Möguleiki á að Albert komi til móts við landsliðið: „Verðum bara að bíða og sjá“ Aron Guðmundsson skrifar 10. október 2024 18:47 Albert Guðmundsson og Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands Vísir/Samsett mynd Möguleiki er á því að Albert Guðmundsson komi til móts við íslenska landsliðið í yfirstandandi landsliðsverkefni. Þetta segir Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands. Líkt og greint var frá fyrr í dag var Albert, sem er leikmaður ítalska úrvalsdeildarfélagsins Fiorentina, sýknaður af ákæru um nauðgun í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað. Niðurstaða dagsins gerir það að verkum að velja má Albert á nýjan leik í íslenska landsliðið. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, greindi frá því í samtali við Vísi í dag eftir að niðurstaðan í máli Alberts var ljós að það væri nú í höndum Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, að ákveða hvort kallað yrði í Albert núna. Í uppfærðri viðbragðsáætlun Knattspyrnusambands Íslands vegna meintra alvarlegra brota einstaklinga, sem samþykkt var í júní fyrra á þessu ári, segir að: Þegar mál hafa verið felld niður, eða að loknum sýknudómi, þá megi einstaklingur njóta vafans þannig að mál teljist ekki vera til meðferðar frá þeim tímapunkti. Það eigi við þó svo ákvörðun um niðurfellingu sé kærð eða sýknudómi áfrýjað. Ísland mætir Wales á Laugardalsvelli annað kvöld og svo Tyrklandi á mánudaginn kemur. Möguleiki er fyrir hendi að Albert verði kallaður inn í landsliðshópinn þó það verði að teljast ólíklegt að hann verði mættur frá Ítalíu á Laugardalsvöll strax á morgun. Nokkur flækjustig eru fyrir hendi líkt og Hareide tjáði sig um í samtali við Stöð 2 Sport eftir blaðamannafund Íslands í dag. „Við þurfum fyrst að líta á reglurnar sem gilda þegar að landslið vilja fá leikmenn frá félagsliðum í landsliðsverkefni,“ sagði Hareide. „Kerfið er þannig að við þurfum að tilkynna félagsliðum okkar landsliðsmanna að við ætlum okkur kannski að velja þá í landsliðsverkefni. Þetta eru reglur settar af Evrópska knattspyrnusambandinu. Við þurfum fyrst og fremst að komast að því hvort það sé í raun og veru möguleiki fyrir okkur að fá Albert inn í landsliðshópinn núna.“ Þannig að það er möguleiki á að Albert komi til móts við landsliðið og spili fyrir Ísland í þessu landsliðsverkefni? „Ég veit það ekki á þessari stundu. En við þurfum að komast að því. Við þurfum líka að ræða við Albert. Þetta er knappur tími. En auðvitað er möguleikinn til staðar. Við verðum bara að bíða og sjá.“ Hefurðu verið í sambandi við Albert undanfarna daga eða vikur? „Ekki undanfarna daga. Ég talaði við hann þegar að hann var að glíma við meiðsli í upphafi tímabilsins. Ég ræddi ekkert við hann fyrir þetta tiltekna verkefni því ég vissi að ég mætti ekki velja hann. Ég þurfti því að einbeita mér að þeim leikmönnum sem ég mátti velja.“ Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA á föstudaginn kemur verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira
Líkt og greint var frá fyrr í dag var Albert, sem er leikmaður ítalska úrvalsdeildarfélagsins Fiorentina, sýknaður af ákæru um nauðgun í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað. Niðurstaða dagsins gerir það að verkum að velja má Albert á nýjan leik í íslenska landsliðið. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, greindi frá því í samtali við Vísi í dag eftir að niðurstaðan í máli Alberts var ljós að það væri nú í höndum Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, að ákveða hvort kallað yrði í Albert núna. Í uppfærðri viðbragðsáætlun Knattspyrnusambands Íslands vegna meintra alvarlegra brota einstaklinga, sem samþykkt var í júní fyrra á þessu ári, segir að: Þegar mál hafa verið felld niður, eða að loknum sýknudómi, þá megi einstaklingur njóta vafans þannig að mál teljist ekki vera til meðferðar frá þeim tímapunkti. Það eigi við þó svo ákvörðun um niðurfellingu sé kærð eða sýknudómi áfrýjað. Ísland mætir Wales á Laugardalsvelli annað kvöld og svo Tyrklandi á mánudaginn kemur. Möguleiki er fyrir hendi að Albert verði kallaður inn í landsliðshópinn þó það verði að teljast ólíklegt að hann verði mættur frá Ítalíu á Laugardalsvöll strax á morgun. Nokkur flækjustig eru fyrir hendi líkt og Hareide tjáði sig um í samtali við Stöð 2 Sport eftir blaðamannafund Íslands í dag. „Við þurfum fyrst að líta á reglurnar sem gilda þegar að landslið vilja fá leikmenn frá félagsliðum í landsliðsverkefni,“ sagði Hareide. „Kerfið er þannig að við þurfum að tilkynna félagsliðum okkar landsliðsmanna að við ætlum okkur kannski að velja þá í landsliðsverkefni. Þetta eru reglur settar af Evrópska knattspyrnusambandinu. Við þurfum fyrst og fremst að komast að því hvort það sé í raun og veru möguleiki fyrir okkur að fá Albert inn í landsliðshópinn núna.“ Þannig að það er möguleiki á að Albert komi til móts við landsliðið og spili fyrir Ísland í þessu landsliðsverkefni? „Ég veit það ekki á þessari stundu. En við þurfum að komast að því. Við þurfum líka að ræða við Albert. Þetta er knappur tími. En auðvitað er möguleikinn til staðar. Við verðum bara að bíða og sjá.“ Hefurðu verið í sambandi við Albert undanfarna daga eða vikur? „Ekki undanfarna daga. Ég talaði við hann þegar að hann var að glíma við meiðsli í upphafi tímabilsins. Ég ræddi ekkert við hann fyrir þetta tiltekna verkefni því ég vissi að ég mætti ekki velja hann. Ég þurfti því að einbeita mér að þeim leikmönnum sem ég mátti velja.“ Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA á föstudaginn kemur verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr á Stöð 2 Sport.
Þegar mál hafa verið felld niður, eða að loknum sýknudómi, þá megi einstaklingur njóta vafans þannig að mál teljist ekki vera til meðferðar frá þeim tímapunkti. Það eigi við þó svo ákvörðun um niðurfellingu sé kærð eða sýknudómi áfrýjað.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira