„Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. nóvember 2024 22:54 Jón Pétur Zimsen er á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Vísir/Arnar Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir einkennilegt að kennarar velji að vera með „örhóp“ í verkfalli nema að markmiðið sé að draga deiluna á langinn. Hann birti færslu á síðu sinni á Facebook þar sem gerði yfirstandandi verkfallsaðgerðir Kennarasambandsins að umfjöllunarefni sínu. Þar segir hann að ólíkt því þegar flestar aðrar stéttir fara í verkfall bitni verkfall kennara mest á þriðja aðilanum, nánar tiltekið nemendum og foreldrum þeirra og svo þeim sem eru í verkfalli á meðan viðsemjandinn fær pening í kassann fyrir laun sem eru ekki greidd á meðan verkfalli stendur. Jafnframt segir hann að sagan sýni að sveitarfélög og stjórnmálamenn láti lítið á sig fá nema allur almenningur öskri að nú sé nóg komið. „Þess vegna er það einkennilegt að kennarar velji að vera með örhóp í verkfalli nema að markmiðið sé að draga deiluna á langinn. Það þýðir að þessi þriðji aðili, börn og foreldrar, þurfa að bera mestar byrðar og færa mestar fórnir í formi tapaðs náms, verri líðan, vinnutaps og örvinglan,“ skrifar Jón Pétur. Lífi barnanna umturnað Hann segir hér vera siðleysi í gangi sem bitni mikið á þessum örhópi. Lífi barnanna og fjölskyldnanna hafi verið umturnað. „Nú er örhópur í samfélaginu sem er á milli steins og sleggju. Hann reynir og reynir að segja frá að það sé verkfall í gangi sem kosti hann stórkostlega mikið því að börn þeirra fá ekki að mæta í skólann. Að fá ekki að mæta í skólann er hörmung enda gegna skólar algeru lykilhlutverki í samfélaginu á margan hátt. Þetta verkfall fær ekki mikla umfjöllun enda snerti það mest þennan örhóp og þá kennarar sem eru í verkfalli og virðist því ekki vera fréttaefni,“ segir Jón Pétur. „Eitt barn/ungmenni sem tapar tækifærum eða skaðast vegna þessa verkfalls er einu barni/ungmenni of mikið, ábyrgðin er mikil.“ Kennaraverkfall 2024 Stéttarfélög Börn og uppeldi Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Hann birti færslu á síðu sinni á Facebook þar sem gerði yfirstandandi verkfallsaðgerðir Kennarasambandsins að umfjöllunarefni sínu. Þar segir hann að ólíkt því þegar flestar aðrar stéttir fara í verkfall bitni verkfall kennara mest á þriðja aðilanum, nánar tiltekið nemendum og foreldrum þeirra og svo þeim sem eru í verkfalli á meðan viðsemjandinn fær pening í kassann fyrir laun sem eru ekki greidd á meðan verkfalli stendur. Jafnframt segir hann að sagan sýni að sveitarfélög og stjórnmálamenn láti lítið á sig fá nema allur almenningur öskri að nú sé nóg komið. „Þess vegna er það einkennilegt að kennarar velji að vera með örhóp í verkfalli nema að markmiðið sé að draga deiluna á langinn. Það þýðir að þessi þriðji aðili, börn og foreldrar, þurfa að bera mestar byrðar og færa mestar fórnir í formi tapaðs náms, verri líðan, vinnutaps og örvinglan,“ skrifar Jón Pétur. Lífi barnanna umturnað Hann segir hér vera siðleysi í gangi sem bitni mikið á þessum örhópi. Lífi barnanna og fjölskyldnanna hafi verið umturnað. „Nú er örhópur í samfélaginu sem er á milli steins og sleggju. Hann reynir og reynir að segja frá að það sé verkfall í gangi sem kosti hann stórkostlega mikið því að börn þeirra fá ekki að mæta í skólann. Að fá ekki að mæta í skólann er hörmung enda gegna skólar algeru lykilhlutverki í samfélaginu á margan hátt. Þetta verkfall fær ekki mikla umfjöllun enda snerti það mest þennan örhóp og þá kennarar sem eru í verkfalli og virðist því ekki vera fréttaefni,“ segir Jón Pétur. „Eitt barn/ungmenni sem tapar tækifærum eða skaðast vegna þessa verkfalls er einu barni/ungmenni of mikið, ábyrgðin er mikil.“
Kennaraverkfall 2024 Stéttarfélög Börn og uppeldi Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira