Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Magnús Jochum Pálsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 3. nóvember 2024 10:40 Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru handan við hornið og er enn ómögulegt að spá fyrir um hver niðurstaðan verður. Spennan er gríðarleg. Getty Spennan magnast fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á þriðjudag. Ný skoðanakönnun á fylgi frambjóðendanna í Iowa hefur vakið athygli; niðurstöður hennar benda til þess að Kamala Harris sé þar með þriggja stiga forskot á Donald Trump. Þetta þykir sæta tíðindum þar sem Iowa er rautt út í gegn, langt frá því að vera sveifluríki; Trump vann ríkið örugglega í síðustu tveimur kosningum. Könnunin er framkvæmd af Ann Selzer, kanónu í skoðanakannanabransanum ytra - sem segir forskot Harris borið uppi af konum og óháðum kjósendum. „Það getur enginn sagt að hann hann hafi séð þetta fyrir,“ sagði Selzer í viðtali við fjölmiðla í Iowa. „Hún hefur greinilega stokkið upp í kjörstöðu,“ sagði hún um Harris. Gæti gefið vísbendingar um Miðvestrið Flestir eru þó sammála um að könnuninni beri að taka með fyrirvara - niðurstöðurnar eru mjög á skjön við aðrar kannanir í ríkinu - en gæti gefið ákveðnar vísbendingar um það hvert önnur Miðvesturríki Bandaríkjanna, eins og til dæmis sveifluríkin Michigan og Wisconsin, stefna. Könnunin sýnir að konur eru aðaláhrifaþátturinn í þessari breytingu í ríkinu. Sé það rétt og sé raunin víðar gæti það haft mikil áhrif á kosningarnar. Í kosningabaráttunni hefur Harris lagt áherslu á að ná til kvenkyns kjósanda á meðan bilið milli kynjanna stækkar og karlar snúa sér frekar að Trump. Inntur eftir viðbrögðum gaf talsmaður Trumps lítið fyrir niðurstöðurnar; kallaði könnunina „hálfvitalega“. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15 Baráttan um Bandaríkin: „Hann veit hvað hann er að gera“ „Hann veit hvað hann er að gera, að mínu mati. Og þess vegna heldur hann sínu,“ sagði Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra í Washington, um Donald Trump í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni. 25. október 2024 07:52 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Sjá meira
Þetta þykir sæta tíðindum þar sem Iowa er rautt út í gegn, langt frá því að vera sveifluríki; Trump vann ríkið örugglega í síðustu tveimur kosningum. Könnunin er framkvæmd af Ann Selzer, kanónu í skoðanakannanabransanum ytra - sem segir forskot Harris borið uppi af konum og óháðum kjósendum. „Það getur enginn sagt að hann hann hafi séð þetta fyrir,“ sagði Selzer í viðtali við fjölmiðla í Iowa. „Hún hefur greinilega stokkið upp í kjörstöðu,“ sagði hún um Harris. Gæti gefið vísbendingar um Miðvestrið Flestir eru þó sammála um að könnuninni beri að taka með fyrirvara - niðurstöðurnar eru mjög á skjön við aðrar kannanir í ríkinu - en gæti gefið ákveðnar vísbendingar um það hvert önnur Miðvesturríki Bandaríkjanna, eins og til dæmis sveifluríkin Michigan og Wisconsin, stefna. Könnunin sýnir að konur eru aðaláhrifaþátturinn í þessari breytingu í ríkinu. Sé það rétt og sé raunin víðar gæti það haft mikil áhrif á kosningarnar. Í kosningabaráttunni hefur Harris lagt áherslu á að ná til kvenkyns kjósanda á meðan bilið milli kynjanna stækkar og karlar snúa sér frekar að Trump. Inntur eftir viðbrögðum gaf talsmaður Trumps lítið fyrir niðurstöðurnar; kallaði könnunina „hálfvitalega“.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15 Baráttan um Bandaríkin: „Hann veit hvað hann er að gera“ „Hann veit hvað hann er að gera, að mínu mati. Og þess vegna heldur hann sínu,“ sagði Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra í Washington, um Donald Trump í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni. 25. október 2024 07:52 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Sjá meira
Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15
Baráttan um Bandaríkin: „Hann veit hvað hann er að gera“ „Hann veit hvað hann er að gera, að mínu mati. Og þess vegna heldur hann sínu,“ sagði Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra í Washington, um Donald Trump í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni. 25. október 2024 07:52