Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2024 11:17 Þórður Snær, fyrrverandi ritstjóri Heimildarinnar og frambjóðandi Samfylkingarinnar, fær nú að súpa seyðið af tuttugu ára skrifum sínum. Meðal þeirra sem telja enga ástæðu til að hann sleppi létt frá því er fyrrverandi samstarfskona hans Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Snærós Sindradóttir sem telur hann varla geta afsakað skrifin með ungum aldri. vísir Í tilefni kosninga hafa verið dregin fram gömul bloggskrif Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrum ritstjóra Heimildarinnar og nú frambjóðanda Samfylkingarinnar, sem lýsa unggæðingslegum og óviðurkvæmilegum viðhorfum í garð kvenna. Í viðtali í Spursmálum, þar sem Þórður Snær var mættur ásamt Völu Garðarsdóttur, frambjóðanda Framsóknarflokksins, dró Stefán Einar Stefánsson umsjónarmaður þáttarins þetta óvænt upp úr pússi sínu: Að á árunum 2006 og 2007 hafi Þórður Snær haldið úti bloggsíðu sem bar heitið thessarelskur.blogspot.com. Þórður Snær skrifaði undir dulnefninu „German Steel“ og þýska stálið sem skrifaði til að mynda texta um konur sem Þórður Snær vildi í dag gjarnan að hefði aldrei litið dagsins ljós: „Konur eru flugklárar, miklu klárari en einfeldningarnir við sem getum mest átt þrjú áhugamál, þær taka eftir öllu og kryfja það. En þær eru líka lævísar, miskunnarlausar, undirförlar tíkur sem svífast einskis til að ná því fram sem þær vilja og helst með því að láta sjálfar sig líta út sem fórnarlömb atburðarásarinnar á meðan,“ sagði í blogginu. Þórður Snær biðst auðmjúklega afsökunar í færslu á Facebook og endurtekur þá auðmjúku afsökunarbeiðni í samtali við Vísi. Hann segist hafa þroskast. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Heimildarinnar og fyrrum samstarfsmaður Þórðar er hins vegar ekki í því skapinu að láta hann sleppa við svo búið. Femínistinn sem siglir undir fölsku flaggi Í ylvolgri færslu á Facebook ritar Ingibjörg Dögg til að mynda: „Til eru mismunandi gerðir karlrembu. Sú sem mér hefur þótt einna erfiðast að eiga við og finnst eiginlega verst eru karlarnir sem koma fram sem femínistar. Þeir halda jafnvel sjálfir að þeir séu það en þeir eru bara svo miklu klárari en konurnar í kringum þá. Mín reynsla er sú að þessir karlar eiga auðveldast með að bera virðingu fyrir konum sem rífa kjaft og eru dálítið töff - eins og strákarnir. Eða eru þeirra.“ Snærós Sindradóttir fjölmiðlakona lætur Þórð Snæ heyra það, að fráleitt sé að hann hafi verið eitthvað smábarn þegar hann skrifaði sem þýska stálið á bloggsíðu sína niðrandi ummæli um konur.RÚV/Ragnar Visage Augljóst hvert tilefnið er en Ingibjörg Dögg hafði áður skrifað inn á Facebook-síðu Þórðar Snæs þar sem hann biðst afsökunar á þessum unghanalátum í sér. Þar skrifar einnig Snærós Sindradóttir, fyrrverandi blaðamaður á Fréttablaðinu og RÚV, og lætur Þórð heyra það, óþvegið: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður (þú segir 24 en mogginn 27!) þegar þú lést þessi ummæli falla. Enginn vitskertur unglingur. Virðulegur blaðamaður á 24 stundum á daginn og einhver sorapenni sem fyrirlítur konur á kvöldin?“ skrifar Snærós og er hvergi nærri hætt: „Ég var sjálf ung kona í blaðamennsku á sama aldri, 22 ára, og komin með nógu mikinn þroska og vit til að drulla ekki nafnlaust yfir fólk þegar vinnudeginum lauk. Þetta snýst líka um heilindi í starfi.