FIFA vill nú fara sáttaleiðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2024 13:01 Gianni Infantino, forseti FIFA, var mættur á setningarhátíð Ólympíuleikanna í París. Getty/Pascal Le Segretain Alþjóða knattspyrnusambandið virðist loksins vera að sjá ljósið og því sér mögulega fyrir endanum á þeirri pattstöðu sem er komin upp á milli FIFA og leikmannasamtakanna. Leikmannasamtökin hótuðu FIFA málsókn vegna of mikils leikjaálags á bestu leikmenn heims en leikjunum virðist alltaf vera að fjölga á dagatalinu. Allt fór í bál og brand eftir að FIFA skipulagði nýja heimsmeistarakeppni félagsliða sem verður jafnstór og gamla heimsmeistarakeppni landsliða. The Associated Press hefur nú komist yfir bréf frá FIFA til World Leagues Association, heimssamtaka fótboltadeilda og FIFPRO, samtaka atvinnufótboltamanna, þar sem kemur fram vilji er til að finna lausn. ESPN segir frá. Þar kemur fram að FIFA sé nú opið fyrir því að fara sáttaleiðina og hefja viðræður við samtökin um framtíðarfyrirkomulag á þéttsetnu fótboltadagatali. HM landsliða verður 48 þjóða keppni sumarið 2026, var áður 32 þjóða keppni og heimsmeistarakeppni félagsliða verður nú 32 liða keppni á fjögurra ára fresti. FIFA hefur öll völd þegar kemur að skipulagningu fótboltadagatalsins og það mat margra að sambandið sé löngu hætt að hugsa um leikmennina sjálfa heldur aðeins um eigin gróða. Samtök deilda og atvinnufótboltamann vilja fá að hafa meiri áhrif á skipulag dagatalsins með það að markmiði að létta á álaginu á leikmenn. Þessir fundir um framtíðina gætu verið fyrsta skrefið í þá átt en svo á eftir að koma í ljós hvort FIFA sé alvara með því að gefa eitthvað eftir í þessu máli. Það verða allit að fá eitthvað til að sættir verði og það þýðir að FIFA þarf að gefa eitthvað eftir. FIFA offers talks in legal claims over calendar congestion - ESPN https://t.co/DWjxCHgPh8— AHH (@AHH0880) August 2, 2024 FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Fleiri fréttir Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Sjá meira
Leikmannasamtökin hótuðu FIFA málsókn vegna of mikils leikjaálags á bestu leikmenn heims en leikjunum virðist alltaf vera að fjölga á dagatalinu. Allt fór í bál og brand eftir að FIFA skipulagði nýja heimsmeistarakeppni félagsliða sem verður jafnstór og gamla heimsmeistarakeppni landsliða. The Associated Press hefur nú komist yfir bréf frá FIFA til World Leagues Association, heimssamtaka fótboltadeilda og FIFPRO, samtaka atvinnufótboltamanna, þar sem kemur fram vilji er til að finna lausn. ESPN segir frá. Þar kemur fram að FIFA sé nú opið fyrir því að fara sáttaleiðina og hefja viðræður við samtökin um framtíðarfyrirkomulag á þéttsetnu fótboltadagatali. HM landsliða verður 48 þjóða keppni sumarið 2026, var áður 32 þjóða keppni og heimsmeistarakeppni félagsliða verður nú 32 liða keppni á fjögurra ára fresti. FIFA hefur öll völd þegar kemur að skipulagningu fótboltadagatalsins og það mat margra að sambandið sé löngu hætt að hugsa um leikmennina sjálfa heldur aðeins um eigin gróða. Samtök deilda og atvinnufótboltamann vilja fá að hafa meiri áhrif á skipulag dagatalsins með það að markmiði að létta á álaginu á leikmenn. Þessir fundir um framtíðina gætu verið fyrsta skrefið í þá átt en svo á eftir að koma í ljós hvort FIFA sé alvara með því að gefa eitthvað eftir í þessu máli. Það verða allit að fá eitthvað til að sættir verði og það þýðir að FIFA þarf að gefa eitthvað eftir. FIFA offers talks in legal claims over calendar congestion - ESPN https://t.co/DWjxCHgPh8— AHH (@AHH0880) August 2, 2024
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Fleiri fréttir Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Sjá meira