Arteta fyrir Liverpool leikinn: Ætlum ekki að vorkenna okkur sjálfum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2024 08:02 Mikel Arteta er án margra öflugra leikmanna fyrir leik Arsenal á móti toppliði Liverpool. Getty/Crystal Pix Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, ætlar ekki að fara í einhverja sjálfsvorkunn fyrir stórleikinn á móti Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Arsenal liðið verður án margra öflugra leikmanna í leiknum. William Saliba er í leikbanni og þeir Bukayo Saka, Riccardo Calafiori og Jurriën Timber eru meiddir. Fyrirliðinn Martin Ödegaard og Takehiro Tomiyasu verða heldur ekki með. Arteta viðurkenndi það á blaðamannafundi að hann vissi ekki enn hvernig hann ætlar að stilla upp liði sínu á morgun. „Ég veit ekki hvernig liðið mitt verður fyrr en á morgun [laugardag]. Við munum skoða allt vel og það eru margir möguleikar í stöðunni,“ sagði Mikel Arteta. Arteta skoraði líka á sína leikmenn að stíga fram og taka meiri ábyrgð í forföllum liðsfélaga sinna. „Þetta kemur upp í hverri viku. Við verðum að undirbúa okkur fyrir allar aðstæður. Við verðum að vera tilbúnir fyrir allt og gerum þær breytingar sem þarf til. Hver sé tilbúinn í níutíu mínútur og hver er ekki klár? Það er alltaf þannig,“ sagði Arteta. „Auðvitað vildum við ekki vera í þessari stöðu en við erum líka heppnir með það að búa að þeim leikmannahópi sem við eigum. Að hafa þessa leikmenn og leikmenn með þetta hugarfar,“ sagði Arteta. „Þegar kemur að því að bregðast við krefjandi aðstæðum þá er eitt klárt. Við ætlum ekki að vorkenna okkur sjálfum. Við erum lið sem vitum hvað við getum og hvaða vandræðum við getum komið mótherjum okkur í. Við höfum þetta miskunnarlausa hugarfar sem ég elska,“ sagði Arteta. „Ég elska að sjá leikmenn og lið bregðast við krefjandi aðstæðum. Við höldum bara áfram og sýnum tennurnar. Við ætlum að sýna hvað okkur langar þetta mikið. Það eru aðrir í liðinu að fá tækifæri og við þurfum stuðning sem aldrei fyrr,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Fleiri fréttir Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Sjá meira
Arsenal liðið verður án margra öflugra leikmanna í leiknum. William Saliba er í leikbanni og þeir Bukayo Saka, Riccardo Calafiori og Jurriën Timber eru meiddir. Fyrirliðinn Martin Ödegaard og Takehiro Tomiyasu verða heldur ekki með. Arteta viðurkenndi það á blaðamannafundi að hann vissi ekki enn hvernig hann ætlar að stilla upp liði sínu á morgun. „Ég veit ekki hvernig liðið mitt verður fyrr en á morgun [laugardag]. Við munum skoða allt vel og það eru margir möguleikar í stöðunni,“ sagði Mikel Arteta. Arteta skoraði líka á sína leikmenn að stíga fram og taka meiri ábyrgð í forföllum liðsfélaga sinna. „Þetta kemur upp í hverri viku. Við verðum að undirbúa okkur fyrir allar aðstæður. Við verðum að vera tilbúnir fyrir allt og gerum þær breytingar sem þarf til. Hver sé tilbúinn í níutíu mínútur og hver er ekki klár? Það er alltaf þannig,“ sagði Arteta. „Auðvitað vildum við ekki vera í þessari stöðu en við erum líka heppnir með það að búa að þeim leikmannahópi sem við eigum. Að hafa þessa leikmenn og leikmenn með þetta hugarfar,“ sagði Arteta. „Þegar kemur að því að bregðast við krefjandi aðstæðum þá er eitt klárt. Við ætlum ekki að vorkenna okkur sjálfum. Við erum lið sem vitum hvað við getum og hvaða vandræðum við getum komið mótherjum okkur í. Við höfum þetta miskunnarlausa hugarfar sem ég elska,“ sagði Arteta. „Ég elska að sjá leikmenn og lið bregðast við krefjandi aðstæðum. Við höldum bara áfram og sýnum tennurnar. Við ætlum að sýna hvað okkur langar þetta mikið. Það eru aðrir í liðinu að fá tækifæri og við þurfum stuðning sem aldrei fyrr,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Fleiri fréttir Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Sjá meira