Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. nóvember 2024 07:14 Margir eru efins um að öldungadeildin muni staðfesta tilnefningu Gaetz. AP/Alex Brandon Siðanefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins er klofin eftir flokkslínum varðandi það hvort birta eigi skýrslu um rannsókn nefndarinnar á meintum brotum Matt Gaetz. Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins, sætti rannsókn bæði af hálfu ákæruvaldsins og siðanefndinni vegna ásakana um ýmis brot, meðal annars að hafa haft samfarir við barn undir lögaldri. Hann sagði hins vegar af sér eftir að Donald Trump tilnefndi hann dómsmálaráðherra í nýrri ríkisstjórn sinni. Deilurnar í siðanefndinni snúast þannig um það hvort birta eigi skýrsluna, sem var svo gott sem tilbúin þegar Gaetz var tilnefndur, en nefndin hefur ekkert boðvald lengur yfir honum nú þegar hann er hættur. Gaetz mun þurfa að sæta yfirheyrslu öldungadeildarþingmanna sem munu ráða því hvort hann verður skipaður. Ljóst þykir að meint brot hans munu verða þar til umræðu. Óháð því hvort skýrsla siðanefndarinnar verður birt eru gögn þegar farin að leka, meðal annars frá rannsókn ákæruvaldsins. Það lét mál Gaetz niður falla en hafði áður kortlagt greiðslur frá þingmanninum fyrrverandi og félögum hans til hvors annars og kvenna, sem grunur leikur á um að mennirnir hafi greitt fyrir kynlíf. New York Times hefur birt mynd sem sýnir hvernig greiðslur gengu á milli um greiðsluforritið Venmo, meðal annars frá Gaetz til tveggja kvenna sem báru vitni um að hann hefði greitt þeim fyrir kynlíf. Fólkið er sagt tengjast í gegnum „kynlífspartý“ sem voru haldin á árunum 2017 til 2020. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kynferðisofbeldi Donald Trump Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins, sætti rannsókn bæði af hálfu ákæruvaldsins og siðanefndinni vegna ásakana um ýmis brot, meðal annars að hafa haft samfarir við barn undir lögaldri. Hann sagði hins vegar af sér eftir að Donald Trump tilnefndi hann dómsmálaráðherra í nýrri ríkisstjórn sinni. Deilurnar í siðanefndinni snúast þannig um það hvort birta eigi skýrsluna, sem var svo gott sem tilbúin þegar Gaetz var tilnefndur, en nefndin hefur ekkert boðvald lengur yfir honum nú þegar hann er hættur. Gaetz mun þurfa að sæta yfirheyrslu öldungadeildarþingmanna sem munu ráða því hvort hann verður skipaður. Ljóst þykir að meint brot hans munu verða þar til umræðu. Óháð því hvort skýrsla siðanefndarinnar verður birt eru gögn þegar farin að leka, meðal annars frá rannsókn ákæruvaldsins. Það lét mál Gaetz niður falla en hafði áður kortlagt greiðslur frá þingmanninum fyrrverandi og félögum hans til hvors annars og kvenna, sem grunur leikur á um að mennirnir hafi greitt fyrir kynlíf. New York Times hefur birt mynd sem sýnir hvernig greiðslur gengu á milli um greiðsluforritið Venmo, meðal annars frá Gaetz til tveggja kvenna sem báru vitni um að hann hefði greitt þeim fyrir kynlíf. Fólkið er sagt tengjast í gegnum „kynlífspartý“ sem voru haldin á árunum 2017 til 2020.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kynferðisofbeldi Donald Trump Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira