Opna Grindavík öllum eftir helgi Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2024 13:44 Frá framkvæmdum í Grindavík í sumar. Holrými undir bænum voru kortlögð og fyllt var upp í sprungur. Vísir/Arnar Aðgangur að Grindavík verður hindranalaus frá og með mánudagsmorgni samkvæmt ákvörðun framkvæmdanefndar um málefni bæjarins sem kynnt var í dag. Lokað verður aftur ef hættu- eða neyðarstigi verður aftur lýst yfir. Grindavík hefur verið lokuð öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa frá því í nóvember í fyrra. Öllum hindrunum verður nú aflétt klukkan 6:00 mánudaginn 21. október. Opið verður þar til hættustigi kann að verða lýst yfir aftur vegna eldgosa eða jarðhræringa. Áfram verður eftirlit með umferð til og frá bænum en það fer fram með rafrænum hætti. Það var sagt gert í öryggisskyni ef til rýmingar bæjarins kæmi á upplýsingarfundi Grindavíkurnefndarinnar í dag. Íbúar og gestir dvelja á hættusvæðinu á eigin ábyrgð. Nefndin vísar til þess að bærinn sé á óvissustigi, lægsta almannavarnastigi og að stór hluti bæjarsins sé alveg óraskaður. Framkvæmdir hafa átt sér stað í sumar til þess að kortleggja hættuleg svæði, fylla upp í sprungur og gera við götur og gangstéttir. Bærinn sé öruggari fyrir vikið. Einstökum svæðum innan bæjarmarkanna gæti verið lokað fyrir umferð ef nauðsyn þykir. Fólk haldi sig á götunum Tilangurinn með opnuninni er sagður að standa vörð um bæinn og verðmæta atvinnustarfsemi. Of snemmt sé hins vegar að segja til um framtíð bæjarins til lengri tíma litið. Nefndin segist telja að opnuni renni styrkari stoðum undir atvinnulífið í Grindavík. Aukið aðgengi tryggi þó ekki að öll fyrirtæki geti opnað starfsemi aftur. Aðstæður eru sagðar geta breyst hratt enda sé jarðhræringunum á Reykjanesi hvergi nærri lokið. Því geti reynst nauðsynlegt að rýma bæinn og nágrenni með skömmum fyrirvara og loka aftur. Lýsi ríkislögreglustjóri yfir hættu- eða neyðarstigi verði aðgangastýringu að Grindavík breytt með tilliti til þess og bærinn rýmdur og honum lokað eftir aðstæðum. Viðbragðsaðilar og vettvangsstjórn verða áfram starfandi með óbreyttum hætti. Á meðal öryggisráðstafana sem gripið er til er fólk hvatt til þess að halda sig við götur bæjarins og forðast að fara út á lóðir og önnur opin svæði. Skiltum verður komið upp við vegi inn í Grindavík þar sem kemur fram að bærinn sé hættusvæði. Þá verða flóttaleiðir út úr Grindavík merktar sérstaklega. Skipuleggjendur ferða eru hvattir til að kanna sér vel aðstæður, akstursleiðir fyrir hópbifreiðar, öryggisráðstafanir og flóttaleiðir. Ekki stendur til að hefja starf í skólum, leikskólum eða frístundastarf í Grindavík. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ítrekað að Grindavík sé ekki staður fyrir barnafólk eða börn að leik. Árni Þór Sigurðsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, sagði að börn ættu ekki að vera eftirlitslaus í Grindavík. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira
Grindavík hefur verið lokuð öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa frá því í nóvember í fyrra. Öllum hindrunum verður nú aflétt klukkan 6:00 mánudaginn 21. október. Opið verður þar til hættustigi kann að verða lýst yfir aftur vegna eldgosa eða jarðhræringa. Áfram verður eftirlit með umferð til og frá bænum en það fer fram með rafrænum hætti. Það var sagt gert í öryggisskyni ef til rýmingar bæjarins kæmi á upplýsingarfundi Grindavíkurnefndarinnar í dag. Íbúar og gestir dvelja á hættusvæðinu á eigin ábyrgð. Nefndin vísar til þess að bærinn sé á óvissustigi, lægsta almannavarnastigi og að stór hluti bæjarsins sé alveg óraskaður. Framkvæmdir hafa átt sér stað í sumar til þess að kortleggja hættuleg svæði, fylla upp í sprungur og gera við götur og gangstéttir. Bærinn sé öruggari fyrir vikið. Einstökum svæðum innan bæjarmarkanna gæti verið lokað fyrir umferð ef nauðsyn þykir. Fólk haldi sig á götunum Tilangurinn með opnuninni er sagður að standa vörð um bæinn og verðmæta atvinnustarfsemi. Of snemmt sé hins vegar að segja til um framtíð bæjarins til lengri tíma litið. Nefndin segist telja að opnuni renni styrkari stoðum undir atvinnulífið í Grindavík. Aukið aðgengi tryggi þó ekki að öll fyrirtæki geti opnað starfsemi aftur. Aðstæður eru sagðar geta breyst hratt enda sé jarðhræringunum á Reykjanesi hvergi nærri lokið. Því geti reynst nauðsynlegt að rýma bæinn og nágrenni með skömmum fyrirvara og loka aftur. Lýsi ríkislögreglustjóri yfir hættu- eða neyðarstigi verði aðgangastýringu að Grindavík breytt með tilliti til þess og bærinn rýmdur og honum lokað eftir aðstæðum. Viðbragðsaðilar og vettvangsstjórn verða áfram starfandi með óbreyttum hætti. Á meðal öryggisráðstafana sem gripið er til er fólk hvatt til þess að halda sig við götur bæjarins og forðast að fara út á lóðir og önnur opin svæði. Skiltum verður komið upp við vegi inn í Grindavík þar sem kemur fram að bærinn sé hættusvæði. Þá verða flóttaleiðir út úr Grindavík merktar sérstaklega. Skipuleggjendur ferða eru hvattir til að kanna sér vel aðstæður, akstursleiðir fyrir hópbifreiðar, öryggisráðstafanir og flóttaleiðir. Ekki stendur til að hefja starf í skólum, leikskólum eða frístundastarf í Grindavík. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ítrekað að Grindavík sé ekki staður fyrir barnafólk eða börn að leik. Árni Þór Sigurðsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, sagði að börn ættu ekki að vera eftirlitslaus í Grindavík.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira