Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2024 14:35 Slysið í Breiðamerkurjökli varð á sunnudegi en leit hélt áfram fram á mánudaginn þar sem talið var að tveggja væri enn saknað. Í ljós kom svo að einskis var í raun saknað. Vísir/Vilhelm Óvissa leiðsögumanna um hversu margir lentu undir ís þegar banaslys varð í Breiðamerkurjökli í sumar varð til þess að leit var haldið áfram þrátt fyrir að enginn hefði reynst þar undir. Skráningarlisti ferðaþjónustufyrirtækisins reyndist réttur. Ferðaþjónustufyrirtækið Ice Pic Journeys sætti töluverðri gagnrýni eftir að um tvö hundruð björgunarsveitarmenn héldu lengi áfram að leita að ferðafólki undir ís í Breiðamerkujökli þegar banaslys varð þar í ágúst á grundvelli rangra upplýsinga um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Ráðherra ferðamála sagði það meðal annars grafalvarlegt að talning hefði ekki staðist. Bandarískur ferðamaður lést og ólétt eiginkona hans slasaðist þegar þau urðu undir ís sem hrundi úr vegg svelgs í Breiðamerkurjökli sunnudaginn 25. ágúst. Fólkið var í íshellaferð með Ice Pic Journeys þegar slysið varð. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir nú að upplýsingar sem Ice Pic Journeys veitti lögreglu um fjölda þeirra sem voru í ferðinni fljótlega eftir að slysið varð hafi verið réttar. Óvissa leiðsögumanna fyrirtækisins á vettvangi hafi orðið til þess að leitinni var haldið áfram fram á næsta dag. Töldu sig hafa séð fleiri lenda undir ísnum Lögregla sagðist á sínum tíma hafa fengið upplýsingar um að 25 manns hefðu verið í ferðinni og fjórir lent undir ísnum. Tveggja var því enn talið saknað eftir að bandaríska parinu var komið undan ísnum og hélt leit því áfram á mánudeginum. Eftir miðjan dag á mánudeginum gaf lögregla út tilkynningu þar sem kom fram að leit hefði verið hætt eftir að ljóst hefði orðið að enginn væri undir ísnum. Aðeins 23 hefðu verið í ferðinni og þau einu sem slösuðust hefðu verið bandaríska parið. „Ljóst virðist að skráning í ferðina og utanumhald hafi ekki verið nákvæmt auk misvísandi upplýsinga um fjölda í ferðinni,“ sagði í tilkynningu lögreglunnar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Stöð 2 Í losti og töldu sig hafa séð fleiri verða undir ísnum Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn, segir við Vísi að villan hafi legið í misræmi á milli skráningarlistans og þess sem leiðsögumennirnir sögðu lögreglu. Listinn hafi verið réttur og lögregla hafi átt gott samstarf við ferðaþjónustufyrirtækið. „Þeir voru ekki alveg vissir á því þegar til kom. Þeim fannst eins og einhverjr tveir hefðu lent undir ísnum og voru þá ekki lengur orðnir alveg nógu vissir á fjöldanum sem þeir voru með. Þeim fannst eins og þeir hefðu séð út frá sér fólk verða undir ísnum. Menn eru bara í losti þegar svona gerist og bregður. Þá verður bara eitthvað til þess að þú ert ekki viss og ferð að efast,“ segir Sveinn Kristján. Rannsóknin á slysinu er nú á lokastigum en Sveinn Kristján segist ekki treysta sér til þess að segja til um hvenær henni verði formlega lokið. Eins og áður hefur komið fram bendi ekkert til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. 29. ágúst 2024 15:38 Konan sem lenti undir ísfarginu er ólétt Kona sem slasaðist alvarlega þegar hún varð fyrir ísfargi við Breiðamerkurjökul á sunnudaginn er ólétt. Samkvæmt heimildum fréttastofu er konan á batavegi og barnið sakaði ekki. 28. ágúst 2024 14:50 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækið Ice Pic Journeys sætti töluverðri gagnrýni eftir að um tvö hundruð björgunarsveitarmenn héldu lengi áfram að leita að ferðafólki undir ís í Breiðamerkujökli þegar banaslys varð þar í ágúst á grundvelli rangra upplýsinga um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Ráðherra ferðamála sagði það meðal annars grafalvarlegt að talning hefði ekki staðist. Bandarískur ferðamaður lést og ólétt eiginkona hans slasaðist þegar þau urðu undir ís sem hrundi úr vegg svelgs í Breiðamerkurjökli sunnudaginn 25. ágúst. Fólkið var í íshellaferð með Ice Pic Journeys þegar slysið varð. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir nú að upplýsingar sem Ice Pic Journeys veitti lögreglu um fjölda þeirra sem voru í ferðinni fljótlega eftir að slysið varð hafi verið réttar. Óvissa leiðsögumanna fyrirtækisins á vettvangi hafi orðið til þess að leitinni var haldið áfram fram á næsta dag. Töldu sig hafa séð fleiri lenda undir ísnum Lögregla sagðist á sínum tíma hafa fengið upplýsingar um að 25 manns hefðu verið í ferðinni og fjórir lent undir ísnum. Tveggja var því enn talið saknað eftir að bandaríska parinu var komið undan ísnum og hélt leit því áfram á mánudeginum. Eftir miðjan dag á mánudeginum gaf lögregla út tilkynningu þar sem kom fram að leit hefði verið hætt eftir að ljóst hefði orðið að enginn væri undir ísnum. Aðeins 23 hefðu verið í ferðinni og þau einu sem slösuðust hefðu verið bandaríska parið. „Ljóst virðist að skráning í ferðina og utanumhald hafi ekki verið nákvæmt auk misvísandi upplýsinga um fjölda í ferðinni,“ sagði í tilkynningu lögreglunnar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Stöð 2 Í losti og töldu sig hafa séð fleiri verða undir ísnum Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn, segir við Vísi að villan hafi legið í misræmi á milli skráningarlistans og þess sem leiðsögumennirnir sögðu lögreglu. Listinn hafi verið réttur og lögregla hafi átt gott samstarf við ferðaþjónustufyrirtækið. „Þeir voru ekki alveg vissir á því þegar til kom. Þeim fannst eins og einhverjr tveir hefðu lent undir ísnum og voru þá ekki lengur orðnir alveg nógu vissir á fjöldanum sem þeir voru með. Þeim fannst eins og þeir hefðu séð út frá sér fólk verða undir ísnum. Menn eru bara í losti þegar svona gerist og bregður. Þá verður bara eitthvað til þess að þú ert ekki viss og ferð að efast,“ segir Sveinn Kristján. Rannsóknin á slysinu er nú á lokastigum en Sveinn Kristján segist ekki treysta sér til þess að segja til um hvenær henni verði formlega lokið. Eins og áður hefur komið fram bendi ekkert til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað.
Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. 29. ágúst 2024 15:38 Konan sem lenti undir ísfarginu er ólétt Kona sem slasaðist alvarlega þegar hún varð fyrir ísfargi við Breiðamerkurjökul á sunnudaginn er ólétt. Samkvæmt heimildum fréttastofu er konan á batavegi og barnið sakaði ekki. 28. ágúst 2024 14:50 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. 29. ágúst 2024 15:38
Konan sem lenti undir ísfarginu er ólétt Kona sem slasaðist alvarlega þegar hún varð fyrir ísfargi við Breiðamerkurjökul á sunnudaginn er ólétt. Samkvæmt heimildum fréttastofu er konan á batavegi og barnið sakaði ekki. 28. ágúst 2024 14:50