Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2024 19:32 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, þegar sá fyrrnefndi heimsótti einræðisríkið í sumar. Þeir skrifuðu undir samkomulag sem ráðamenn í Suður-Kóreu segja marka hernaðarbandalag ríkjanna. EPA/VLADIMIR SMIRNOV Hermenn frá Norður-Kóreu verða líklega sendir til liðs við rússneska hermenn í Úkraínu. Sex hermenn frá einræðisríkinu einangraða eru þar að auki sagðir hafa fallið í eldflaugaárás í Úkraínu fyrr í mánuðinum. Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu hélt þessu fram í dag en hernaðarlegt samstarf Rússlands og Norður-Kóreu hefur aukist til muna. Kim Yong-hyun, áðurnefndur ráðherra, sagði þingmönnum í Suður-Kóreu í dag að þar sem Vladimír Pútín og Kim Jong Un, einræðisherrar Rússlands og Norður-Kóreu, hefðu skrifað undir hernaðarsamkomulagt væri verulega líklegt að Kim sendi hermenn til aðstoðar Rússa, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Sjá einnig: Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Ráðherrann sagði einnig að fregnir af mannfalli meðal Kóreumanna í Úkraínu væru líklega réttar. Kim Jong Un að skoða stórskotaliðshermenn í her sínum á dögunum.AP/KCNA Kyiv Post sagði frá því í síðustu viku að sex yfirmenn úr her Norður-Kóreu hefðu fallið í eldflaugaárás Úkraínumanna í Dónetskhéraði þann 3. október. Þrír Kóreumenn til viðbótar voru sagðir hafa særst í árásinni en leyniþjónusta úkraínska hersins hélt því fram í fyrra að takmarkaður fjöldi hermanna frá Norður-Kóreu hefði verið sendur til hernumdra svæða í Úkraínu. Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa um nokkuð skeið sent umtalsvert magn af hergögnum, og þá sérstaklega sprengikúlum fyrir stórskotalið, til Rússlands. Rússar hafa einnig notað stýri- og skotflaugar frá Norður-Kóreu til árása í Úkraínu. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Fleiri fréttir Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Sjá meira
Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu hélt þessu fram í dag en hernaðarlegt samstarf Rússlands og Norður-Kóreu hefur aukist til muna. Kim Yong-hyun, áðurnefndur ráðherra, sagði þingmönnum í Suður-Kóreu í dag að þar sem Vladimír Pútín og Kim Jong Un, einræðisherrar Rússlands og Norður-Kóreu, hefðu skrifað undir hernaðarsamkomulagt væri verulega líklegt að Kim sendi hermenn til aðstoðar Rússa, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Sjá einnig: Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Ráðherrann sagði einnig að fregnir af mannfalli meðal Kóreumanna í Úkraínu væru líklega réttar. Kim Jong Un að skoða stórskotaliðshermenn í her sínum á dögunum.AP/KCNA Kyiv Post sagði frá því í síðustu viku að sex yfirmenn úr her Norður-Kóreu hefðu fallið í eldflaugaárás Úkraínumanna í Dónetskhéraði þann 3. október. Þrír Kóreumenn til viðbótar voru sagðir hafa særst í árásinni en leyniþjónusta úkraínska hersins hélt því fram í fyrra að takmarkaður fjöldi hermanna frá Norður-Kóreu hefði verið sendur til hernumdra svæða í Úkraínu. Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa um nokkuð skeið sent umtalsvert magn af hergögnum, og þá sérstaklega sprengikúlum fyrir stórskotalið, til Rússlands. Rússar hafa einnig notað stýri- og skotflaugar frá Norður-Kóreu til árása í Úkraínu.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Fleiri fréttir Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Sjá meira