Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2024 10:05 Ferskvatnsstaðan hefur rýrnað um það sem nemu rúmmáli Erie-vatns í Norður-Ameríku, ellefta stærsta stöðuvatns jarðar. Vísir/Getty Magn fersksvatns á jörðinni hefur ekki komist í fyrra horf eftir að það tók dýfu fyrir rúmum tíu árum samkvæmt gervihnattamælingum. Ekki er talið tilviljun að hnignun ferskvatnsforðans eigi sér stað þegar níu af síðustu tíu árum voru þau hlýjustu sem um getur. Mælingar GRACE-gervitungla bandarísku og þýsku geimstofnananna benda til þess að frá 2015 til 2023 hafi magn ferskvatns í vötnum, ám og grunnvatnsgeymum verið um 1.200 rúmkílómetrum undir meðaltali áranna 2002 til 2014. Greining alþjóðlegs hóps vísindamanna á gögnum GRACE bendir til þess að ferskvatnsstaðan hafi lækkað skyndilega í maí 2014 og haldist lág síðan. Lækkunin hófst með gríðarlegum þurrki í norðanverðri og miðri Brasilíu en í kjölfarið fylgdu þurrkar í Ástralasíu, Suður- og Norður-Ameríku, Evrópu og Afríku. Þegar einn áhrifamesti El niño-viðburður 20. aldarinnar hófst árið 2016 breytist veður- og úrkomumynstur um allan heim. Ferksvatnsstaðan náði sér þó ekki eftir að El niño slotaði, að því er kemur fram í rannsókn sem var birt í vísindaritinu Surveys in Geophysics og er sagt frá á vef NASA. Teikning af GRACE-gervitungli á braut um jörðu. Þau mæla sveiflur í þyngdarkrafti jarðar sem varpa ljósi á breytingar á vatnsstöðu á yfirborðinu og neðanjarðar.NASA/JPL-Caltech Boðberi þess sem koma skal? Þrátt fyrir að skæðari þurrkar séu ein afleiðinga hnattrænnar hlýnunar leiðir hún einnig til þess að andrúmsloftið geti borið meiri raka. Þannig getur úrkoma orðið ákafari þrátt fyrir að úrkomudögum fækki. Ef langur tími líður á milli rigninga þornar jarðvegur og þéttist þannig að hann tekur síður við vatni þegar loks rignir. „Vandamálið við aftakaúrkomu er að vatnið endar á því að renna af“ í staðinn fyrir að setjast og endurnýja grunnvatnsgeyma, að sögn Michael Bosilovich, veðurfræðings hjá NASA. „Hækkandi hiti eykur bæði uppgufun vatns af yfirborðinu í andrúmsloftið og getu andrúmsloftsins til þess að halda raka sem eyku tíðni og ákafa þurrks,“ segir Bosilovich. Matthew Rodell, vatnafræðing hjá NASA og einum höfunda greinarinnar, grunar að hnattræn hlýnun eigi sinn þátt í viðvarandi lágri ferskvatnsstöðu á jörðinni. Þrettán af þrjátíu verstu þurrkum sem GRACE hefur mælt hafa orðið frá því í janúar 2015. Fyrstu GRACE gervitunglunum var skotið á loft árið 2002. Þá eru níu af síðustu tíu árum þau hlýjustu frá því að mælingar hófust. „Við teljum ekki að þetta sé tilviljun og þetta gæti verið boðberi þess sem koma skal,“ segir Rodell. Vísindi Vatn Loftslagsmál Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Sjá meira
Mælingar GRACE-gervitungla bandarísku og þýsku geimstofnananna benda til þess að frá 2015 til 2023 hafi magn ferskvatns í vötnum, ám og grunnvatnsgeymum verið um 1.200 rúmkílómetrum undir meðaltali áranna 2002 til 2014. Greining alþjóðlegs hóps vísindamanna á gögnum GRACE bendir til þess að ferskvatnsstaðan hafi lækkað skyndilega í maí 2014 og haldist lág síðan. Lækkunin hófst með gríðarlegum þurrki í norðanverðri og miðri Brasilíu en í kjölfarið fylgdu þurrkar í Ástralasíu, Suður- og Norður-Ameríku, Evrópu og Afríku. Þegar einn áhrifamesti El niño-viðburður 20. aldarinnar hófst árið 2016 breytist veður- og úrkomumynstur um allan heim. Ferksvatnsstaðan náði sér þó ekki eftir að El niño slotaði, að því er kemur fram í rannsókn sem var birt í vísindaritinu Surveys in Geophysics og er sagt frá á vef NASA. Teikning af GRACE-gervitungli á braut um jörðu. Þau mæla sveiflur í þyngdarkrafti jarðar sem varpa ljósi á breytingar á vatnsstöðu á yfirborðinu og neðanjarðar.NASA/JPL-Caltech Boðberi þess sem koma skal? Þrátt fyrir að skæðari þurrkar séu ein afleiðinga hnattrænnar hlýnunar leiðir hún einnig til þess að andrúmsloftið geti borið meiri raka. Þannig getur úrkoma orðið ákafari þrátt fyrir að úrkomudögum fækki. Ef langur tími líður á milli rigninga þornar jarðvegur og þéttist þannig að hann tekur síður við vatni þegar loks rignir. „Vandamálið við aftakaúrkomu er að vatnið endar á því að renna af“ í staðinn fyrir að setjast og endurnýja grunnvatnsgeyma, að sögn Michael Bosilovich, veðurfræðings hjá NASA. „Hækkandi hiti eykur bæði uppgufun vatns af yfirborðinu í andrúmsloftið og getu andrúmsloftsins til þess að halda raka sem eyku tíðni og ákafa þurrks,“ segir Bosilovich. Matthew Rodell, vatnafræðing hjá NASA og einum höfunda greinarinnar, grunar að hnattræn hlýnun eigi sinn þátt í viðvarandi lágri ferskvatnsstöðu á jörðinni. Þrettán af þrjátíu verstu þurrkum sem GRACE hefur mælt hafa orðið frá því í janúar 2015. Fyrstu GRACE gervitunglunum var skotið á loft árið 2002. Þá eru níu af síðustu tíu árum þau hlýjustu frá því að mælingar hófust. „Við teljum ekki að þetta sé tilviljun og þetta gæti verið boðberi þess sem koma skal,“ segir Rodell.
Vísindi Vatn Loftslagsmál Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Sjá meira