Arnór og Birkir fengu kveðju frá Svíþjóð: „Takk fyrir allt“ Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2024 16:02 Arnór Smárason og Birkir Már Sævarsson léku með Hammarby við afar góðan orðstír. Samsett/Getty Sænska knattspyrnufélagið Hammarby birtir í dag myndskeið til heiðurs þeim Birki Má Sævarssyni og Arnóri Smárasyni, vegna tímamótanna í þeirra lífi á morgun. Birkir og Arnór léku báðir með Hammarby á sínum tíma, við afar góðan orðstír, og félagið hefur síður en svo gleymt þeim. Nú þegar fram undan er kveðjuleikur þeirra beggja, þegar Valur og ÍA mætast í lokaumferð Bestu deildarinnar á morgun, sendir Hammarby þeim kveðju og segir: „Gangi ykkur allt í haginn með það sem nú tekur við, Arnór og Birkir, og takk kærlega fyrir allt sem þið hafið gert fyrir Hammarby!“ På lördagen gör @arnorsmaRa sin sista match i karriären och @BirkirSaevars spelar sin sista match på Island – och de möter varandra! All lycka i det ni tar er för framöver, Arnór och Birkir, och stort tack för allt ni gjort för Hammarby!#Bajen pic.twitter.com/e1jtGOvOK9— Hammarby Fotboll (@hammarbyfotboll) October 25, 2024 Eins og fram kom í viðtali við Birki á Vísi í dag þá mun hann eftir kveðjuleikinn fyrir Val á morgun flytja aftur í gamla húsið sitt í Stokkhólmi, frá því þegar hann lék með Hammarby, en fjölskylda hans flutti þangað í desember í fyrra. Og Birkir er í atvinnuleit svo það er aldrei að vita nema að hans gamla félag hafi upp á eitthvað að bjóða. Birkir, sem verður fertugur í næsta mánuði, lauk tíu ára atvinnumannsferli sínum með því að spila í þrjú ár fyrir Hammarby, út tímabilið 2017, áður en hann sneri aftur heim á Hlíðarenda skömmu fyrir HM í Rússlandi 2018. Þeir Birkir og Arnór voru liðsfélagar hjá Hammarby í tvö ár því Arnór lék með liðinu á árunum 2016-2018. Arnór, sem er 36 ára, átti svo eftir að leika með Lilleström í Noregi áður en hann kom til Íslands fyrir sumarið 2021 og varð aftur liðsfélagi Birkis hjá Val. Arnór færði sig svo heim á Skagann og lýkur ferlinum sem leikmaður ÍA. Sænski boltinn Besta deild karla Valur ÍA Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Birkir og Arnór léku báðir með Hammarby á sínum tíma, við afar góðan orðstír, og félagið hefur síður en svo gleymt þeim. Nú þegar fram undan er kveðjuleikur þeirra beggja, þegar Valur og ÍA mætast í lokaumferð Bestu deildarinnar á morgun, sendir Hammarby þeim kveðju og segir: „Gangi ykkur allt í haginn með það sem nú tekur við, Arnór og Birkir, og takk kærlega fyrir allt sem þið hafið gert fyrir Hammarby!“ På lördagen gör @arnorsmaRa sin sista match i karriären och @BirkirSaevars spelar sin sista match på Island – och de möter varandra! All lycka i det ni tar er för framöver, Arnór och Birkir, och stort tack för allt ni gjort för Hammarby!#Bajen pic.twitter.com/e1jtGOvOK9— Hammarby Fotboll (@hammarbyfotboll) October 25, 2024 Eins og fram kom í viðtali við Birki á Vísi í dag þá mun hann eftir kveðjuleikinn fyrir Val á morgun flytja aftur í gamla húsið sitt í Stokkhólmi, frá því þegar hann lék með Hammarby, en fjölskylda hans flutti þangað í desember í fyrra. Og Birkir er í atvinnuleit svo það er aldrei að vita nema að hans gamla félag hafi upp á eitthvað að bjóða. Birkir, sem verður fertugur í næsta mánuði, lauk tíu ára atvinnumannsferli sínum með því að spila í þrjú ár fyrir Hammarby, út tímabilið 2017, áður en hann sneri aftur heim á Hlíðarenda skömmu fyrir HM í Rússlandi 2018. Þeir Birkir og Arnór voru liðsfélagar hjá Hammarby í tvö ár því Arnór lék með liðinu á árunum 2016-2018. Arnór, sem er 36 ára, átti svo eftir að leika með Lilleström í Noregi áður en hann kom til Íslands fyrir sumarið 2021 og varð aftur liðsfélagi Birkis hjá Val. Arnór færði sig svo heim á Skagann og lýkur ferlinum sem leikmaður ÍA.
Sænski boltinn Besta deild karla Valur ÍA Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira