Yfirlýsing Alberts: Ákveðinn léttir eftir erfitt ár Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 14:02 Albert Guðmundsson hefur farið vel af stað með sínu nýja liði Fiorentina og hann skoraði sigurmark gegn AC Milan um síðustu helgi. Getty/Giuseppe Maffia Fótboltamaðurinn Albert Guðmundsson hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að hann var í dag sýknaður af ákæru um nauðgun. Honum er létt eftir erfitt ár, og kveðst afar þakklátur fjölskyldu og vinum. „Saklaus! Það er skýr niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dómi sem kveðinn var upp í dag. Þó að ég hafi alla tíð verið sannfærður um jákvæða útkomu úr þessu máli þá fylgir þessum dómi ákveðinn léttir,“ segir Albert í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlum. Albert var kærður í fyrrasumar og hefur frá þeim tíma til að mynda ekki mátt spila með íslenska landsliðinu, nema í tveimur leikjum í mars eftir að héraðssaksóknari hafði fellt mál hans niður. Þeirri niðurstöðu var áfrýjað og síðan þá hefur Albert beðið endanlegrar niðurstöðu en á sama tíma spilað með liðum sínum á Ítalíu, fyrst Genoa og svo Fiorentina í haust. Yfirlýsing Alberts birtist á samfélagsmiðlum. „Þetta er búið að vera erfitt ár, í alvöru sagt, og ekki auðvelt að eiga við það andlega en ég hef lært það að fjölskylda mín og vinir eru mér allt, og ég verð þeim ævinlega þakklátur,“ segir Albert og bætir við: „Að lokum langar mig að undirstrika að ég mun aldrei samþykkja ofbeldi af neinu tagi. Sem faðir tveggja barna, þar á meðal ungrar dóttur, og með þrjár yngri systur, þá vona ég innilega að þetta mál skaði ekki konur sem sannarlega hafa orðið fórnarlömb ofbeldis. Núna get ég haldið áfram lífi mínu og einbeitt mér að því sem ég geri best. Ein ást, Albert.“ Albert kemur nú til greina í landsliðið að nýju en liðið mætir Wales á Laugardalsvelli annað kvöld og Tyrklandi á sama stað á mánudagskvöld. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir að nú ráði Åge Hareide landsliðsþjálfari því hvort Albert verði fenginn inn í hópinn en Hareide gat ekki svarað því á blaðamannafundi í dag hvort það yrði gert. Landslið karla í fótbolta Ítalski boltinn Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
„Saklaus! Það er skýr niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dómi sem kveðinn var upp í dag. Þó að ég hafi alla tíð verið sannfærður um jákvæða útkomu úr þessu máli þá fylgir þessum dómi ákveðinn léttir,“ segir Albert í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlum. Albert var kærður í fyrrasumar og hefur frá þeim tíma til að mynda ekki mátt spila með íslenska landsliðinu, nema í tveimur leikjum í mars eftir að héraðssaksóknari hafði fellt mál hans niður. Þeirri niðurstöðu var áfrýjað og síðan þá hefur Albert beðið endanlegrar niðurstöðu en á sama tíma spilað með liðum sínum á Ítalíu, fyrst Genoa og svo Fiorentina í haust. Yfirlýsing Alberts birtist á samfélagsmiðlum. „Þetta er búið að vera erfitt ár, í alvöru sagt, og ekki auðvelt að eiga við það andlega en ég hef lært það að fjölskylda mín og vinir eru mér allt, og ég verð þeim ævinlega þakklátur,“ segir Albert og bætir við: „Að lokum langar mig að undirstrika að ég mun aldrei samþykkja ofbeldi af neinu tagi. Sem faðir tveggja barna, þar á meðal ungrar dóttur, og með þrjár yngri systur, þá vona ég innilega að þetta mál skaði ekki konur sem sannarlega hafa orðið fórnarlömb ofbeldis. Núna get ég haldið áfram lífi mínu og einbeitt mér að því sem ég geri best. Ein ást, Albert.“ Albert kemur nú til greina í landsliðið að nýju en liðið mætir Wales á Laugardalsvelli annað kvöld og Tyrklandi á sama stað á mánudagskvöld. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir að nú ráði Åge Hareide landsliðsþjálfari því hvort Albert verði fenginn inn í hópinn en Hareide gat ekki svarað því á blaðamannafundi í dag hvort það yrði gert.
Landslið karla í fótbolta Ítalski boltinn Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn