Rodri hótar verkfalli ef ekkert lagast Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2024 17:02 Rodri segir leikmenn ekki geta sýnt sínar bestu hliðar þurfi þeir að spila sextíu leiki á ári. Getty/Carl Recine Spænski miðjumaðurinn Rodri segir að knattspyrnumenn séu að fá sig fullsadda af leikjaálaginu sem enn heldur áfram að aukast. Lið hans Manchester City spilar sjö leiki á aðeins þremur vikum og þá taka við landsleikir. City tekur á móti Inter annað kvöld í Meistaradeild Evrópu og á svo stórleikinn við Arsenal á sunnudaginn. Tveimur dögum síðar er svo leikur við Watford í enska deildabikarnum og þannig mætti áfram telja. Englandsmeistararnir spila líkt og önnur lið að lágmarki tveimur leikjum meira fram að 16-liða úrslitunum í Meistaradeildinni í ár, vegna breytinganna á fyrirkomulaginu þar, og þá fjölgar leikjum hjá liðinu einnig vegna stækkunar HM félagsliða. Rodri er svo landsliðsmaður Spánar sem fór alla leið í úrslit og varð Evrópumeistari í Þýskalandi í sumar. „Ég held að við séum nálægt því,“ svaraði Rodri þegar hann var spurður hvort að leikmenn gætu verið á leið í verkfall vegna fjölgunar leikja. „Það er skiljanlegt og þið getið spurt hvaða leikmann sem er, hann myndi segja það sama. Ef þetta heldur svona áfram þá höfum við engan annan kost, en við skulum sjá til,“ sagði Rodri. Rodri says players are close to going on strike.This would be in protest at an increase in games ⬇️ pic.twitter.com/p3onACJF7F— BBC Sport (@BBCSport) September 17, 2024 Á síðustu tveimur leiktíðum hefur City spilað alls 120 leiki ef allt er talið. Samt fjölgar leikjum í ár og við bætast svo landsleikir eins og fyrr segir. Álagið er einfaldlega of mikið, að mati miðjumannsins magnaða: „Reynslan segir mér að 60-70 leikir er of mikið. Ég held að á milli 40-50 leikir sé passlegt svo að leikmenn geti verið upp á sitt besta. Annars mun það bitna á leik þeirra,“ sagði Rodri. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Sjá meira
City tekur á móti Inter annað kvöld í Meistaradeild Evrópu og á svo stórleikinn við Arsenal á sunnudaginn. Tveimur dögum síðar er svo leikur við Watford í enska deildabikarnum og þannig mætti áfram telja. Englandsmeistararnir spila líkt og önnur lið að lágmarki tveimur leikjum meira fram að 16-liða úrslitunum í Meistaradeildinni í ár, vegna breytinganna á fyrirkomulaginu þar, og þá fjölgar leikjum hjá liðinu einnig vegna stækkunar HM félagsliða. Rodri er svo landsliðsmaður Spánar sem fór alla leið í úrslit og varð Evrópumeistari í Þýskalandi í sumar. „Ég held að við séum nálægt því,“ svaraði Rodri þegar hann var spurður hvort að leikmenn gætu verið á leið í verkfall vegna fjölgunar leikja. „Það er skiljanlegt og þið getið spurt hvaða leikmann sem er, hann myndi segja það sama. Ef þetta heldur svona áfram þá höfum við engan annan kost, en við skulum sjá til,“ sagði Rodri. Rodri says players are close to going on strike.This would be in protest at an increase in games ⬇️ pic.twitter.com/p3onACJF7F— BBC Sport (@BBCSport) September 17, 2024 Á síðustu tveimur leiktíðum hefur City spilað alls 120 leiki ef allt er talið. Samt fjölgar leikjum í ár og við bætast svo landsleikir eins og fyrr segir. Álagið er einfaldlega of mikið, að mati miðjumannsins magnaða: „Reynslan segir mér að 60-70 leikir er of mikið. Ég held að á milli 40-50 leikir sé passlegt svo að leikmenn geti verið upp á sitt besta. Annars mun það bitna á leik þeirra,“ sagði Rodri.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Sjá meira