“ „Þýska stálið“ kært til siðanefndar Með öðrum orðum er Þórður Snær nú teiknaður upp af nokkru miskunnarleysi sem gervifemínisti, úlfur í sauðagæru sem siglir undir fölsku flaggi, þykist vera góður en er svo bara eins og allir hinir strákarnir. En reyndar virðist afstaða fólks að nokkru ráðast af því hvort það styður Samfylkinguna eða ekki. Snærós er til að mynda dóttir Helgu Völu Helgadóttur fyrrverandi þingmanns Samfylkingarinnar. Helga Vala sagði skilið við þingmennsku í fyrra og hefur hún verið afar gagnrýnin á flokkinn. Inn í málið fléttast svo það að skrif „þýska stálsins“ rötuðu fyrir siðanefnd á sínum tíma. Rannveig Rist kærði Þórð Snæ til siðanefndar fyrir skrif sem voru á þann veg að Rannveig „daðraði við að vera þroskaheft“. Kæru Rannveigar var vísað frá á þeim forsendum að þar væri um að ræða gildisdóm og skrifin vörðuðu ekki störf Þórðar Snæs sem blaðamanns, en hann var þá farinn að starfa sem slíkur á miðlinum 24 Stundir. Skrifin voru engu að síður talin lýsa dómgreindarskorti. Ljóst er að Þórði Snæ er ekki skemmt. Hann ítrekar fortakslausa afsökunarbeiðni sína í samtali við Vísi og segist ekki vilja teikna sig upp sem fórnarlamb. „Ég ber ábyrgð á þessu og biðst auðmjúklega afsökunar á þessum skrifum. Ég vil taka mjög skýrt fram að ég hef þroskast og breyst og ekkert af þessu endurspeglar þau gildi og þann mann sem ég er í dag.“ Veit ekki betur en hann hafi skilið við Heimildina í góðu Svo virðist sem Þórður Snær hafi þá beinlínis logið að blaðamanni Vísis þá, sem þá var Andri Ólafsson, en í frétt Vísis segist hann ekki kannast við málið. Þórður Snær segist ekki muna nákvæmlega til hvers sé vísað með það en þetta komi honum á óvart: Það hafi komið fram að það hafi verið hann sem skrifaði undir þessu dulnefni og að það hafi verið hann hafi haldið úti þessari bloggsíðu. Þórður Snær hefur engar skýringar á því. „Ég skil ekki alveg þá ávirðingu.“ Ingibjörg Dögg og Þórður Snær voru ritstjórar Kjarnans og Stundarinnar sem gengu í eina sæng undir merkjum Heimildarinnar. Samstarfið hófst í ársbyrjun 2023 og ári síðar sagði Þórður Snær skilið við miðilinn. En nú eru margir sem vilja lesa sitthvað í kaldar kveðjur fyrrverandi kollega þíns og samstarfsmanns, Ingibjargar Daggar, að viðskilnaður þinn við Heimildina hafi ekki verið í góðu? „Það kemur mér í opna skjöldu, ég er búinn að greina frá því opinberlega, að ég samdi um starfslok og fór að því er ég taldi í góðu. Hún hefur verið sterkur málsvari í þessum efnum. Eins og ég segi, ég ætla ekki að fara að gera mig að einhverju fórnarlambi í þessu máli. Þetta er ekki gott, þetta er ekki verjanlegt en ég vona bara að fólk sjái að þetta endurspeglar í engu þann mann sem ég er í dag og hef verið lengi.“ Að neðan má sjá færslu Þórðar Snæs á Facebook frá því í nótt þar sem hann vísar til skrifa sinna að mestu frá árinu 2004 þegar hann var 24 ára. Spursmál á mbl birtu í dag skrif eftir mig af 20 ára gamalli hópbloggsíðu, að mestu frá árinu 2004 þegar ég var rúmlega tvítugur. Vegna þess þá er rétt að ég játi skýrt að hafa skrifað og sagt ýmislegt á þessum árum sem var vandræðalegt, heimskulegt og rangt. Á því biðst ég auðmjúklega afsökunar án nokkurs fyrirvara. Svo þroskast maður og breytist. Permanentið vex úr. Ekkert af því sem birt er í þessari frétt endurspeglar mín gildi eða skoðanir í dag né þann mann sem ég er. Maður lifir og lærir. Hér að neðan er mynd af mér frá þessum tíma. Ég hefði ekki tekið mikið mark á þessari týpu í dag ef ég ætti við hann samtal. Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin MeToo Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Í viðtali í Spursmálum, þar sem Þórður Snær var mættur ásamt Völu Garðarsdóttur, frambjóðanda Framsóknarflokksins, dró Stefán Einar Stefánsson umsjónarmaður þáttarins þetta óvænt upp úr pússi sínu: Að á árunum 2006 og 2007 hafi Þórður Snær haldið úti bloggsíðu sem bar heitið thessarelskur.blogspot.com. Þórður Snær skrifaði undir dulnefninu „German Steel“ og þýska stálið sem skrifaði til að mynda texta um konur sem Þórður Snær vildi í dag gjarnan að hefði aldrei litið dagsins ljós: „Konur eru flugklárar, miklu klárari en einfeldningarnir við sem getum mest átt þrjú áhugamál, þær taka eftir öllu og kryfja það. En þær eru líka lævísar, miskunnarlausar, undirförlar tíkur sem svífast einskis til að ná því fram sem þær vilja og helst með því að láta sjálfar sig líta út sem fórnarlömb atburðarásarinnar á meðan,“ sagði í blogginu. Þórður Snær biðst auðmjúklega afsökunar í færslu á Facebook og endurtekur þá auðmjúku afsökunarbeiðni í samtali við Vísi. Hann segist hafa þroskast. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Heimildarinnar og fyrrum samstarfsmaður Þórðar er hins vegar ekki í því skapinu að láta hann sleppa við svo búið. Femínistinn sem siglir undir fölsku flaggi Í ylvolgri færslu á Facebook ritar Ingibjörg Dögg til að mynda: „Til eru mismunandi gerðir karlrembu. Sú sem mér hefur þótt einna erfiðast að eiga við og finnst eiginlega verst eru karlarnir sem koma fram sem femínistar. Þeir halda jafnvel sjálfir að þeir séu það en þeir eru bara svo miklu klárari en konurnar í kringum þá. Mín reynsla er sú að þessir karlar eiga auðveldast með að bera virðingu fyrir konum sem rífa kjaft og eru dálítið töff - eins og strákarnir. Eða eru þeirra.“ Snærós Sindradóttir fjölmiðlakona lætur Þórð Snæ heyra það, að fráleitt sé að hann hafi verið eitthvað smábarn þegar hann skrifaði sem þýska stálið á bloggsíðu sína niðrandi ummæli um konur.RÚV/Ragnar Visage Augljóst hvert tilefnið er en Ingibjörg Dögg hafði áður skrifað inn á Facebook-síðu Þórðar Snæs þar sem hann biðst afsökunar á þessum unghanalátum í sér. Þar skrifar einnig Snærós Sindradóttir, fyrrverandi blaðamaður á Fréttablaðinu og RÚV, og lætur Þórð heyra það, óþvegið: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður (þú segir 24 en mogginn 27!) þegar þú lést þessi ummæli falla. Enginn vitskertur unglingur. Virðulegur blaðamaður á 24 stundum á daginn og einhver sorapenni sem fyrirlítur konur á kvöldin?“ skrifar Snærós og er hvergi nærri hætt: „Ég var sjálf ung kona í blaðamennsku á sama aldri, 22 ára, og komin með nógu mikinn þroska og vit til að drulla ekki nafnlaust yfir fólk þegar vinnudeginum lauk. Þetta snýst líka um heilindi í starfi.“ „Þýska stálið“ kært til siðanefndar Með öðrum orðum er Þórður Snær nú teiknaður upp af nokkru miskunnarleysi sem gervifemínisti, úlfur í sauðagæru sem siglir undir fölsku flaggi, þykist vera góður en er svo bara eins og allir hinir strákarnir. En reyndar virðist afstaða fólks að nokkru ráðast af því hvort það styður Samfylkinguna eða ekki. Snærós er til að mynda dóttir Helgu Völu Helgadóttur fyrrverandi þingmanns Samfylkingarinnar. Helga Vala sagði skilið við þingmennsku í fyrra og hefur hún verið afar gagnrýnin á flokkinn. Inn í málið fléttast svo það að skrif „þýska stálsins“ rötuðu fyrir siðanefnd á sínum tíma. Rannveig Rist kærði Þórð Snæ til siðanefndar fyrir skrif sem voru á þann veg að Rannveig „daðraði við að vera þroskaheft“. Kæru Rannveigar var vísað frá á þeim forsendum að þar væri um að ræða gildisdóm og skrifin vörðuðu ekki störf Þórðar Snæs sem blaðamanns, en hann var þá farinn að starfa sem slíkur á miðlinum 24 Stundir. Skrifin voru engu að síður talin lýsa dómgreindarskorti. Ljóst er að Þórði Snæ er ekki skemmt. Hann ítrekar fortakslausa afsökunarbeiðni sína í samtali við Vísi og segist ekki vilja teikna sig upp sem fórnarlamb. „Ég ber ábyrgð á þessu og biðst auðmjúklega afsökunar á þessum skrifum. Ég vil taka mjög skýrt fram að ég hef þroskast og breyst og ekkert af þessu endurspeglar þau gildi og þann mann sem ég er í dag.“ Veit ekki betur en hann hafi skilið við Heimildina í góðu Svo virðist sem Þórður Snær hafi þá beinlínis logið að blaðamanni Vísis þá, sem þá var Andri Ólafsson, en í frétt Vísis segist hann ekki kannast við málið. Þórður Snær segist ekki muna nákvæmlega til hvers sé vísað með það en þetta komi honum á óvart: Það hafi komið fram að það hafi verið hann sem skrifaði undir þessu dulnefni og að það hafi verið hann hafi haldið úti þessari bloggsíðu. Þórður Snær hefur engar skýringar á því. „Ég skil ekki alveg þá ávirðingu.“ Ingibjörg Dögg og Þórður Snær voru ritstjórar Kjarnans og Stundarinnar sem gengu í eina sæng undir merkjum Heimildarinnar. Samstarfið hófst í ársbyrjun 2023 og ári síðar sagði Þórður Snær skilið við miðilinn. En nú eru margir sem vilja lesa sitthvað í kaldar kveðjur fyrrverandi kollega þíns og samstarfsmanns, Ingibjargar Daggar, að viðskilnaður þinn við Heimildina hafi ekki verið í góðu? „Það kemur mér í opna skjöldu, ég er búinn að greina frá því opinberlega, að ég samdi um starfslok og fór að því er ég taldi í góðu. Hún hefur verið sterkur málsvari í þessum efnum. Eins og ég segi, ég ætla ekki að fara að gera mig að einhverju fórnarlambi í þessu máli. Þetta er ekki gott, þetta er ekki verjanlegt en ég vona bara að fólk sjái að þetta endurspeglar í engu þann mann sem ég er í dag og hef verið lengi.“ Að neðan má sjá færslu Þórðar Snæs á Facebook frá því í nótt þar sem hann vísar til skrifa sinna að mestu frá árinu 2004 þegar hann var 24 ára. Spursmál á mbl birtu í dag skrif eftir mig af 20 ára gamalli hópbloggsíðu, að mestu frá árinu 2004 þegar ég var rúmlega tvítugur. Vegna þess þá er rétt að ég játi skýrt að hafa skrifað og sagt ýmislegt á þessum árum sem var vandræðalegt, heimskulegt og rangt. Á því biðst ég auðmjúklega afsökunar án nokkurs fyrirvara. Svo þroskast maður og breytist. Permanentið vex úr. Ekkert af því sem birt er í þessari frétt endurspeglar mín gildi eða skoðanir í dag né þann mann sem ég er. Maður lifir og lærir. Hér að neðan er mynd af mér frá þessum tíma. Ég hefði ekki tekið mikið mark á þessari týpu í dag ef ég ætti við hann samtal.
Spursmál á mbl birtu í dag skrif eftir mig af 20 ára gamalli hópbloggsíðu, að mestu frá árinu 2004 þegar ég var rúmlega tvítugur. Vegna þess þá er rétt að ég játi skýrt að hafa skrifað og sagt ýmislegt á þessum árum sem var vandræðalegt, heimskulegt og rangt. Á því biðst ég auðmjúklega afsökunar án nokkurs fyrirvara. Svo þroskast maður og breytist. Permanentið vex úr. Ekkert af því sem birt er í þessari frétt endurspeglar mín gildi eða skoðanir í dag né þann mann sem ég er. Maður lifir og lærir. Hér að neðan er mynd af mér frá þessum tíma. Ég hefði ekki tekið mikið mark á þessari týpu í dag ef ég ætti við hann samtal.
Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin MeToo Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira