Tónlistarkonan Olivia Rodrigo fékk að heyra það út af kjöri Rodri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2024 07:30 Tónlistarkonan Olivia Rodrigo og knattspyrnumaðurinn Rodri eru með svipað nafn og það skapaði ákveðinn misskilning. Getty/Frazer Harrison/MI News Nettröllin lentu í ákveðnu vandamáli þegar þau vildu herja á spænska miðjumanninn Rodri eftir að hann fékk Gullhnöttinn, Ballon d'Or, á mánudagskvöldið. Það er þekkt vandamál í dag að frægt íþróttafólk fær yfir sig alls konar leiðindi á samfélagsmiðlum þegar einhver er ósáttur með þau. Vettvangur til að koma þessum leiðindum á framfæri er svo sannarlega til staðar með öllum þessum samfélagsmiðlum sem eru í boði. Margir aðdáendur Vinícius Júnior og Real Madrid voru virkilega ósáttir með að Brasilíumaðurinn fékk ekki þessi virtustu verðlaun fótboltamanna. Þessir ósáttu aðdáendur hans fóru á netið og leituðu af samfélagsmiðlum spænska miðjumannsins Rodri sem hafði betur í kjörinu. Það gekk skiljanlega mjög illa vegna þess að besti fótboltamaður heims er ekki með neina samfélagsmiðla. Rodri finnst ekki á Instagram, Tik Tok, Facebook eða á X-inu. Hann hafði því ekki birt neina mynd af sér stoltum með Gullhnöttinn eftirsótta. Sum nettröllin voru ekki með það á hreinu eða sættu sig bara ekki við þá staðreynd. Þeir fóru að leita að aðgangi Rodri og margir þeirra fundu í staðin samfélagsmiðla bandarísku tónlistarkonunnar Oliviu Rodrigo. Eftirnafn hennar, Rodrigo, er auðvitað mjög líkt Rodri. Hann heitir líka fullu nafni Rodrigo Hernández Cascante. Tónlistarkonan fékk því að heyra það út af kjöri Rodri og kom örugglega alveg af fjöllum. Alls konar skilaboð ekkert tengd henni. Hún hefur auðvitað verið upptekin á hljómleikaferðlagi, Guts World Tour, og hélt tónleika síðast í Sydney í Ástralíu. Rodri er heldur ekkert á leiðinni á samfélagsmiðla á næstunni enda þekktur fyrir að lifa mjög venjulegu lífi laus við öll látalæti og óþarfa athygli. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Sjá meira
Það er þekkt vandamál í dag að frægt íþróttafólk fær yfir sig alls konar leiðindi á samfélagsmiðlum þegar einhver er ósáttur með þau. Vettvangur til að koma þessum leiðindum á framfæri er svo sannarlega til staðar með öllum þessum samfélagsmiðlum sem eru í boði. Margir aðdáendur Vinícius Júnior og Real Madrid voru virkilega ósáttir með að Brasilíumaðurinn fékk ekki þessi virtustu verðlaun fótboltamanna. Þessir ósáttu aðdáendur hans fóru á netið og leituðu af samfélagsmiðlum spænska miðjumannsins Rodri sem hafði betur í kjörinu. Það gekk skiljanlega mjög illa vegna þess að besti fótboltamaður heims er ekki með neina samfélagsmiðla. Rodri finnst ekki á Instagram, Tik Tok, Facebook eða á X-inu. Hann hafði því ekki birt neina mynd af sér stoltum með Gullhnöttinn eftirsótta. Sum nettröllin voru ekki með það á hreinu eða sættu sig bara ekki við þá staðreynd. Þeir fóru að leita að aðgangi Rodri og margir þeirra fundu í staðin samfélagsmiðla bandarísku tónlistarkonunnar Oliviu Rodrigo. Eftirnafn hennar, Rodrigo, er auðvitað mjög líkt Rodri. Hann heitir líka fullu nafni Rodrigo Hernández Cascante. Tónlistarkonan fékk því að heyra það út af kjöri Rodri og kom örugglega alveg af fjöllum. Alls konar skilaboð ekkert tengd henni. Hún hefur auðvitað verið upptekin á hljómleikaferðlagi, Guts World Tour, og hélt tónleika síðast í Sydney í Ástralíu. Rodri er heldur ekkert á leiðinni á samfélagsmiðla á næstunni enda þekktur fyrir að lifa mjög venjulegu lífi laus við öll látalæti og óþarfa athygli. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Sjá meira