eldisfiska heldur miðast skýrslan við áhrif á íbúa í Þorlákshafnar. Er þetta eitthvað dúbíus? Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segist hafa nákvæmlega ekkert um þetta að segja. Hans hlutverk sé það eitt að íbúakosningar fari fram í samræmi við þau lög sem um þau gilda. „Þar eftir byrja ég að vinna eftir þeim vilja íbúa sem kemur fram í þessum kosningum. Ég hef ekki hugmynd um hvernig íbúakosningin fer og hef sjálfur hvergi gefið upp mína afstöðu. Slíku sama gegnir um 6 af 7 bæjarfulltrúum.“ Allsherjar samsæri helstu verkfræðistofa landsins? En eru upplýsingarnar sem fyrir liggja fullnægjandi? Elliði segist ekki átta sig almennilega á spurningunni, hvort COWI hafi logið fyrir Heidelberg og Elva svo logið að bæjaryfirvöldum þegar þau fólu þeim að fara yfir fagleg gæði útttektar COWI? „Nú liggur fyrir að verkfræðistofan Cowi hefur lokið rannsóknum sínum og lagt fram gögn er varðar þann varhug sem FirstWater galt varðandi ryk, hávaða og titring frá mölunarverksmiðju í Keflavík. Í samræmi við fyrri samþykktir fól Sveitarfélagið Ölfus verkfræðistofunni Eflu að yfirfara þessi gögn og leggja mat á fagleg gæði þeirra. Það hefur sem sagt þurft til allsherjarsamsæri helstu verkfræðistofa landsins ef þetta er „dúbíus“,“ segir Elliði. Elliði Vignisson lýsir sig fullkomlega hlutlausan í málinu.Vísir/Egill Elliði segist ekki hafa formlega aðkomu að fundinum í kvöld og veit ekki hvort hann verði viðstaddur. „Ég er önnum kafinn og hef ekki enn tekið ákvörðun um hvort að ég mæti á fundinn. Hann verður í beinu streymi og ef til vill hlusta ég bara hann þar,“ segir Elliði. Landvernd finnur þessu flest til foráttu Málið er gríðarlega umdeilt eins og komið hefur fram. Fyrir liggur til að mynda athugasemd sem Landvernd hefur sent til bæjarstjórnar Ölfuss þar sem þessum áformum er harðlega mótmælt. Björg Eva Erlendsdóttir ritar undir athugasemdina en hún er ómyrk í máli. Niðurlag þeirrar athugasemdar lýsir eindreginni von Landverndar að bæði sveitarfélagið Ölfus sem og Skipulagsstofnun hafni alfarið öllum þeim áformum sem fyrirtækið Heidelberg og fulltrúar þeirra hafa uppi. Björg Eva Erlendsdóttir ritar undir ályktun Landverndar sem mælir eindregið gegn því að Heidelberg fái að gera Þorlákshöfn að námubæ. „Málið hefur nú þegar fengið svo neikvæða umfjöllun og ásýnd að sveitarfélagið hljóti einfaldlega á grunni heilbrigðrar skynsemi að taka sjálfstæða ákvörðun um það að draga þau skipulagsáform til baka sem sett hafa verið í auglýsingu vegna þessa verkefnis og það óháð niðurstöðu íbúakosningar. Brotalamirnar eru slíkar við allan undirbúning og samráð vegna þessa verkefnis og umhverfisáhrifin slík að bæjarstjórn Ölfus ætti einfaldlega frumkvæði í því að taka þetta verkefni af dagskrá ekki síðar en strax,“ segir þar. Efast um jákvæð umhverfisáhrif Í raun er sama hvar drepið er niður fæti í athugasemd Landverndar, þar eru fyrirhugaðar framkvæmdir fordæmdar. Meðal annars eru þær fullyrðingar sem Þorsteinn Víglundsson setti fram í samtali við Vísi dregnar í efa. Útflutningur á 1,5 milljón tonna af efni á ári, samsvarar þá sparnaði í losun uppá milljón tonn á ári, sem er á pari við fimmtung losunar Íslands. Samkvæmt okkar samningi eru þau áhrif jákvæð, og það þarf að vega þetta og meta,“ sagði Þorsteinn. Landvernd leyfir sér að efast um þetta. Ofmetið er, sem fram kemur í umhverfismatsskýrslu Heidelbergs, að móberg geti dregið úr losun sem íblöndunarefni í sementi. „Aðgerðin mætir því ekki þeim gríðarlegu áskorunum sem eru uppi í loftslagsmálum og rökstuðningur með aðferðarfræði Heidelberg með gríðarlegum námugreftri og flutningi innan lands og frá Íslandi á erlendan markað stenst því enga skoðun.