Metsekt fyrir að mismuna gyðingum og banna þeim að fljúga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. október 2024 08:15 Lufthansa samþykkti að greiða sektina en hefur ekki viðurkennt sök. epa/Toms Kalnins Bandaríska ríkið hefur sektað flugfélagið Lufthansa um fjórar milljónir dala fyrir að hafa bannað gyðingum að ganga um borð í vél félagsins árið 2022 þar sem sumir þeirra neituðu að bera sóttvarnagrímu. Yfirvöld segja að um mismunun hafi verið að ræða, þar sem öllum hópnum var bannað að fljúga jafnvel þótt um væri að ræða einstaklinga og hópa sem þekktust ekki. Um er að ræða metupphæð en aldrei áður hefur svo há sekt verið lögð á flugfélag fyrir að brjóta gegn réttindum fólks. Talsmenn Lufthansa segja fyrirtækið hafa samþykkt að greiða sektina til að forðast málaferli en neita að hafa mismunað gegn farþegunum. Segja þeir málið byggja á misskilningi þegar atvikið átti sér stað. Umræddir farþegar voru að fara frá New York til Búdapest í maí 2022 og klæddust allir klæðnaði strangtrúaðra gyðinga. Þeir áttu það annað sameiginlegt að hafa bókað ferðalög sín með sömu ferðaskrifstofum. Millilent var í Frankfurt, þar sem öryggisvörðum var gert viðvart að sumir farþegar hefðu neitað að fara eftir ábendingum áhafnarinnar um að bera sóttvarnagrímur og forðast það að safnast saman á göngum vélarinnar. Ákveðið var í framhaldinu að ógilda um hundrað miða en miðaeigendurnir áttu það sameiginlegt að vera gyðingar. Samkvæmt úrskurði yfirvalda voru fulltrúar Lufthansa meðvitaðir um að með því að refsa hópnum væru þeir að refsa einstaklingum sem hefðu ekkert gert af sér en þeir sögðu ekki praktískt að taka á hverju máli fyrir sig. Meirihluti farþeganna var bókaður í annað flug sama dag. Yfirvöld sögðu Lufthansa ekki hafa getað bent á einn einasta farþega og ákveðið brot sem viðkomandi hefði framið en talsmenn fyrirtækisins sögðu brotin hafa verið svo mörg og staðið yfir svo lengi að það hefði verið ómögulegt að tengja stöku farþega við stöku brot. BBC greindi frá. Fréttir af flugi Bandaríkin Mannréttindi Þýskaland Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Yfirvöld segja að um mismunun hafi verið að ræða, þar sem öllum hópnum var bannað að fljúga jafnvel þótt um væri að ræða einstaklinga og hópa sem þekktust ekki. Um er að ræða metupphæð en aldrei áður hefur svo há sekt verið lögð á flugfélag fyrir að brjóta gegn réttindum fólks. Talsmenn Lufthansa segja fyrirtækið hafa samþykkt að greiða sektina til að forðast málaferli en neita að hafa mismunað gegn farþegunum. Segja þeir málið byggja á misskilningi þegar atvikið átti sér stað. Umræddir farþegar voru að fara frá New York til Búdapest í maí 2022 og klæddust allir klæðnaði strangtrúaðra gyðinga. Þeir áttu það annað sameiginlegt að hafa bókað ferðalög sín með sömu ferðaskrifstofum. Millilent var í Frankfurt, þar sem öryggisvörðum var gert viðvart að sumir farþegar hefðu neitað að fara eftir ábendingum áhafnarinnar um að bera sóttvarnagrímur og forðast það að safnast saman á göngum vélarinnar. Ákveðið var í framhaldinu að ógilda um hundrað miða en miðaeigendurnir áttu það sameiginlegt að vera gyðingar. Samkvæmt úrskurði yfirvalda voru fulltrúar Lufthansa meðvitaðir um að með því að refsa hópnum væru þeir að refsa einstaklingum sem hefðu ekkert gert af sér en þeir sögðu ekki praktískt að taka á hverju máli fyrir sig. Meirihluti farþeganna var bókaður í annað flug sama dag. Yfirvöld sögðu Lufthansa ekki hafa getað bent á einn einasta farþega og ákveðið brot sem viðkomandi hefði framið en talsmenn fyrirtækisins sögðu brotin hafa verið svo mörg og staðið yfir svo lengi að það hefði verið ómögulegt að tengja stöku farþega við stöku brot. BBC greindi frá.
Fréttir af flugi Bandaríkin Mannréttindi Þýskaland Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira