Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2024 10:23 Sigurreif Maia Sandu fagnar endurkjöri eftir seinni umferð forsetakosninganna í Moldóvu í gær. AP/Vadim Ghirda Maia Sandu, forseti Moldóvu, náði endurkjöri í seinni umferð forsetakosninga sem fóru fram í skugga ásakana um stórfelld afskipti stjórnvalda í Kreml. Hún lýsir úrslitunum sem sigri landið. Þegar tæplega 99 prósent atkvæða höfðu verið talin hafði Sandu fengið 55 prósent þeirra samkvæmt yfirkjörstjórn Moldóvu. Keppinautur hennar, Alexandr Stoianoglo, fyrrverandi saksóknari sem naut stuðnings Sósíalistaflokksins og er hallur undir Rússland, var þá með 45 prósent atkvæða. Eftir fyrri umferð forsetakosninganna og þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu sakaði Sandu rússnesk stjórnvöld um meiriháttar afskiptasemi. Birtingarmynd hennar var kosningasvik, ógnanir og mútur. „Moldóva, þú stendur uppi sem sigurvegari. Í dag hafið þið gefið kennslustund í lýðræði sem verðskuldar að vera skráð í sögubækurnar, kæru Moldóvar,“ sagði Sandu þegar hún lýsti yfir sigri í nótt. AP-fréttastofan segir sigur Sandu létti fyrir ríkisstjórn Moldóvu sem er hlynnt því að opna vesturgluggann. Stjórnarskrárbreyting sem var samþykkt naumlega samhliða fyrri umferð forsetakosninganna í síðasta mánuði færir Moldóvu nær aðild að Evrópusambandinu. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, óskaði Sandu til hamingju með sigurinn í færslu á samfélagsmiðlinum X og virtist vísa óbeint til afskipta Rússa. „Það krefst fádæma styrkleika að yfirstíga þær áskoranir sem þú stóðst frammi fyrir í þessum kosningum,“ skrifaði von der Leyen. Congratulations, dear @sandumaiamd, on your victory tonight.It takes a rare kind of strength to overcome the challenges you’ve faced in this election.I’m glad to continue working with you towards a European future for Moldova and its people. pic.twitter.com/YcCurwhpCq— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) November 3, 2024 Moldóva Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Óvíst um endanleg úrslit varðandi Evrópustefnu Moldóvu Um helmingur kjósenda í Moldóvu vill ganga í Evrópusambandið, ef marka má niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengið var til í gær, þegar 97,66 prósent atkvæða hafa verið talin. 21. október 2024 07:48 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Þegar tæplega 99 prósent atkvæða höfðu verið talin hafði Sandu fengið 55 prósent þeirra samkvæmt yfirkjörstjórn Moldóvu. Keppinautur hennar, Alexandr Stoianoglo, fyrrverandi saksóknari sem naut stuðnings Sósíalistaflokksins og er hallur undir Rússland, var þá með 45 prósent atkvæða. Eftir fyrri umferð forsetakosninganna og þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu sakaði Sandu rússnesk stjórnvöld um meiriháttar afskiptasemi. Birtingarmynd hennar var kosningasvik, ógnanir og mútur. „Moldóva, þú stendur uppi sem sigurvegari. Í dag hafið þið gefið kennslustund í lýðræði sem verðskuldar að vera skráð í sögubækurnar, kæru Moldóvar,“ sagði Sandu þegar hún lýsti yfir sigri í nótt. AP-fréttastofan segir sigur Sandu létti fyrir ríkisstjórn Moldóvu sem er hlynnt því að opna vesturgluggann. Stjórnarskrárbreyting sem var samþykkt naumlega samhliða fyrri umferð forsetakosninganna í síðasta mánuði færir Moldóvu nær aðild að Evrópusambandinu. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, óskaði Sandu til hamingju með sigurinn í færslu á samfélagsmiðlinum X og virtist vísa óbeint til afskipta Rússa. „Það krefst fádæma styrkleika að yfirstíga þær áskoranir sem þú stóðst frammi fyrir í þessum kosningum,“ skrifaði von der Leyen. Congratulations, dear @sandumaiamd, on your victory tonight.It takes a rare kind of strength to overcome the challenges you’ve faced in this election.I’m glad to continue working with you towards a European future for Moldova and its people. pic.twitter.com/YcCurwhpCq— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) November 3, 2024
Moldóva Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Óvíst um endanleg úrslit varðandi Evrópustefnu Moldóvu Um helmingur kjósenda í Moldóvu vill ganga í Evrópusambandið, ef marka má niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengið var til í gær, þegar 97,66 prósent atkvæða hafa verið talin. 21. október 2024 07:48 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Óvíst um endanleg úrslit varðandi Evrópustefnu Moldóvu Um helmingur kjósenda í Moldóvu vill ganga í Evrópusambandið, ef marka má niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengið var til í gær, þegar 97,66 prósent atkvæða hafa verið talin. 21. október 2024 07:48