“ Þá er nefnt að með viðbættum framkvæmdum og flutningum bæði á sjó og landi með tilheyrandi CO2 losun er ljóst að fyrirtækinu hefur ekki tekist í útreikningum sínum að varpa ljósi á ávinninginn að teknu tilliti til neikvæðra jaðaráhrifa. „Betra væri að fyrirtækið einbeitti sér að slíkri tilraunavinnslu og rannsóknarstarfi í samstarfi við byggingariðnað hér innanlands," segir í ályktuninni. Sveitarfélagið getur fengið hundruð milljóna á ári hverju Víst er að það stefnir í æsispennandi kosningar í Ölfusi því þeir eru vissulega til sem eru fylgjandi verkefninu. Einn þeirra sem er er Ólafur Hannesson sem er framkvæmdastjóri Hafnarness Vers hf. Hann ritaði nýverið grein í Hafnarfréttir – fréttir úr Ölfusi, og lýsir því yfir að hann hafi engan fjárhagslega hagsmuni af þessu verkefni. Hannes telur til að mynda að umferðin sem fylgir verksmiðjunni sé ekkert til að hafa áhyggjur af og Litla-Sandfell sem til stendur að nota í efnistökuna sé fremur ofvaxinn hóll en að um sé að ræða fjall. Ekkert sé óeðlilegt við að hann sé nýttur í annað eins og þetta. Þá segir Hannes að ekkert hafi komið fram um að mengun sem af hljótist sé alvarleg. „Það skiptir máli að fara aðeins inn á hina jákvæðu punkta sem fylgja Heidelberg verkefninu. Hér koma peningar að sjálfsögðu inn í myndina,“ skrifar Hannes og heldur áfram: „Til að byggja upp gott samfélag þarf stöðugt og gott atvinnulíf. Það er grundvöllur í öllum samfélögum að hafa vinnu fyrir fólk. Ekki skemmir ef að vinnan getur verið í fjölbreyttum geirum og samfélagið dreift eggjunum í fleiri körfur. Því fleiri fyrirtæki því sterkari grunnur fyrir meiri þjónustu í bænum fyrir alla.“ Hannes segir að ekki aðeins fylgi verkefninu störf, sveitarfélagið ætti að fá háar upphæðir á ári hverju sem geta hlaupið á hundruðum milljóna á ári hverju.
Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Námuvinnsla Umhverfismál Samgöngur Stóriðja Tengdar fréttir Óttast að breyta eigi Þorlákshöfn í ruslakistu fyrir iðnað sem enginn annar vill Ef fram fer sem horfir á Þorlákshöfn eftir að taka stakkaskiptum á allra næstu árum; stórfelld flutningsstarfsemi og vinnsla jarðefna af áður óþekktri stærðargráðu sem til stendur að nota sem íblöndunarefni í sement úti í Evrópu, mun breyta Þorlákshöfn til frambúðar. Úr friðsælu sjávarþorpi í annasaman verksmiðjubæ. 19. ágúst 2022 07:01 Bréf First Water veldur ringulreið í bæjarstjórn Ölfuss Elliði Vignisson bæjarstjóri kom með hraði til landsins eftir að spurðist fyrir lá að Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water, hafði sent bréf þar sem hann vildi gjalda varhug við uppbyggingu malarverksmiðju Heidelberg á svæðinu. 17. maí 2024 11:30 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira
Óttast að breyta eigi Þorlákshöfn í ruslakistu fyrir iðnað sem enginn annar vill Ef fram fer sem horfir á Þorlákshöfn eftir að taka stakkaskiptum á allra næstu árum; stórfelld flutningsstarfsemi og vinnsla jarðefna af áður óþekktri stærðargráðu sem til stendur að nota sem íblöndunarefni í sement úti í Evrópu, mun breyta Þorlákshöfn til frambúðar. Úr friðsælu sjávarþorpi í annasaman verksmiðjubæ. 19. ágúst 2022 07:01
Bréf First Water veldur ringulreið í bæjarstjórn Ölfuss Elliði Vignisson bæjarstjóri kom með hraði til landsins eftir að spurðist fyrir lá að Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water, hafði sent bréf þar sem hann vildi gjalda varhug við uppbyggingu malarverksmiðju Heidelberg á svæðinu. 17. maí 2024 11:30