Þar segir að um hafi verið að ræða harðan árekstur milli tveggja bíla sem þrír einstaklingar voru í.

Í öðrum bílnum var ökumaður einn á ferð en í hinni bifreiðinni voru tveir um borð. Ökumaðurinn sem var einn á ferð lést.
Ökumaður og farþegi úr hinni bifreiðinni voru flutt til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Miklar tafir urðu á umferð um Vesturlandsveg í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru lögreglumenn og starfsmenn rannsóknarnefndar samgönguslysa á vettvangi fram á kvöld.