Segja Man. Utd með fimm manna lista en hver er líklegastur? Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2024 13:36 Ruud van Nistelrooy gæti mögulega tryggt sér starfið til frambúðar ef hann stendur sig sem tímabundinn stjóri Manchester United. Getty/John Walton Manchester United er nú í leit að nýjum knattspyrnustjóra til frambúðar, eftir að Hollendingurinn Erik ten Hag fékk að vita það í morgun að hann hefði verið rekinn. Ljóst er að Ruud van Nistelrooy mun stýra United að minnsta kosti tímabundið, eftir að hafa verið aðstoðarstjóri, en liðið á fyrir höndum leiki gegn Leicester í deildabikarnum á miðvikudagskvöld, við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag, og við PAOK í Evrópudeildinni fimmtudaginn 7. nóvember. Það að hafa Nistelrooy gefur United svigrúm til að taka sér tíma í að ráða næsta knattspyrnustjóra, en samkvæmt veðbönkum í dag er Nistelrooy reyndar talinn líklegastur sem framtíðarstjóri félagsins. Þessi 48 ára Hollendingur raðaði inn mörkum fyrir United á árunum 2001-2006 og hefur þjálfað hjá PSV Eindhoven eftir að skórnir fóru upp í hillu. Hann stýrði þar yngri liðum en tók svo við aðalliði félagsins í mars 2022, áður en hann hætti rúmu ári síðar, eftir að hafa gert PSV að bikarmeistara, og bar fyrir sig skort á stuðningi stjórnenda. Hann var svo ráðinn til United í sumar. Fyrir utan Nistelrooy eru Spánverjinn Xavi, Englendingarnir Gareth Southgate og Graham Potter, Daninn Thomas Frank og Portúgalinn Ruben Amorim einna helst nefndir til sögunnar og efstir í veðbönkum yfir mögulega arftaka Ten Hag. Gareth Southgate bíður mögulega við símann.Getty/Dave Benett Potter var rekinn frá Chelsea í apríl 2023 og er enn án starfs. Áður hafði hann náð afar eftirtektarverðum árangri, fyrst með sænska smáliðinu Östersund og svo sem stjóri Swansea og Brighton. Thomas Frank hefur þótt gera góða hluti með Brentford sem hann kom upp og festi í sessi í ensku úrvalsdeildinni. Það myndi þó kosta sitt fyrir United að losa hann frá Brentford. Amorim var sterklega orðaður við Liverpool áður en félagið réði Arne Slot. Hann stýrði Sporting Lissabon til portúgalska meistaratitilsins árið 2021, aðeins 36 ára gamall, eftir nítján ára bið félagsins, og vann titilinn aftur á síðustu leiktíð. Hann er með samning við Sporting sem gildir til sumarsins 2026. Southgate er án starfs eftir að hafa stýrt enska landsliðinu og nú síðast komið því í úrslitaleik Evrópumótsins í sumar, þar sem það tapaði fyrir Spáni. Xavi stýrði Barcelona til spænska meistaratitilsins á tveimur og hálfu ári sem stjóri félags í mikilli fjárhagskrísu, áður en hann hætti síðasta vor. Sky Sports segir að United sé með fimm manna lista til að vinna út frá en telur þó ekki upp nöfnin á þeim lista. Á meðal annarra sem nefndir hafa verið til sögunnar, fyrir utan þá sem taldir eru upp hér að ofan, eru Kieran McKenna, Zinedine Zidane, Simone Inzaghi, Michael Carrick, Julian Nagelsmann, Edin Terzic og Roberto de Zerbi. Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Ljóst er að Ruud van Nistelrooy mun stýra United að minnsta kosti tímabundið, eftir að hafa verið aðstoðarstjóri, en liðið á fyrir höndum leiki gegn Leicester í deildabikarnum á miðvikudagskvöld, við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag, og við PAOK í Evrópudeildinni fimmtudaginn 7. nóvember. Það að hafa Nistelrooy gefur United svigrúm til að taka sér tíma í að ráða næsta knattspyrnustjóra, en samkvæmt veðbönkum í dag er Nistelrooy reyndar talinn líklegastur sem framtíðarstjóri félagsins. Þessi 48 ára Hollendingur raðaði inn mörkum fyrir United á árunum 2001-2006 og hefur þjálfað hjá PSV Eindhoven eftir að skórnir fóru upp í hillu. Hann stýrði þar yngri liðum en tók svo við aðalliði félagsins í mars 2022, áður en hann hætti rúmu ári síðar, eftir að hafa gert PSV að bikarmeistara, og bar fyrir sig skort á stuðningi stjórnenda. Hann var svo ráðinn til United í sumar. Fyrir utan Nistelrooy eru Spánverjinn Xavi, Englendingarnir Gareth Southgate og Graham Potter, Daninn Thomas Frank og Portúgalinn Ruben Amorim einna helst nefndir til sögunnar og efstir í veðbönkum yfir mögulega arftaka Ten Hag. Gareth Southgate bíður mögulega við símann.Getty/Dave Benett Potter var rekinn frá Chelsea í apríl 2023 og er enn án starfs. Áður hafði hann náð afar eftirtektarverðum árangri, fyrst með sænska smáliðinu Östersund og svo sem stjóri Swansea og Brighton. Thomas Frank hefur þótt gera góða hluti með Brentford sem hann kom upp og festi í sessi í ensku úrvalsdeildinni. Það myndi þó kosta sitt fyrir United að losa hann frá Brentford. Amorim var sterklega orðaður við Liverpool áður en félagið réði Arne Slot. Hann stýrði Sporting Lissabon til portúgalska meistaratitilsins árið 2021, aðeins 36 ára gamall, eftir nítján ára bið félagsins, og vann titilinn aftur á síðustu leiktíð. Hann er með samning við Sporting sem gildir til sumarsins 2026. Southgate er án starfs eftir að hafa stýrt enska landsliðinu og nú síðast komið því í úrslitaleik Evrópumótsins í sumar, þar sem það tapaði fyrir Spáni. Xavi stýrði Barcelona til spænska meistaratitilsins á tveimur og hálfu ári sem stjóri félags í mikilli fjárhagskrísu, áður en hann hætti síðasta vor. Sky Sports segir að United sé með fimm manna lista til að vinna út frá en telur þó ekki upp nöfnin á þeim lista. Á meðal annarra sem nefndir hafa verið til sögunnar, fyrir utan þá sem taldir eru upp hér að ofan, eru Kieran McKenna, Zinedine Zidane, Simone Inzaghi, Michael Carrick, Julian Nagelsmann, Edin Terzic og Roberto de Zerbi.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira