Tuchel tekur við enska landsliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2024 17:47 Thomas Tuchel verður þriðji útlendingurinn til að stýra enska landsliðinu. getty/Matthias Hangst Þjóðverjinn Thomas Tuchel verður næsti þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta. Frá þessu greinir The Times nú undir kvöld. Samkomulag er í höfn og búist við opinberri yfirlýsingu á næstunni. Tuchel opnaði á það í júlí að taka við enska landsliðinu og nú er það frágengið. 🔺 EXCLUSIVE: Thomas Tuchel has agreed to become the new England manager after concluding a deal with the Football Association and an unveiling is expected this weekRead more ⬇️— Times Sport (@TimesSport) October 15, 2024 Lee Carsley hefur stýrt enska landsliðinu í síðustu fjórum leikjum þess, eða síðan Gareth Southgate hætti í sumar. Litlar líkur voru hins vegar taldar á því að Carsley yrði ráðinn landsliðsþjálfari Englands til frambúðar. Tuchel hefur verið án starfs síðan hann hætti hjá Bayern München í maí. Enska knattspyrnusambandið hafði áhuga á að fá Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, sem næsta landsliðsþjálfara en svo virðist sem hann hafi ekki verið klár í slaginn. Tuchel verður þriðji útlendingurinn til að stýra enska landsliðinu, á eftir Sven-Göran Eriksson og Fabio Capello. Tuchel, sem er 51 árs, hefur ekki þjálfað landslið áður. Á ferli sínum hefur hann stýrt Mainz 05, Borussia Dortmund og Bayern í heimalandinu, Paris Saint-Germain í Frakklandi og Chelsea á Englandi. Hann vann deildartitla með PSG og Bayern og stýrði Chelsea til sigurs í Meistaradeild Evrópu 2021. Uppfært klukkan 17:50, eftir frétt The Times um að samkomulag væri í höfn. Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Sjá meira
Frá þessu greinir The Times nú undir kvöld. Samkomulag er í höfn og búist við opinberri yfirlýsingu á næstunni. Tuchel opnaði á það í júlí að taka við enska landsliðinu og nú er það frágengið. 🔺 EXCLUSIVE: Thomas Tuchel has agreed to become the new England manager after concluding a deal with the Football Association and an unveiling is expected this weekRead more ⬇️— Times Sport (@TimesSport) October 15, 2024 Lee Carsley hefur stýrt enska landsliðinu í síðustu fjórum leikjum þess, eða síðan Gareth Southgate hætti í sumar. Litlar líkur voru hins vegar taldar á því að Carsley yrði ráðinn landsliðsþjálfari Englands til frambúðar. Tuchel hefur verið án starfs síðan hann hætti hjá Bayern München í maí. Enska knattspyrnusambandið hafði áhuga á að fá Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, sem næsta landsliðsþjálfara en svo virðist sem hann hafi ekki verið klár í slaginn. Tuchel verður þriðji útlendingurinn til að stýra enska landsliðinu, á eftir Sven-Göran Eriksson og Fabio Capello. Tuchel, sem er 51 árs, hefur ekki þjálfað landslið áður. Á ferli sínum hefur hann stýrt Mainz 05, Borussia Dortmund og Bayern í heimalandinu, Paris Saint-Germain í Frakklandi og Chelsea á Englandi. Hann vann deildartitla með PSG og Bayern og stýrði Chelsea til sigurs í Meistaradeild Evrópu 2021. Uppfært klukkan 17:50, eftir frétt The Times um að samkomulag væri í höfn.
Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Sjá meira