Líkir Jürgen Klopp við Jordan Henderson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2024 07:32 Jürgen Klopp og Jordan Henderson þegar þeir voru báðir í leiðtogahlutverki hjá Liverpool. Getty/Sebastian Frej Jürgen Klopp og Jordan Henderson upplifðu frábæra tíma saman sem knattspyrnustjóri og fyrirliði Liverpool. Liverpool vann marga titla á þeim tíma. Þeir eiga það líka sameiginlegt að hafa tekið umdeilda ákvörðun sem sumir telja að hafa skaðað orðspor þeirra. Blaðamaðurinn Simon Hughes segir að nýjast útspil Klopp, um að taka við starfi hjá Red Bull fótboltaveldinu, minni hann á þegar Jordan Henderson elti peningana til Sádí-Arabíu. „Hann talaði fyrir einu en gerði svo algjöra andstöðu þess,“ sagði Simon Hughes. Henderson yfirgaf Liverpool fyrir peningana í Sádí-Arabíu. Maðurinn sem hafði leitt Liverpool liðið og látið verkin tala inn á vellinum lét freistast af gylliboðum Arabanna. Ævintýri hans í Sádi-Arabíu var þó afar stutt og áður en tímabilið var liðið þá var hann kominn aftur til Evrópu. Hann samdi við hollenska félagið Ajax þar sem hann spilar enn. Það er engin spurning um það að Henderson er ekki litinn sömu augum í dag og þegar leit út fyrir að hann ætlaði að enda ferilinn hjá Liverpool. Margir stuðningsmenn Liverpool grétu líka þegar Jürgen Klopp hætti sem stjóri liðsins en hann var ekki lengi í burtu frá fótboltanum. Klopp mun taka við sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull fyrirtækinu í upphafi nýs árs. Red Bull á félög í nokkrum löndum og eru Red Bull Leipzig í Þýskalandi og Red Bull Salzburg í Austurríki þeirra stærst. Ákvörðun Klopp hefur fengið töluverða gagnrýni í Þýskalandi sem og víðar en hvergi meiri en hjá aðdáendum Mainz og Dortmund, liðum sem Klopp stýrði um árabil. Klopp hefur í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Þessi orð hans eru nú að bíta hann í rassinn. Stuðningsmenn Dortmund hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum og segja hræsni Klopp mikla. Stuðningsmenn Mainz létu goðsögn félagsins líka heyra það á borðum sínum í síðasta leik. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc) Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahús þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Blaðamaðurinn Simon Hughes segir að nýjast útspil Klopp, um að taka við starfi hjá Red Bull fótboltaveldinu, minni hann á þegar Jordan Henderson elti peningana til Sádí-Arabíu. „Hann talaði fyrir einu en gerði svo algjöra andstöðu þess,“ sagði Simon Hughes. Henderson yfirgaf Liverpool fyrir peningana í Sádí-Arabíu. Maðurinn sem hafði leitt Liverpool liðið og látið verkin tala inn á vellinum lét freistast af gylliboðum Arabanna. Ævintýri hans í Sádi-Arabíu var þó afar stutt og áður en tímabilið var liðið þá var hann kominn aftur til Evrópu. Hann samdi við hollenska félagið Ajax þar sem hann spilar enn. Það er engin spurning um það að Henderson er ekki litinn sömu augum í dag og þegar leit út fyrir að hann ætlaði að enda ferilinn hjá Liverpool. Margir stuðningsmenn Liverpool grétu líka þegar Jürgen Klopp hætti sem stjóri liðsins en hann var ekki lengi í burtu frá fótboltanum. Klopp mun taka við sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull fyrirtækinu í upphafi nýs árs. Red Bull á félög í nokkrum löndum og eru Red Bull Leipzig í Þýskalandi og Red Bull Salzburg í Austurríki þeirra stærst. Ákvörðun Klopp hefur fengið töluverða gagnrýni í Þýskalandi sem og víðar en hvergi meiri en hjá aðdáendum Mainz og Dortmund, liðum sem Klopp stýrði um árabil. Klopp hefur í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Þessi orð hans eru nú að bíta hann í rassinn. Stuðningsmenn Dortmund hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum og segja hræsni Klopp mikla. Stuðningsmenn Mainz létu goðsögn félagsins líka heyra það á borðum sínum í síðasta leik. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc)
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahús þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira