Lauk afplánun fyrir teikningu dóttur sinnar Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2024 15:49 Alexei Moskaljov sat í fangelsi í 22 mánuði vegna teikningar dóttur hans sem rússnesk yfirvöld töldu ófrægja herinn. AP Rússneskur faðir sem var sakfelldur fyrir óhróður um herinn vegna myndar sem dóttir hans teiknaði er laus úr fangelsi eftir eins og hálfs árs vist. Skólastjóri stúlkunnar tilkynnti lögreglu um teikninguna á sínum tíma. Dóttir Alexei Moskaljov var tólf ára gömul þegar hún teiknaði mynd af konu með úkraínskan fána sem hélt hlífiskildi yfir barni sínu fyrir rússneskri eldflaugaárás í myndmenntartíma skömmu eftir að innrásin í Úkraínu hófst. Skólastjórinn í bænum Jefremov nærri Túla hringdi á lögregluna og stúlkan var yfirheyrð af fulltrúum leyniþjónustunnar FSB og faðir hennar sömuleiðis. Leyniþjónustumennirnir sögðu Moskaljov að hann æli dóttur sína „rangt“ upp, að sögn Washington Post. Moskaljov var kærður fyrir áróður gegn stríðinu og sektaður en í desember 2022 var hann svo ákærður fyrir að bera út óhróður um rússneska herinn. Stuðningskona Moskaljov-fjölskyldunnar í bol með mynd af Möshu Moskaljov. Faðir hennar var dæmdur í fangelsi fyrir teikningu hennar.Vísir/EPA Dótturinni var komið fyrir á munaðarleysingjahæli þar sem móðir hennar neitaði að taka við henni. Moskaljov hafði alið hana einn upp frá þriggja ára aldri. Hann reyndi að flýja land en var handsamaður og stungið í fangelsi. Stúlkunni var á endanum komið til móður sinnar. Moskaljov var loks látinn laus í dag. Hann sagði fjölmiðlamönnum sem tóku á móti honum að það hefði verið dóttir hans sem hélt honum gangandi innan veggja fangelsisins þar sem hann sætti illri meðferð. Hundruð barna handtekin fyrir mótmæli gegn stríðinu Stjórn Vladímírs Pútín forseta hefur gengið hart fram í að bæla niður allt andóf og þrengja að frjálsum fjölmiðlum og félagasamtökum í landinu á undanförnum árum, sérstaklega eftir að hann hóf innrásstríð sitt hans í Úkraínu. Rússneskir skólar eru sagðir dreifa áróðri stjórnvalda um stríðið og kennarar og nemendur sem lýsa andstöðu við stríðið fá að kenna á því. Maður gengur framhjá veggmynd af rússneskum hermanni í bænum Jefremov þar sem Moskaljov-fjölskyldan bjó.Vísir/EPA Mannréttindasamtökin OVD-Info segja að á sjötta hundrað barna hafi verið handtekin fyrir mótmæli gegn stríðinu og að tuttugu skólabörn hafi hlotið þunga fangelsisdóma fyrir ýmis konar andóf, þar á meðal að reyna að trufla vopnasendingar til Úkraínu. Tugir þeirra eru sagðir á lista stjórnvalda yfir öfga- og hryðjuverkamenn. Samtökin segja mál Moskaljov hluti af ógnvekjandi þróun í Rússlandi þar sem ungmennum sem eru mótfallin stríðinu og fjölskyldum þeirra sé ógnað á sama tíma og börn sé þvinguð inn í hervætt samfélag sem þolir ekkert andóf. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tjáningarfrelsi Erlend sakamál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Dóttir Alexei Moskaljov var tólf ára gömul þegar hún teiknaði mynd af konu með úkraínskan fána sem hélt hlífiskildi yfir barni sínu fyrir rússneskri eldflaugaárás í myndmenntartíma skömmu eftir að innrásin í Úkraínu hófst. Skólastjórinn í bænum Jefremov nærri Túla hringdi á lögregluna og stúlkan var yfirheyrð af fulltrúum leyniþjónustunnar FSB og faðir hennar sömuleiðis. Leyniþjónustumennirnir sögðu Moskaljov að hann æli dóttur sína „rangt“ upp, að sögn Washington Post. Moskaljov var kærður fyrir áróður gegn stríðinu og sektaður en í desember 2022 var hann svo ákærður fyrir að bera út óhróður um rússneska herinn. Stuðningskona Moskaljov-fjölskyldunnar í bol með mynd af Möshu Moskaljov. Faðir hennar var dæmdur í fangelsi fyrir teikningu hennar.Vísir/EPA Dótturinni var komið fyrir á munaðarleysingjahæli þar sem móðir hennar neitaði að taka við henni. Moskaljov hafði alið hana einn upp frá þriggja ára aldri. Hann reyndi að flýja land en var handsamaður og stungið í fangelsi. Stúlkunni var á endanum komið til móður sinnar. Moskaljov var loks látinn laus í dag. Hann sagði fjölmiðlamönnum sem tóku á móti honum að það hefði verið dóttir hans sem hélt honum gangandi innan veggja fangelsisins þar sem hann sætti illri meðferð. Hundruð barna handtekin fyrir mótmæli gegn stríðinu Stjórn Vladímírs Pútín forseta hefur gengið hart fram í að bæla niður allt andóf og þrengja að frjálsum fjölmiðlum og félagasamtökum í landinu á undanförnum árum, sérstaklega eftir að hann hóf innrásstríð sitt hans í Úkraínu. Rússneskir skólar eru sagðir dreifa áróðri stjórnvalda um stríðið og kennarar og nemendur sem lýsa andstöðu við stríðið fá að kenna á því. Maður gengur framhjá veggmynd af rússneskum hermanni í bænum Jefremov þar sem Moskaljov-fjölskyldan bjó.Vísir/EPA Mannréttindasamtökin OVD-Info segja að á sjötta hundrað barna hafi verið handtekin fyrir mótmæli gegn stríðinu og að tuttugu skólabörn hafi hlotið þunga fangelsisdóma fyrir ýmis konar andóf, þar á meðal að reyna að trufla vopnasendingar til Úkraínu. Tugir þeirra eru sagðir á lista stjórnvalda yfir öfga- og hryðjuverkamenn. Samtökin segja mál Moskaljov hluti af ógnvekjandi þróun í Rússlandi þar sem ungmennum sem eru mótfallin stríðinu og fjölskyldum þeirra sé ógnað á sama tíma og börn sé þvinguð inn í hervætt samfélag sem þolir ekkert andóf.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tjáningarfrelsi Erlend sakamál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira