Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Aron Guðmundsson skrifar 30. október 2024 19:33 Ómar Ingi Guðmundsson, fráfarandi þjálfari HK. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Ómar Ingi Guðmundsson hefur látið af störfum sem þjálfari HK. Hann telur best núna að annar þjálfari taki við stjórnartaumum liðsins og segir að ákvörðun sín hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni. Greint var frá því í yfirlýsingu HK á þriðjudagskvöldið síðastliðið að Ómar Ingi myndi ekki halda áfram þjálfun karlaliðs félagsins í fótbolta sem að féll úr Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili. Það var að ósk Ómars að leiðir myndu skilja á þessum tímapunkti en hann hafði verið aðalþjálfari liðsins síðan árið 2022 og hafði það sama ár stýrt liðinu upp í efstu deild á nýjan leik. Ómar er HK-ingur út í gegn og hefur hann verið það frá sex ára aldri þegar að hann hóf að æfa fótbolta með félaginu sama ár og það var stofnað, á því herrans ári 1992. Síðan þá hefur Ómar átt feril hjá HK sem leikmaður, þjálfari hjá yngri flokkum félagsins og nú síðast sem aðalþjálfari. Rúmt þrjátíu ára samstarf að taka enda en bara tímabundið því HK verður alltaf hluti af Ómari. Klippa: Ómar Ingi: „Töluvert erfiðara að skilja við liðið í þeirri stöðu sem það er í núna“ Ákvörðunin, að róa á önnur mið núna, á sér ekki langan aðdraganda. „Ég sagði það strax þegar að ég tók við liðinu að ef mér liði einhvern tímann eins og félagið væri mögulega betur statt eða í betri málum með einhvern annan við stjórnvölinn þá yrði ég líklegast sá fyrsti til að viðurkenna það og ræða,“ segir Ómar í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Um leið og sú hugmynd fór allt í einu að læðast að mér fannst mér réttast að vera bara hreinskilinn með það sem fyrst með stjórninni.“ Tap í lokaumferðinni gegn KR innsiglaði fall HK úr Bestu deildinni. Þó svo að HK hefði bjargað sér frá þá falli hefði niðurstaðan verið sú sama hjá Ómari. „Það hefði eiginlega gert þessa ákvörðun auðveldari ef við hefðum haldið okkur uppi. Það er töluvert erfiðara að skilja við liðið í þeirri stöðu sem að það er í núna, heldur en það hefði verið ef við hefðum haldið okkur uppi. Mér líður allavegana þannig. Eftir að hafa gert tímabilið upp síðustu daga. Að niðurstaðan hefði verið sú sama, sama hvort við hefðum fallið eða ekki.“ Hlusta má á viðtalið við Ómar í heild sinni hér fyrir neðan, eða horfa á það í heild sinni hér fyrir ofan. Ykkar er valið en þar er rætt við Ómar um tímann hjá HK, ást hans á félaginu, ákvörðunina stóru sem og sýn hans á framhaldið, bæði hvað sig varðar en einnig HK. HK Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Sjá meira
Greint var frá því í yfirlýsingu HK á þriðjudagskvöldið síðastliðið að Ómar Ingi myndi ekki halda áfram þjálfun karlaliðs félagsins í fótbolta sem að féll úr Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili. Það var að ósk Ómars að leiðir myndu skilja á þessum tímapunkti en hann hafði verið aðalþjálfari liðsins síðan árið 2022 og hafði það sama ár stýrt liðinu upp í efstu deild á nýjan leik. Ómar er HK-ingur út í gegn og hefur hann verið það frá sex ára aldri þegar að hann hóf að æfa fótbolta með félaginu sama ár og það var stofnað, á því herrans ári 1992. Síðan þá hefur Ómar átt feril hjá HK sem leikmaður, þjálfari hjá yngri flokkum félagsins og nú síðast sem aðalþjálfari. Rúmt þrjátíu ára samstarf að taka enda en bara tímabundið því HK verður alltaf hluti af Ómari. Klippa: Ómar Ingi: „Töluvert erfiðara að skilja við liðið í þeirri stöðu sem það er í núna“ Ákvörðunin, að róa á önnur mið núna, á sér ekki langan aðdraganda. „Ég sagði það strax þegar að ég tók við liðinu að ef mér liði einhvern tímann eins og félagið væri mögulega betur statt eða í betri málum með einhvern annan við stjórnvölinn þá yrði ég líklegast sá fyrsti til að viðurkenna það og ræða,“ segir Ómar í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Um leið og sú hugmynd fór allt í einu að læðast að mér fannst mér réttast að vera bara hreinskilinn með það sem fyrst með stjórninni.“ Tap í lokaumferðinni gegn KR innsiglaði fall HK úr Bestu deildinni. Þó svo að HK hefði bjargað sér frá þá falli hefði niðurstaðan verið sú sama hjá Ómari. „Það hefði eiginlega gert þessa ákvörðun auðveldari ef við hefðum haldið okkur uppi. Það er töluvert erfiðara að skilja við liðið í þeirri stöðu sem að það er í núna, heldur en það hefði verið ef við hefðum haldið okkur uppi. Mér líður allavegana þannig. Eftir að hafa gert tímabilið upp síðustu daga. Að niðurstaðan hefði verið sú sama, sama hvort við hefðum fallið eða ekki.“ Hlusta má á viðtalið við Ómar í heild sinni hér fyrir neðan, eða horfa á það í heild sinni hér fyrir ofan. Ykkar er valið en þar er rætt við Ómar um tímann hjá HK, ást hans á félaginu, ákvörðunina stóru sem og sýn hans á framhaldið, bæði hvað sig varðar en einnig HK.
HK Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Sjá meira