Fanney verður ekki með gegn Ólympíumeisturunum Aron Guðmundsson skrifar 24. október 2024 10:21 Fanney Inga Birkisdóttir með góð tilþrif. Vísir/Anton Brink Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, markvörður Stjörnunnar, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið í knattspyrnu í stað Fanneyjar Ingu Birkisdóttir sem fékk höfuðhögg á æfingu sem veldur því að hún mun ekki geta tekið þátt í tveimur æfingaleikjum gegn ríkjandi Ólympíumeisturum Bandaríkjanna. Fyrri leikur Íslands og Bandaríkjanna hefst rétt fyrir miðnætti í kvöld á íslenskum tíma og verður leikurinn spilaður á Q2 leikvanginum í Austin í Texas. Liðin mætast svo öðru sinni þremur dögum síðar á Geodis Park í Nashville, Tennessee. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari er tilneyddur til þess að gera þessa breytingu á landsliðshópnum í kjölfar æfingar íslenska landsliðsins en þarf fékk Fanney Inga höfuðhögg sem veldur því að hún getur ekki tekið þátt í þeim tveimur leikjum sem Ísland á fyrir höndum gegn Bandaríkjunum ytra. ➡️ Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving hefur verið kölluð inn í hóp A kvenna fyrir leikina tvo gegn Bandaríkjunum.⬅️ Fanney Inga Birkisdóttir getur ekki tekið þátt í leikjunum vegna meiðsla.#viðerumísland pic.twitter.com/eZnJEAIPV6— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 24, 2024 „Hún fékk eitthvað smá höfuðhögg á æfingu og verður ekki klár fyrir leikinn. Að öðru leiti eru allir aðrir leikmenn klárir,“ sagði Þorsteinn um stöðuna á Fanneyju sem og öðrum leikmönnum Íslands í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum KSÍ. Fanney, sem lék lykilhlutverk í marki bikarmeistara Vals á nýafstöðnu tímabili, hefur varið mark íslenska landsliðsins að undanförnu. Auður Scheving sem hefur verið kölluð inn í landsliðshópinn í hennar stað spilaði fimm leiki í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili með Stjörnunni. Fyrir voru þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Inter Milan, og Telma Ívarsdóttir, markvörður nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks í íslenska landsliðshópnum og mun Auður nú mynda markvarðarteymi Íslands með þeim. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Fyrri leikur Íslands og Bandaríkjanna hefst rétt fyrir miðnætti í kvöld á íslenskum tíma og verður leikurinn spilaður á Q2 leikvanginum í Austin í Texas. Liðin mætast svo öðru sinni þremur dögum síðar á Geodis Park í Nashville, Tennessee. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari er tilneyddur til þess að gera þessa breytingu á landsliðshópnum í kjölfar æfingar íslenska landsliðsins en þarf fékk Fanney Inga höfuðhögg sem veldur því að hún getur ekki tekið þátt í þeim tveimur leikjum sem Ísland á fyrir höndum gegn Bandaríkjunum ytra. ➡️ Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving hefur verið kölluð inn í hóp A kvenna fyrir leikina tvo gegn Bandaríkjunum.⬅️ Fanney Inga Birkisdóttir getur ekki tekið þátt í leikjunum vegna meiðsla.#viðerumísland pic.twitter.com/eZnJEAIPV6— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 24, 2024 „Hún fékk eitthvað smá höfuðhögg á æfingu og verður ekki klár fyrir leikinn. Að öðru leiti eru allir aðrir leikmenn klárir,“ sagði Þorsteinn um stöðuna á Fanneyju sem og öðrum leikmönnum Íslands í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum KSÍ. Fanney, sem lék lykilhlutverk í marki bikarmeistara Vals á nýafstöðnu tímabili, hefur varið mark íslenska landsliðsins að undanförnu. Auður Scheving sem hefur verið kölluð inn í landsliðshópinn í hennar stað spilaði fimm leiki í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili með Stjörnunni. Fyrir voru þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Inter Milan, og Telma Ívarsdóttir, markvörður nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks í íslenska landsliðshópnum og mun Auður nú mynda markvarðarteymi Íslands með þeim.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira