Lögregla upplýsir ekki um notkun andlitsgreiningarhugbúnaðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. október 2024 13:00 Margir eru uggandi yfir því að andlitsgreiningarbúnaður muni grafa verulega undan friðhelgi einkalífsins. Getty/NurPhoto/Joan Cros Fjöldi Bandaríkjamanna hefur verið handtekinn grunaður um glæp eftir að myndir af þeim hafa komið upp við leit í gagnagrunnum á grundvelli andlitsgreiningarhugbúnaðs. Rannsókn Washington Post hefur hins vegar leitt í ljós að margir þeirra eru ekki upplýstir um notkun hugbúnaðarins, sem er ekki síst áhyggjuefni þar sem hann hefur reynst ófullkominn og „fordómafullur“. Blaðamenn WP óskuðu eftir upplýsingum frá yfir 100 lögregluembættum sem hafa gengist við því opinberlega að nýta sér umræddan hugbúnað en aðeins þrjátíu urðu við gagnabeiðninni. Flest neituðu að svara spurningum um notkun þeirra á búnaðinum. Nokkur sögðust notast við hugbúnaðinn en aldrei handtaka fólk aðeins út frá andlitsgreiningarniðurstöðum. Hins vegar virðast mörg embætti hafa freistað þess að fela það í skýrslum að hversu miklu leiti þau reiða sig á umrædd gögn við handtökur og rannsókn mála. Vitað er um sjö Bandaríkjamenn sem hafa verið handteknir á grundvelli niðurstaða andlitsgreiningar en þar af voru sex svartir. Vitað er að búnaðurinn á erfiðara með að bera kennsl á svarta, konur og aldraða. Sumir komust aðeins að því að búnaðurinn hafði verið notaður þegar lögregla gaf það óvart upp. Michael Jordan og teiknimynd komu upp við leit Meðal handteknu var Quran Reid, sem var handtekinn fyrir að nota stolin greiðslukort til að greiða fyrir lúxusvörur í Louisiana. Lögreglumaður reit skýrslu undir eiði um að „örugg heimild“ hefði bent honum á Reid, sem var á þessum tíma 28 og bjó í Atlanta. Reid hafði aldrei komið til Louisiana. Hann man eftir því að hafa spurt að því hvernig bönd hefðu borist að honum en ekki fengið svör. Hugbúnaðurinn sem um ræðir er notaður til að bera mynd eða stillu úr myndskeiði saman við myndir í ýmsum gagnabönkum, til að mynda handtökumyndir og myndir af ökuskírteinum. Það skilar síðan lista yfir einstaklinga sem þykja líkjast grunaða. Clearview AI, sem sópar í gegnum umfangsmikið magn mynda á netinu, er meðal þeirra forrita sem vitað er að lögregla notar en samkvæmt WP hefur það meðal annars skilað mynd af Michael Jordan og teiknimynd af svörtum manni við leit að glæpamanni. Samkvæmt reglum vestanhafs ber saksóknurum að upplýsa ákærðu um öll gögn er þykja benda til sakleysis þeirra eða dregið úr þyngd þeirrar refsingar sem þeim yrði mögulega gerð. Dómstólar hafa hins vegar ekki verið sammála í úrskurðum sínum um hvort yfirvöld þurfa að upplýsa um notkun andlitsgreiningarbúnaðs. Hér má finna ítarlega umfjöllun Washington Post um málið. Persónuvernd Lögreglan Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Sjá meira
Rannsókn Washington Post hefur hins vegar leitt í ljós að margir þeirra eru ekki upplýstir um notkun hugbúnaðarins, sem er ekki síst áhyggjuefni þar sem hann hefur reynst ófullkominn og „fordómafullur“. Blaðamenn WP óskuðu eftir upplýsingum frá yfir 100 lögregluembættum sem hafa gengist við því opinberlega að nýta sér umræddan hugbúnað en aðeins þrjátíu urðu við gagnabeiðninni. Flest neituðu að svara spurningum um notkun þeirra á búnaðinum. Nokkur sögðust notast við hugbúnaðinn en aldrei handtaka fólk aðeins út frá andlitsgreiningarniðurstöðum. Hins vegar virðast mörg embætti hafa freistað þess að fela það í skýrslum að hversu miklu leiti þau reiða sig á umrædd gögn við handtökur og rannsókn mála. Vitað er um sjö Bandaríkjamenn sem hafa verið handteknir á grundvelli niðurstaða andlitsgreiningar en þar af voru sex svartir. Vitað er að búnaðurinn á erfiðara með að bera kennsl á svarta, konur og aldraða. Sumir komust aðeins að því að búnaðurinn hafði verið notaður þegar lögregla gaf það óvart upp. Michael Jordan og teiknimynd komu upp við leit Meðal handteknu var Quran Reid, sem var handtekinn fyrir að nota stolin greiðslukort til að greiða fyrir lúxusvörur í Louisiana. Lögreglumaður reit skýrslu undir eiði um að „örugg heimild“ hefði bent honum á Reid, sem var á þessum tíma 28 og bjó í Atlanta. Reid hafði aldrei komið til Louisiana. Hann man eftir því að hafa spurt að því hvernig bönd hefðu borist að honum en ekki fengið svör. Hugbúnaðurinn sem um ræðir er notaður til að bera mynd eða stillu úr myndskeiði saman við myndir í ýmsum gagnabönkum, til að mynda handtökumyndir og myndir af ökuskírteinum. Það skilar síðan lista yfir einstaklinga sem þykja líkjast grunaða. Clearview AI, sem sópar í gegnum umfangsmikið magn mynda á netinu, er meðal þeirra forrita sem vitað er að lögregla notar en samkvæmt WP hefur það meðal annars skilað mynd af Michael Jordan og teiknimynd af svörtum manni við leit að glæpamanni. Samkvæmt reglum vestanhafs ber saksóknurum að upplýsa ákærðu um öll gögn er þykja benda til sakleysis þeirra eða dregið úr þyngd þeirrar refsingar sem þeim yrði mögulega gerð. Dómstólar hafa hins vegar ekki verið sammála í úrskurðum sínum um hvort yfirvöld þurfa að upplýsa um notkun andlitsgreiningarbúnaðs. Hér má finna ítarlega umfjöllun Washington Post um málið.
Persónuvernd Lögreglan Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent