Skert athygli þegar ekið var inn á öfugan vegarhelming Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2024 11:07 Volvo bíllinn var mikið skemmdur. Aðdragandi banaslyss á Vesturlandsvegi til móts við Skipanes í desember í fyrra var sá að Toyota Yaris bifreið var ekið yfir á öfugan vegarhelming og framan á Volvo fólksbíl úr gagnstæðri átt. 66 ára kona sem ók Toyota bifreiðinni lést af völdum árekstursins og tveir í hinum bílnum slösuðust alvarlega. Slysið varð á þriðja tímanum síðdegis þann 13. desember í fyrra. Toyota Yaris var ekið Vesturlandsveg í átt að höfuðborgarsvæðinu á meðan Volvo bílnum var ekið í hina áttina. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið við gerð skýrslu sinnar um slysið en tilgangur skýrslugerðarinnar er að leiða í ljós orsakir slysa með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum en ekki varpa sök eða ábyrgð á nokkurn sem tengjast slysunum. Áreksturinn varð á Vesturlandsvegi til móts við Skipanes.RNSA Fram kemur í skýrslunni að hraði Toyota Yaris bílsins hafi verið mestur um 105 km/klst rúmlega sekúndu fyrir áreksturinn. Tæpri sekúndu fyrir áreksturinn steig ökumaðurinn á bremsuna og var hraðinn 80 km/klst þegar áreksturinn varð. Ökumaður og farþegi í Volvonum voru einu vitnin að árekstrinum. Þau sögðust lítið muna eftir aðdraganda fyrr en Toyota bílnum var ekið í átt að þeim skömmu fyrir slysið. Hann hefði náð að hægja á ferðinni rétt fyrir slysið, þar sem hann hafi áttað sig á því hvað væri yfirvofandi, og verið búinn að aka eins langt út í vegkant og hann treysti sér til. Hér má sjá áætlaðan árekstrarstað. Rannsóknarnefndin telur að ökumaður Toyota bílsins hafi verið með skerta athygli við aksturinn, mögulega án meðvitundar eða sofandi skömmu fyrir slysið. Hann hafi sennilega ekki orðið var við að hann ók yfir á öfugan vegarhelming fyrr en tveimur sekúndum fyrir slysið þegar hann sýndi fyrst viðbrögð með því að taka fótinn af bensíngjöfinni. Þá kemur fram í skýrslunni að yfirborð vegarins hafi verið malbikað og því mögulegt að fræsa rifflur í yfirborðið. Vegagerðin hafi fræst rifflur á milli akreina á slysstað eftir að slysið varð. Yaris bíllinn skemmdist verulega við áreksturinn. Nefndin beinir þeim tilmælum til ökumanna sem finna fyrir áhrifum þreytu eða syfju að taka sér hvíld eða hætta akstri. Rannsóknir Rannsóknarnefndar samgönguslysa hafi sýnt að svefn og þreyta eru meðal helstu orsaka banaslysa í umferðinni. Því sé brýnt að ökumenn forðist að aka þreyttir. „Margar rannsóknir hafa sýnt að þreyta skerðir aksturshæfni sem og að hætta er á að þreyttur ökumaður dotti eða jafnvel sofni undir stýri. Eins ættu allir að vera á verði og gera athugasemdir við ferðaáætlanir annarra ef sýnt er að þær geri ekki ráð fyrir nægjanlegri hvíld ökumanns,“ segir í ábendingum nefndarinnar. Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Tveir fluttir með þyrlunni eftir alvarlegt bílslys Alvarlegt bílslys varð á Þjóðvegi 1 nærri Skipanesi norður af Akrafjalli á fjórða tímanum í dag. Þrír eru slasaðir og var þyrla Landhelgisgæslunnar send norður til aðstoðar. 13. desember 2023 15:47 Banaslys á Vesturlandsvegi Einn lést í alvarlegu umferðarslysi á Vesturlandsvegi til mót við Skipanes á fjórða tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi. 14. desember 2023 09:38 Nafn konunnar sem lést í slysinu á Vesturlandsvegi Konan sem lést í umferðarslysinu sem varð við Vesturlandsveg á miðvikudag hét Jóninna Huld Haraldsdóttir. 17. desember 2023 21:59 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Slysið varð á þriðja tímanum síðdegis þann 13. desember í fyrra. Toyota Yaris var ekið Vesturlandsveg í átt að höfuðborgarsvæðinu á meðan Volvo bílnum var ekið í hina áttina. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið við gerð skýrslu sinnar um slysið en tilgangur skýrslugerðarinnar er að leiða í ljós orsakir slysa með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum en ekki varpa sök eða ábyrgð á nokkurn sem tengjast slysunum. Áreksturinn varð á Vesturlandsvegi til móts við Skipanes.RNSA Fram kemur í skýrslunni að hraði Toyota Yaris bílsins hafi verið mestur um 105 km/klst rúmlega sekúndu fyrir áreksturinn. Tæpri sekúndu fyrir áreksturinn steig ökumaðurinn á bremsuna og var hraðinn 80 km/klst þegar áreksturinn varð. Ökumaður og farþegi í Volvonum voru einu vitnin að árekstrinum. Þau sögðust lítið muna eftir aðdraganda fyrr en Toyota bílnum var ekið í átt að þeim skömmu fyrir slysið. Hann hefði náð að hægja á ferðinni rétt fyrir slysið, þar sem hann hafi áttað sig á því hvað væri yfirvofandi, og verið búinn að aka eins langt út í vegkant og hann treysti sér til. Hér má sjá áætlaðan árekstrarstað. Rannsóknarnefndin telur að ökumaður Toyota bílsins hafi verið með skerta athygli við aksturinn, mögulega án meðvitundar eða sofandi skömmu fyrir slysið. Hann hafi sennilega ekki orðið var við að hann ók yfir á öfugan vegarhelming fyrr en tveimur sekúndum fyrir slysið þegar hann sýndi fyrst viðbrögð með því að taka fótinn af bensíngjöfinni. Þá kemur fram í skýrslunni að yfirborð vegarins hafi verið malbikað og því mögulegt að fræsa rifflur í yfirborðið. Vegagerðin hafi fræst rifflur á milli akreina á slysstað eftir að slysið varð. Yaris bíllinn skemmdist verulega við áreksturinn. Nefndin beinir þeim tilmælum til ökumanna sem finna fyrir áhrifum þreytu eða syfju að taka sér hvíld eða hætta akstri. Rannsóknir Rannsóknarnefndar samgönguslysa hafi sýnt að svefn og þreyta eru meðal helstu orsaka banaslysa í umferðinni. Því sé brýnt að ökumenn forðist að aka þreyttir. „Margar rannsóknir hafa sýnt að þreyta skerðir aksturshæfni sem og að hætta er á að þreyttur ökumaður dotti eða jafnvel sofni undir stýri. Eins ættu allir að vera á verði og gera athugasemdir við ferðaáætlanir annarra ef sýnt er að þær geri ekki ráð fyrir nægjanlegri hvíld ökumanns,“ segir í ábendingum nefndarinnar.
Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Tveir fluttir með þyrlunni eftir alvarlegt bílslys Alvarlegt bílslys varð á Þjóðvegi 1 nærri Skipanesi norður af Akrafjalli á fjórða tímanum í dag. Þrír eru slasaðir og var þyrla Landhelgisgæslunnar send norður til aðstoðar. 13. desember 2023 15:47 Banaslys á Vesturlandsvegi Einn lést í alvarlegu umferðarslysi á Vesturlandsvegi til mót við Skipanes á fjórða tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi. 14. desember 2023 09:38 Nafn konunnar sem lést í slysinu á Vesturlandsvegi Konan sem lést í umferðarslysinu sem varð við Vesturlandsveg á miðvikudag hét Jóninna Huld Haraldsdóttir. 17. desember 2023 21:59 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Tveir fluttir með þyrlunni eftir alvarlegt bílslys Alvarlegt bílslys varð á Þjóðvegi 1 nærri Skipanesi norður af Akrafjalli á fjórða tímanum í dag. Þrír eru slasaðir og var þyrla Landhelgisgæslunnar send norður til aðstoðar. 13. desember 2023 15:47
Banaslys á Vesturlandsvegi Einn lést í alvarlegu umferðarslysi á Vesturlandsvegi til mót við Skipanes á fjórða tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi. 14. desember 2023 09:38
Nafn konunnar sem lést í slysinu á Vesturlandsvegi Konan sem lést í umferðarslysinu sem varð við Vesturlandsveg á miðvikudag hét Jóninna Huld Haraldsdóttir. 17. desember 2023 21:59