Ronaldo brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma og Al Nassr féll úr leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2024 18:02 Ronaldo fékk að finna fyrir því eftir að Al Nassr féll úr leik. Vísir/Getty Images Hér að neðan má sjá hinn portúgalska Cristiano Ronaldo brenna af vítaspyrnu í uppbótartíma þegar lið hans Al Nassr tapaði 1-0 á heimavelli fyrir Al Taawon í Konungsbikarnum í Sádi-Arabíu. Al Nassr er nú þegar sex stigum á eftir ríkjandi meisturum Al Hilal í efstu deild Sádi-Arabíu þegar átta umferðum er lokið þrátt fyrir að liðið hafi ekki enn tapað leik. Það hefur hins vegar gert þrjú jafntefli á meðan Al Hilal hefur unnið alla átta leiki sína. Það má því segja að Konungsbikarinn hafi verið eini raunhæfi möguleiki Al Nassr á bikar á leiktíðinni. Fyrir leik gærdagsins var búist við öruggum sigri Al Nassar þar sem Al Taawon er ekki eitt þeirra liða sem er í eigu PIF, fjárfestingasjóðs Sádi-Arabíu. Þekktasta nafn liðsins fyrir þau sem fylgjast með evrópskri knattspyrnu er líklega Musa Barrow. Sá lék með Atalanta og Bologna á Ítalíu áður en hann hélt til Sádi-Arabíu. Á sama tíma var Aymeric Laporte í miðverðinum hjá Al Nassr, Marcelo Brozovic var á miðri miðjunni, Ronaldo fremstur og þá kom Sadio Mané inn af bekknum. Cristiano Ronaldo missed a 96th-minute penalty as Al Nassr were knocked out of the Saudi King's Cup 😲#BBCFootball pic.twitter.com/dii74F1iN4— Match of the Day (@BBCMOTD) October 30, 2024 Þrátt fyrir þessar stórstjörnur ásamt lunknum Brasilíumönnum þá tókst Al Nassr ekki að skora í leiknum. Besta færið fékk Ronaldo í uppbótartíma þegar vítaspyrna var dæmd. Hann þrumaði boltanum hins vegar yfir. Waleed Al Ahmad reyndist hetja gestanna en hann skoraði það sem reyndist sigurmarkið þegar tæpar tuttugu mínútur lifðu leiks. Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Íslenski boltinn Um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni: „Engu keyrt í burtu“ Fótbolti Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son Körfubolti Samningi Marcelo rift eftir rifrildi á hliðarlínunni Fótbolti Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Enski boltinn Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Formúla 1 Tuchel fær að vera í fjarvinnu og mun búa langt frá æfingasvæðinu Fótbolti Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Körfubolti Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Formúla 1 Dagskráin í dag: Toppliðið sækir Tindastól heim og ýmislegt um að vera vestanhafs Sport Fleiri fréttir Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Í beinni: Manchester United - Chelsea | Stórleikur á Old Trafford Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Í beinni: Barcelona - Espanyol | Nágrannar berjast í skugga hörmunga Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum Cecilía Rán varði mark Inter í svekkjandi tapi gegn Fiorentina Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Samningi Marcelo rift eftir rifrildi á hliðarlínunni Tuchel fær að vera í fjarvinnu og mun búa langt frá æfingasvæðinu Um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni: „Engu keyrt í burtu“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Sjá meira
Al Nassr er nú þegar sex stigum á eftir ríkjandi meisturum Al Hilal í efstu deild Sádi-Arabíu þegar átta umferðum er lokið þrátt fyrir að liðið hafi ekki enn tapað leik. Það hefur hins vegar gert þrjú jafntefli á meðan Al Hilal hefur unnið alla átta leiki sína. Það má því segja að Konungsbikarinn hafi verið eini raunhæfi möguleiki Al Nassr á bikar á leiktíðinni. Fyrir leik gærdagsins var búist við öruggum sigri Al Nassar þar sem Al Taawon er ekki eitt þeirra liða sem er í eigu PIF, fjárfestingasjóðs Sádi-Arabíu. Þekktasta nafn liðsins fyrir þau sem fylgjast með evrópskri knattspyrnu er líklega Musa Barrow. Sá lék með Atalanta og Bologna á Ítalíu áður en hann hélt til Sádi-Arabíu. Á sama tíma var Aymeric Laporte í miðverðinum hjá Al Nassr, Marcelo Brozovic var á miðri miðjunni, Ronaldo fremstur og þá kom Sadio Mané inn af bekknum. Cristiano Ronaldo missed a 96th-minute penalty as Al Nassr were knocked out of the Saudi King's Cup 😲#BBCFootball pic.twitter.com/dii74F1iN4— Match of the Day (@BBCMOTD) October 30, 2024 Þrátt fyrir þessar stórstjörnur ásamt lunknum Brasilíumönnum þá tókst Al Nassr ekki að skora í leiknum. Besta færið fékk Ronaldo í uppbótartíma þegar vítaspyrna var dæmd. Hann þrumaði boltanum hins vegar yfir. Waleed Al Ahmad reyndist hetja gestanna en hann skoraði það sem reyndist sigurmarkið þegar tæpar tuttugu mínútur lifðu leiks.
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Íslenski boltinn Um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni: „Engu keyrt í burtu“ Fótbolti Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son Körfubolti Samningi Marcelo rift eftir rifrildi á hliðarlínunni Fótbolti Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Enski boltinn Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Formúla 1 Tuchel fær að vera í fjarvinnu og mun búa langt frá æfingasvæðinu Fótbolti Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Körfubolti Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Formúla 1 Dagskráin í dag: Toppliðið sækir Tindastól heim og ýmislegt um að vera vestanhafs Sport Fleiri fréttir Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Í beinni: Manchester United - Chelsea | Stórleikur á Old Trafford Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Í beinni: Barcelona - Espanyol | Nágrannar berjast í skugga hörmunga Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum Cecilía Rán varði mark Inter í svekkjandi tapi gegn Fiorentina Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Samningi Marcelo rift eftir rifrildi á hliðarlínunni Tuchel fær að vera í fjarvinnu og mun búa langt frá æfingasvæðinu Um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni: „Engu keyrt í burtu“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Sjá meira