Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Valur Páll Eiríksson skrifar 14. nóvember 2024 07:34 Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur lengi sóst eftir því að stækka HM félagsliða. Ulrik Pedersen/DeFodi Images via Getty Images Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti á mánudag að dregið verði í riðlakeppni í nýrri heimsmeistarakeppni félagsliða þann 5. desember næstkomandi. Fyrirhuguð keppnin hefur sætt mikilli gagnrýni víða að. Tilkynnt var um dráttinn á samfélagsmiðlum sambandsins snemma í vikunni. 32 liðum verður skipt í átta fjögurra liða riðla. Tvö efstu komast áfram í 16-liða úrslit og líkir skipulaginu því til HM landsliða. Keppnin hefur lengi verið Gianni Infantino, forseta FIFA, hugleikin en hann hefur talað fyrir því að FIFA taki meiri þátt í félagsliðaboltanum. Hugmyndin sé að stækka fótboltaheiminn og gefa stærstu liðum allra álfa tækifæri til að keppa hvort við annað. Margur hefur gagnrýnt forsetann þar sem FIFA sé með þessu einfaldlega að reyna að eigna sér stærri sneið af köku alþjóðafótboltans. Yfirmenn hjá FIFA líti það hornauga að stærsta keppni heims sé Meistaradeild Evrópu en ekki keppni á vegum alþjóðasambandsins. Nýja keppnin fer fram í Bandaríkjunum frá 15. júní til 13. júlí á næsta ári og verður ákveðin upphitun fyrir HM landsliða sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó ári síðar. Um er að ræða fyrsta mótið sinnar tegundar en í tæp 20 ár hafa aðeins sjö lið tekið þátt í HM félagsliða á vegum FIFA. Nýja keppnin á að vera á fjögurra ára fresti, líkt og landsliðamótið, og hefur sætt gagnrýni vegna aukins álags sem henni fylgir. Leikjum fjölgar sífellt á stærsta sviði fótboltans með fylgjandi álagi á leikmenn í fremstu röð. Leikjaálagið gagnrýnt FIFPro, samtök atvinnuknattspyrnumanna, hafa gagnrýnt áformin um HM félagsliða harðlega af þessum sökum, sem og World Leagues Forum, hagsmunasamtök atvinnumannadeilda. Samtökin tvö sendu sameiginlegt bréf til FIFA í síðasta mánuði þar sem sambandið var beðið um að færa keppnina á grundvelli velferðar leikmanna. FIFA vísaði þeim áhyggjum á bug og sagði leikjaplanið hafa verið „vandlega íhugað“ til að veita leikmönnum nægan tíma til að jafna sig eftir skuldbindingar þeirra í deildarkeppnum sem eiga til að klárast í maí. 🗣️ Pep Guardiola: "We could play more than 70+ games this season after the FIFA Club World Cup. That is like the NBA - but they have 4 months holidays and we have only 3 weeks holidays!" pic.twitter.com/sRqmKqntrK— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) November 4, 2024 Þrátt fyrir þær skýringar alþjóðasambandsins er gagnrýnin töluverð. Auk samtaka hafa leikmenn og þjálfarar gagnrýnt hugmyndirnar. Þar á meðal Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, sem benti á að í NBA-deildinni í körfubolta vestanhafs fái leikmenn til að mynda fjögurra mánaða frí á milli tímabila á meðan fótboltamönnum bjóðist þrjár vikur. Lærisveinn Guardiola og besti leikmaður heims, Spánverjinn Rodri, hótaði í haust verkfalli vegna leikjaálags. Skömmu eftir að Rodri lét þau ummæli falla meiddist hann illa á hné í leik við Arsenal, þegar Manchester City var í mikilli leikjatörn. Kærur víða af, fáir styrktaraðilar og enginn rétthafi Um miðjan október komu samtök evrópskra fótboltadeila (European Leagues) ásamt FIFPro áleiðis kvörtun til Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna meintrar misbeitingar valds af hálfu FIFA í tengslum við keppnina. Samtök atvinnumanna á Englandi (PFA) og samskonar samtök í Frakklandi (UNPF) skiluðu þá kæru til réttar í Brussel vegna HM félagsliða fyrr í ár. Skýrleikinn er þá ekki mikill fyrir félögin sem taka þátt í keppninni. Enn er óljóst hvernig verðlaunafé verður ráðstafað og hversu mikið verður í boði. Ekki hefur verið samið við sjónvarpsrétthafa til að sýna mótið og aðeins einn styrktaraðili hefur verið opinberaður; kínverski rafvöruframleiðandinn Hisense. Mótið hefst að öllu óbreyttu á Hard Rock-vellinum í Miami þann 15. júní og fátt virðist ætla að koma í veg fyrir að Gianni Infantino opinberi nýja barnið sitt fyrir heiminum. Hvernig mótið svo fer fram og hversu mikið stjörnurnar í stóru liðunum spila verður svo að koma í ljós. Liðin á HM félagsliða Afríka Al Ahly (Egyptaland) Wydad (Marokkó) Espérance de Tunis (Túnis) Mamelodi Sundowns (Suður-Afríka) Asía Al-Hilal (Sádi-Arabía) Al-Ain (Sameinuðu arabísku furstadæmin) Urawa Red Diamonds (Japan) Ulsan (Suður-Kórea) Evrópa Chelsea (England) Manchester City (England) Bayern Munchen (Þýskaland) Dortmund (Þýskaland) PSG (Frakkland) Inter Milan (Ítalía) Juventus (Ítalía) Porto (Portúgal) Benfica (Portúgal) Atlético Madrid (Spánn) Real Madrid (Spánn) Red Bull Salzburg (Austurríki) Eyjálfa Auckland City (Nýja-Sjáland) Norður-Ameríka Inter Miami (Bandaríkin) Seattle Sounders (Bandaríkin) Monterrey (Mexíkó) León (Mexíkó) Pachuca (Mexíkó) Suður-Ameríka Palmeiras (Brasilía) Flamengo (Brasilía) Fluminense (Brasilía) Atlético Mineiro eða Botafogo (Brasilía) River Plate (Argentína) Boca Juniors (Argentína) FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Tengdar fréttir FIFA vill nú fara sáttaleiðina Alþjóða knattspyrnusambandið virðist loksins vera að sjá ljósið og því sér mögulega fyrir endanum á þeirri pattstöðu sem er komin upp á milli FIFA og leikmannasamtakanna. 2. ágúst 2024 13:01 Stærstu deildir Evrópu ætla að kæra FIFA vegna misnotkunar á valdi Stærstu deildir Evrópu, þar á meðal ensku úrvalsdeildarinnar, ætla sér að kæra FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, fyrir að misnota vald sitt og ógna velferð leikmanna. 24. júlí 2024 07:01 Infantino segir samtökunum að hætta „tilgangslausu þrasi“ um leikjaálag Forseti FIFA, Gianni Infantino, var heldur harðorður í garð samtakanna sem gagnrýnt hafa fyrirhugaðar breytingar á heimsmeistaramóti félagsliða. Hann sagði gagnrýnina tilgangslausa og benti á að þeir fáu leikir sem FIFA skipuleggur fjármagna fótboltastarfsemi um allan heim. 17. maí 2024 16:01 Fækka landsleikjagluggum og koma á fót HM félagsliða FIFA hefur sett á laggirnar heimsmeistaramót félagsliða kvenna í fótbolta. Mótið mun samanstanda af 16 félagsliðum og fara fram á fjögurra fresti, í fyrsta sinn í ársbyrjun 2026. 15. maí 2024 14:31 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Tilkynnt var um dráttinn á samfélagsmiðlum sambandsins snemma í vikunni. 32 liðum verður skipt í átta fjögurra liða riðla. Tvö efstu komast áfram í 16-liða úrslit og líkir skipulaginu því til HM landsliða. Keppnin hefur lengi verið Gianni Infantino, forseta FIFA, hugleikin en hann hefur talað fyrir því að FIFA taki meiri þátt í félagsliðaboltanum. Hugmyndin sé að stækka fótboltaheiminn og gefa stærstu liðum allra álfa tækifæri til að keppa hvort við annað. Margur hefur gagnrýnt forsetann þar sem FIFA sé með þessu einfaldlega að reyna að eigna sér stærri sneið af köku alþjóðafótboltans. Yfirmenn hjá FIFA líti það hornauga að stærsta keppni heims sé Meistaradeild Evrópu en ekki keppni á vegum alþjóðasambandsins. Nýja keppnin fer fram í Bandaríkjunum frá 15. júní til 13. júlí á næsta ári og verður ákveðin upphitun fyrir HM landsliða sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó ári síðar. Um er að ræða fyrsta mótið sinnar tegundar en í tæp 20 ár hafa aðeins sjö lið tekið þátt í HM félagsliða á vegum FIFA. Nýja keppnin á að vera á fjögurra ára fresti, líkt og landsliðamótið, og hefur sætt gagnrýni vegna aukins álags sem henni fylgir. Leikjum fjölgar sífellt á stærsta sviði fótboltans með fylgjandi álagi á leikmenn í fremstu röð. Leikjaálagið gagnrýnt FIFPro, samtök atvinnuknattspyrnumanna, hafa gagnrýnt áformin um HM félagsliða harðlega af þessum sökum, sem og World Leagues Forum, hagsmunasamtök atvinnumannadeilda. Samtökin tvö sendu sameiginlegt bréf til FIFA í síðasta mánuði þar sem sambandið var beðið um að færa keppnina á grundvelli velferðar leikmanna. FIFA vísaði þeim áhyggjum á bug og sagði leikjaplanið hafa verið „vandlega íhugað“ til að veita leikmönnum nægan tíma til að jafna sig eftir skuldbindingar þeirra í deildarkeppnum sem eiga til að klárast í maí. 🗣️ Pep Guardiola: "We could play more than 70+ games this season after the FIFA Club World Cup. That is like the NBA - but they have 4 months holidays and we have only 3 weeks holidays!" pic.twitter.com/sRqmKqntrK— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) November 4, 2024 Þrátt fyrir þær skýringar alþjóðasambandsins er gagnrýnin töluverð. Auk samtaka hafa leikmenn og þjálfarar gagnrýnt hugmyndirnar. Þar á meðal Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, sem benti á að í NBA-deildinni í körfubolta vestanhafs fái leikmenn til að mynda fjögurra mánaða frí á milli tímabila á meðan fótboltamönnum bjóðist þrjár vikur. Lærisveinn Guardiola og besti leikmaður heims, Spánverjinn Rodri, hótaði í haust verkfalli vegna leikjaálags. Skömmu eftir að Rodri lét þau ummæli falla meiddist hann illa á hné í leik við Arsenal, þegar Manchester City var í mikilli leikjatörn. Kærur víða af, fáir styrktaraðilar og enginn rétthafi Um miðjan október komu samtök evrópskra fótboltadeila (European Leagues) ásamt FIFPro áleiðis kvörtun til Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna meintrar misbeitingar valds af hálfu FIFA í tengslum við keppnina. Samtök atvinnumanna á Englandi (PFA) og samskonar samtök í Frakklandi (UNPF) skiluðu þá kæru til réttar í Brussel vegna HM félagsliða fyrr í ár. Skýrleikinn er þá ekki mikill fyrir félögin sem taka þátt í keppninni. Enn er óljóst hvernig verðlaunafé verður ráðstafað og hversu mikið verður í boði. Ekki hefur verið samið við sjónvarpsrétthafa til að sýna mótið og aðeins einn styrktaraðili hefur verið opinberaður; kínverski rafvöruframleiðandinn Hisense. Mótið hefst að öllu óbreyttu á Hard Rock-vellinum í Miami þann 15. júní og fátt virðist ætla að koma í veg fyrir að Gianni Infantino opinberi nýja barnið sitt fyrir heiminum. Hvernig mótið svo fer fram og hversu mikið stjörnurnar í stóru liðunum spila verður svo að koma í ljós. Liðin á HM félagsliða Afríka Al Ahly (Egyptaland) Wydad (Marokkó) Espérance de Tunis (Túnis) Mamelodi Sundowns (Suður-Afríka) Asía Al-Hilal (Sádi-Arabía) Al-Ain (Sameinuðu arabísku furstadæmin) Urawa Red Diamonds (Japan) Ulsan (Suður-Kórea) Evrópa Chelsea (England) Manchester City (England) Bayern Munchen (Þýskaland) Dortmund (Þýskaland) PSG (Frakkland) Inter Milan (Ítalía) Juventus (Ítalía) Porto (Portúgal) Benfica (Portúgal) Atlético Madrid (Spánn) Real Madrid (Spánn) Red Bull Salzburg (Austurríki) Eyjálfa Auckland City (Nýja-Sjáland) Norður-Ameríka Inter Miami (Bandaríkin) Seattle Sounders (Bandaríkin) Monterrey (Mexíkó) León (Mexíkó) Pachuca (Mexíkó) Suður-Ameríka Palmeiras (Brasilía) Flamengo (Brasilía) Fluminense (Brasilía) Atlético Mineiro eða Botafogo (Brasilía) River Plate (Argentína) Boca Juniors (Argentína)
Liðin á HM félagsliða Afríka Al Ahly (Egyptaland) Wydad (Marokkó) Espérance de Tunis (Túnis) Mamelodi Sundowns (Suður-Afríka) Asía Al-Hilal (Sádi-Arabía) Al-Ain (Sameinuðu arabísku furstadæmin) Urawa Red Diamonds (Japan) Ulsan (Suður-Kórea) Evrópa Chelsea (England) Manchester City (England) Bayern Munchen (Þýskaland) Dortmund (Þýskaland) PSG (Frakkland) Inter Milan (Ítalía) Juventus (Ítalía) Porto (Portúgal) Benfica (Portúgal) Atlético Madrid (Spánn) Real Madrid (Spánn) Red Bull Salzburg (Austurríki) Eyjálfa Auckland City (Nýja-Sjáland) Norður-Ameríka Inter Miami (Bandaríkin) Seattle Sounders (Bandaríkin) Monterrey (Mexíkó) León (Mexíkó) Pachuca (Mexíkó) Suður-Ameríka Palmeiras (Brasilía) Flamengo (Brasilía) Fluminense (Brasilía) Atlético Mineiro eða Botafogo (Brasilía) River Plate (Argentína) Boca Juniors (Argentína)
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Tengdar fréttir FIFA vill nú fara sáttaleiðina Alþjóða knattspyrnusambandið virðist loksins vera að sjá ljósið og því sér mögulega fyrir endanum á þeirri pattstöðu sem er komin upp á milli FIFA og leikmannasamtakanna. 2. ágúst 2024 13:01 Stærstu deildir Evrópu ætla að kæra FIFA vegna misnotkunar á valdi Stærstu deildir Evrópu, þar á meðal ensku úrvalsdeildarinnar, ætla sér að kæra FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, fyrir að misnota vald sitt og ógna velferð leikmanna. 24. júlí 2024 07:01 Infantino segir samtökunum að hætta „tilgangslausu þrasi“ um leikjaálag Forseti FIFA, Gianni Infantino, var heldur harðorður í garð samtakanna sem gagnrýnt hafa fyrirhugaðar breytingar á heimsmeistaramóti félagsliða. Hann sagði gagnrýnina tilgangslausa og benti á að þeir fáu leikir sem FIFA skipuleggur fjármagna fótboltastarfsemi um allan heim. 17. maí 2024 16:01 Fækka landsleikjagluggum og koma á fót HM félagsliða FIFA hefur sett á laggirnar heimsmeistaramót félagsliða kvenna í fótbolta. Mótið mun samanstanda af 16 félagsliðum og fara fram á fjögurra fresti, í fyrsta sinn í ársbyrjun 2026. 15. maí 2024 14:31 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
FIFA vill nú fara sáttaleiðina Alþjóða knattspyrnusambandið virðist loksins vera að sjá ljósið og því sér mögulega fyrir endanum á þeirri pattstöðu sem er komin upp á milli FIFA og leikmannasamtakanna. 2. ágúst 2024 13:01
Stærstu deildir Evrópu ætla að kæra FIFA vegna misnotkunar á valdi Stærstu deildir Evrópu, þar á meðal ensku úrvalsdeildarinnar, ætla sér að kæra FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, fyrir að misnota vald sitt og ógna velferð leikmanna. 24. júlí 2024 07:01
Infantino segir samtökunum að hætta „tilgangslausu þrasi“ um leikjaálag Forseti FIFA, Gianni Infantino, var heldur harðorður í garð samtakanna sem gagnrýnt hafa fyrirhugaðar breytingar á heimsmeistaramóti félagsliða. Hann sagði gagnrýnina tilgangslausa og benti á að þeir fáu leikir sem FIFA skipuleggur fjármagna fótboltastarfsemi um allan heim. 17. maí 2024 16:01
Fækka landsleikjagluggum og koma á fót HM félagsliða FIFA hefur sett á laggirnar heimsmeistaramót félagsliða kvenna í fótbolta. Mótið mun samanstanda af 16 félagsliðum og fara fram á fjögurra fresti, í fyrsta sinn í ársbyrjun 2026. 15. maí 2024 14:31