Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2024 09:42 Kosningaauglýsing Gerards Hutch, leiðtoga Hutch-glæpasamtakanna, í Dyflinni á Írlandi. „Við þurfum breytingar og ég er ykkar maður,“ segir í henni. Vísir/Getty Höfuðpaur skipulagðra glæpasamtaka er á meðal þrettán frambjóðenda sem bítast um fjögur sæti miðborgar Dyflinnar á írska þinginu. Hann var nýlega sýknaður af aðild að morði sem hratt af stað gengjastríði árið 2016. Pascal Donohoe, ráðherra opinberra útgjalda í ríkisstjórn Fine Gael, og Mary Lou McDonald, leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins Sinn Fein keppast um hylli kjósenda í Dyflinni fyrir kosningar sem fara fram 29. nóvember. Á kjörseðlinum með þeim er Gerard „munkurinn“ Hutch sem er talinn höfuðpaur Hutch-glæpasamtakanna sem stundar meðal annars fíkniefnasölu. Hutch var í fyrra sýknaður af aðild að morði á Regency-hótelinu í Dyflinni árið 2016. Gengið var sagt hafa skipulagt árás sex manna á liðsmann Kinehan-glæpagengisins sem var skotinn til bana við vigtun fyrir hnefaleikakeppni. Átján manns voru myrtir til viðbótar í kjölfar morðsins á hótelinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Glæpaforinginn sagði dagblaðinu Sunday World í gær að hann byði sig fram til þess að einhver talaði máli uppeldishverfis hans. „Við eigum þingmenn þessa stundina en engan málsvara, það er það sem ég heyri á götunum frá fólki og það hefur beðið mig um að fara fram,“ sagði Hutch. Mótframbjóðendur Hutch gefa lítið fyrir skyndilegan áhuga hans á stjórnmálum. Gerry Gannon, þingmaður Sósíaldemókrata, benti á að að Hutch hefði búið á Kanaríeyjum og velmegandi úthverfi Dyflinnar undanfarin ár. „Þetta samfélag glímir við áfall sem nær kynslóðir aftur í tímann. Það verður ekki leyst með fólki sem þykist ætla að verða einhvers konar bjargvættur,“ sagði Gannon. Írland Erlend sakamál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Pascal Donohoe, ráðherra opinberra útgjalda í ríkisstjórn Fine Gael, og Mary Lou McDonald, leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins Sinn Fein keppast um hylli kjósenda í Dyflinni fyrir kosningar sem fara fram 29. nóvember. Á kjörseðlinum með þeim er Gerard „munkurinn“ Hutch sem er talinn höfuðpaur Hutch-glæpasamtakanna sem stundar meðal annars fíkniefnasölu. Hutch var í fyrra sýknaður af aðild að morði á Regency-hótelinu í Dyflinni árið 2016. Gengið var sagt hafa skipulagt árás sex manna á liðsmann Kinehan-glæpagengisins sem var skotinn til bana við vigtun fyrir hnefaleikakeppni. Átján manns voru myrtir til viðbótar í kjölfar morðsins á hótelinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Glæpaforinginn sagði dagblaðinu Sunday World í gær að hann byði sig fram til þess að einhver talaði máli uppeldishverfis hans. „Við eigum þingmenn þessa stundina en engan málsvara, það er það sem ég heyri á götunum frá fólki og það hefur beðið mig um að fara fram,“ sagði Hutch. Mótframbjóðendur Hutch gefa lítið fyrir skyndilegan áhuga hans á stjórnmálum. Gerry Gannon, þingmaður Sósíaldemókrata, benti á að að Hutch hefði búið á Kanaríeyjum og velmegandi úthverfi Dyflinnar undanfarin ár. „Þetta samfélag glímir við áfall sem nær kynslóðir aftur í tímann. Það verður ekki leyst með fólki sem þykist ætla að verða einhvers konar bjargvættur,“ sagði Gannon.
Írland Erlend sakamál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira