Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2024 22:52 Árni Friðleifsson er aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ívar Fannar Aðalvarðstjóri hefur áhyggjur af fjölgun tilvika þar sem ökumenn aka yfir á rauðu ljósi. Fleiri og fleiri ökumenn séu annars hugar í umferðinni og jafnvel að horfa á kvikmyndir í símanum á meðan þeir keyra. Það sem af er ári hafa 519 ökumenn verið ákærðir fyrir að aka yfir á rauðu ljósi, flestir í síðasta mánuði þegar 81 ökumaður var gripinn við verknaðinn. Rúmlega fimm hundruð til viðbótar hafa verið gómaðir í símanum undir stýri á þessu ári. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir embættið hafa miklar áhyggjur af þessari þróun. „Heilt yfir í umferðinni í dag, er fólk bara annars hugar. Það er mikið áhyggjuefni. Fólk er með ýmsar skýringar, sá ekki að það var komið rautt ljós eða er að flýta sér og svo framvegis. En þetta er bara áhyggjuefni að fólk virðist vera annars hugar í umferðinni. Við erum með of mörg umferðarslys síðustu misseri, við erum að verða vör við að ökumenn eru mjög mikið í farsímanum, jafnvel að horfa á myndir eða tónleika á meðan það er að aka um götur borgarinnar. Við verðum að taka okkur til og vera í núinu. Vera í bara í umferðinni,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í fréttinni fyrir neðan má sjá fjölda tilvika þar sem fólk keyrir yfir á rauðu ljósi. Hvaða fólk er það sem er helst í símanum undir stýri, er það ungt fólk eða af öllum aldri? „Þetta er allur aldur. Maður verður einna mest var við það að eldra fólk er ekki í símanum. Það er einfaldlega ekki alið upp við þetta. En þessir yngstu vegfarendur og upp í miðjan aldur, það er mjög algengt að við séum að sjá þetta aldursbil,“ segir Árni. Hann segir síðustu og fyrstu mánuði ársins ávallt þá erfiðustu í umferðinni í snjókomu og myrkri. „Því miður verða mjög alvarleg slys þessa dimmustu mánuði,“ segir Árni. Lögreglumál Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Sjá meira
Það sem af er ári hafa 519 ökumenn verið ákærðir fyrir að aka yfir á rauðu ljósi, flestir í síðasta mánuði þegar 81 ökumaður var gripinn við verknaðinn. Rúmlega fimm hundruð til viðbótar hafa verið gómaðir í símanum undir stýri á þessu ári. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir embættið hafa miklar áhyggjur af þessari þróun. „Heilt yfir í umferðinni í dag, er fólk bara annars hugar. Það er mikið áhyggjuefni. Fólk er með ýmsar skýringar, sá ekki að það var komið rautt ljós eða er að flýta sér og svo framvegis. En þetta er bara áhyggjuefni að fólk virðist vera annars hugar í umferðinni. Við erum með of mörg umferðarslys síðustu misseri, við erum að verða vör við að ökumenn eru mjög mikið í farsímanum, jafnvel að horfa á myndir eða tónleika á meðan það er að aka um götur borgarinnar. Við verðum að taka okkur til og vera í núinu. Vera í bara í umferðinni,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í fréttinni fyrir neðan má sjá fjölda tilvika þar sem fólk keyrir yfir á rauðu ljósi. Hvaða fólk er það sem er helst í símanum undir stýri, er það ungt fólk eða af öllum aldri? „Þetta er allur aldur. Maður verður einna mest var við það að eldra fólk er ekki í símanum. Það er einfaldlega ekki alið upp við þetta. En þessir yngstu vegfarendur og upp í miðjan aldur, það er mjög algengt að við séum að sjá þetta aldursbil,“ segir Árni. Hann segir síðustu og fyrstu mánuði ársins ávallt þá erfiðustu í umferðinni í snjókomu og myrkri. „Því miður verða mjög alvarleg slys þessa dimmustu mánuði,“ segir Árni.
Lögreglumál Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Sjá meira