Biðla til fólks að sýna virðingu í nýopnaðri Grindavík Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. október 2024 13:39 Grindavík verður aðgengileg almenningi frá og með klukkan sex í fyrramálið. Vísir/Sigurjón Frá og með klukkan sex í fyrramálið verður Grindavíkurbær opinn fyrir almennri umferð. Ferðamálastofa biðlar til fólks að sýna ábyrgð og virðingu þar sem enn er töluverð hætta á ferð. Framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur tilkynnti síðastliðinn miðvikudag bærinn yrði opinn almenningi en hann hafði verið lokaður öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum bæjarins, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa frá því í nóvember í fyrra. Þó með þeim fyrirvara að hættustigi kunni að verða lýst aftur yfir vegna jarðhræringa. Sjá einnig: Opna Grindavík öllum eftir helgi Nefndin vísaði til þess að bærinn væri á lægsta almannavarnastigi og að stór hluti hans væri alveg óraskaður. Framkvæmdir hefðu átt sér stað í sumar við kortlagningu hættusvæða, að fylla í sprungur og gera við götur og gangstéttir. Í tilkynningu á vef Ferðamálastofu segir að gera megi ráð fyrir að það sé áhugi á því að sjá hvaða áhrif jarðskjálftar og eldgos hafi haft á svæðið, bæði meðal almennings og ferðaþjónustuaðila sem hafi hug á að bjóða upp á ferðir um svæðið og bæinn. Í ljósi þess brýnir Ferðamálastofa fyrir fólki að sýna ábyrga ferðahegðun í ferðum um bæinn. Mikilvægt sé að skipuleggja og framkvæma ferðirnar af virðingu við samfélagið á svæðinu. Taka þurfi tillit til þess að þegar farið sé um svæðið í Efrahópi, sem hraun rann yfir í janúar, að þar hafi fjölskyldur misst aleigu sína. „Sýnum íbúum tillitssemi, göngum ekki um lóðir eða kíkjum á glugga yfirgefinna húsa svo dæmi séu tekin,“ segir á vef Ferðamálastofu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur tilkynnti síðastliðinn miðvikudag bærinn yrði opinn almenningi en hann hafði verið lokaður öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum bæjarins, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa frá því í nóvember í fyrra. Þó með þeim fyrirvara að hættustigi kunni að verða lýst aftur yfir vegna jarðhræringa. Sjá einnig: Opna Grindavík öllum eftir helgi Nefndin vísaði til þess að bærinn væri á lægsta almannavarnastigi og að stór hluti hans væri alveg óraskaður. Framkvæmdir hefðu átt sér stað í sumar við kortlagningu hættusvæða, að fylla í sprungur og gera við götur og gangstéttir. Í tilkynningu á vef Ferðamálastofu segir að gera megi ráð fyrir að það sé áhugi á því að sjá hvaða áhrif jarðskjálftar og eldgos hafi haft á svæðið, bæði meðal almennings og ferðaþjónustuaðila sem hafi hug á að bjóða upp á ferðir um svæðið og bæinn. Í ljósi þess brýnir Ferðamálastofa fyrir fólki að sýna ábyrga ferðahegðun í ferðum um bæinn. Mikilvægt sé að skipuleggja og framkvæma ferðirnar af virðingu við samfélagið á svæðinu. Taka þurfi tillit til þess að þegar farið sé um svæðið í Efrahópi, sem hraun rann yfir í janúar, að þar hafi fjölskyldur misst aleigu sína. „Sýnum íbúum tillitssemi, göngum ekki um lóðir eða kíkjum á glugga yfirgefinna húsa svo dæmi séu tekin,“ segir á vef Ferðamálastofu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira